Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 400

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.07.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305030 - Geymslusvæði fyrir gáma og smábáta
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs leggur fyrir bæjarráð til samþykktar nýja gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði fyrir gáma og smábáta.

Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði fyrir gáma og smábáta.

Samþykkt samhljóða.
2. 2307009 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags- trúnaðarmál
Fyrir bæjarráði lá umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.

Bæjarráð hafnar erindinu. Bókun bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók.

Samþykkt samhljóða.
3. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning áheyrnarfulltrúa H-lista í skipulags- og umhverfisnefnd.
Lagt er til að Böðvar Guðbjörn Jónsson verði áheyrnarfulltrúi og Ása Berglind Hjálmarsdóttir vara áheyrnarfulltrúi.

Samþykkt samhljóða.
4. 2307012 - Beiðni um styrk vegna kaupa á fjórhjólum
Fyrir bæjarráði lá beiðni um styrk frá Björgunarsveitinni Mannbjörgu vegna kaupa á tveimur fjórhjólum fyrir deildina. Fram kemur að hjólin muni nýtast sérstaklega vel við leit t.d. í fjöru og öðrum svæðum þar sem erfitt er að athafna sig á þyngri ökutækjum.


Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu en óskar eftir nánari upplýsingum um það hversu háum styrk er óskað eftir.

Samþykkt samhljóða.
5. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis þar sem mörkuð er tæplega eins hektara landfylling milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og breidd 60 metrar. Efnið sem fyllingin er gerð úr kemur úr "uppúrtekt" við nýju Suðurvararbryggju.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að senda gögn málsins á Brimbrettafélag Íslands.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2306050 - DSK Háagljúfur
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Háagljúfur sem markar 3 lóðir, þar af eina fyrir skemmu og tvær fyrir íbúðarhús og gestahús í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin bendir á þann möguleika að heimreiðar á svæðinu verði samnýttar sé þess kostur.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með fyrirvara um jákvæða umsögn stjórnar vatnsveitu.
7. 2306048 - DSK Breyting á deiliskipulagi Bakkahlíð 233300
Verkfræðistofan Efla leggur fram tillögu að deiliskipulagbreytingu fyrir landið Bakkahlíð sem er skilgreint sem frístundasvæði í aðalskipulagi. Ekki voru skilgreindar byggingarheimildir í gildandi deiliskipulagi en nú er mörkuð lóð og byggingarreitur fyrir eitt frístundahús í samræmi við heimildir aðalskipulags.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Gæta þarf að því að kvöðum úr gildandi skipulagi verði haldið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2306029 - DSK Hlíðartunga breyting á deiliskipulagi - tilfærsla á byggingarreit L171727
Landeigandi óskar eftir að færa byggingarreit "um sjálfan sig til austurs" í deiliskipulagi í landi Hlíðartungu. Reiturinn er fyrir íbúðarhús og deiliskipulagið er frá árinu 2009.

Afgreiðsla nefndar: Landeiganda heimilað að láta uppfæra skipulagsuppdráttinn.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna landareigna: Borgargerði L208951, Sólbakki 1 L232461, Sólbakki 2 L232462 og Sólbakki 3 L190896.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2307010 - Lausaganga og ágangur búfjár
Bréf frá Bændasamtökum Íslands til sveitarfélaga dags. 6.júlí 2023.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
9. 2306009F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 53
Fundargerð 53.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 05.07.2023 til staðfestingar.

1. 2303035 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2023
2. 2306050 - DSK Háagljúfur. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2306048 - DSK Breyting á deiliskipulagi Bakkahlíð 233300. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2306029 - DSK Hlíðartunga breyting á deiliskipulagi - tilfærsla á byggingarreit L171727. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2306030 - Stofnun lóðar undir vegsvæði Kjarr L171750
7. 2306032 - Leiðrétting á stærð vegsvæðis L231511 í landi Kvíarhóls
8. 2306047 - Stígagerð við Ölfusborgir
9. 2306034 - Lóð Sláturfélags Suðurlands á hafnarsvæði
10. 2306046 - Umsögn um matsáætlun fyrir Thor landeldi ehf Laxabraut 35-41
11. 2304013 - Raufarhólshellir - umsögn um matstilkynningu (matsspurningu) um þjónustubyggingu
12. 2306051 - Póstbox Íslandspóst við ráðhús Ölfuss
13. 2304006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 48

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2307004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 51
Fundargerð 51.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 18.07.2023 til kynningar.

1. 2307005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -Gissurarbúð 7 -Flokkur 2
2. 2307017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrarbraut 14 - Flokkur 2
3. 2307024 - Umsókn um stöðuleyfi

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
11. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 65.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22.06.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 597.fundar stjórnar SASS frá 30.06.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?