Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 447

Haldinn í fjarfundi,
03.07.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.

Í upphafi leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2506026 - Beiðni um fjárveitingu til reiðstígagerðar og viðgerða vegna framkvæmda sveitarfélagsins
Hestamannafélagið Háfeti leggur fram beiðni um fjárveitingu til reiðstígagerðar og til viðgerða á reiðstígum sem skemmdust vegna framkvæmda sveitarfélagsins. Félagið hyggst hefja framkvæmdir í sumar, meðan hestar eru beit, svo þær verði klárar næsta haust. Félagið aflaði tilboða í verkið og leggur fram framkvæmdalýsingu og kostnaðaráætlun.
Erindið var tekið fyrir af skipulags og umhverfisnefnd sem víaði umfjöllun um fjárveitingu til bæjarráðs.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vill þó benda á eftirfarandi atriði. Í vinnslu er að gera göngu/hjólastíg fyrir norðan Laxabraut og telur nefndin eðlilegra að reiðvegur út í nes verði hannaður samhliða þeim stíg, fremur en að hann liggi samhliða Laxabrautinni. Þá vísar nefndin umfjöllun um fjárveitingu til bæjarráðs og leggur til eftirfarandi framkvæmdaröð m.t.t. skipulagsmála; að fyrst verði framkvæmdar leiðir 3-6 og leiðir 2 og 1 komi þar á eftir.

Bæjarráð fagnar framtaki félagsins og leggur nú sem endra nær áherslu á mikilvægi þess að styðja við sjálfsprottið samfélagsstarf sem eflir innviði og velferð íbúa.
Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp sem hefur það hlutverk að greina þarfir og búa til heildstæða framkvæmdaráætlun til lengri tíma. Sú áætlun verður nýtt sem leiðarljós í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Bæjarráð bendir ennfremur á að í fjáhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir fjármagni í reiðvegi sem starfshópur getur úthlutað í framkvæmdir.

Bæjarráð samþykkir að í starfshópnum sitji:
Elliði Vignisson, Jón Haraldsson og Monica Sjöfn Pálsdóttir. Starfsmaður starfshópsins verður svo Sigurður Steinar Ásgeirsson, skrifstofu- og verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt samhljóða.

2. 2506009 - Húsaleigusamningur
Fyrir fundinum liggur húsaleigusamningur milli Héraðsskjalasafns Árnesinga og Hrunamannahrepps um leigurými að Hrunamannavegi 3, 845 Flúðum til samþykktar. Samningurinn var samþykktur samhljóða á aðalfundi Héraðsnefndar Áressýslu 28. apríl sl.

Einnig liggur fyrir beiðni frá fjárhaldsmanni Héraðsnefndar Árnesinga dags. 6. júní um viðauka við fjárhagsáætlun HÁ árið 2025 vegna húsaleigusamnings við Hrunamannahrepp ásamt kaupum á skápum og flutningi á safnagögnum.

Lagt er til við bæjarráð að samþykkja viðauka vegna samningsins fyrir árið 2025, kr. 1.306.200.

Bæjarráð samþykkir viðauka vegna húsaleigusamningsins að fjárhæð kr. 1.306.200.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
3. 2302026 - Arnardrangur hses.fundargerðir stjórnar
Fundargerð 24.fundar stjórnar Arnardrangs hses. frá 23.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 86.fundar stjórnar Bergrisans bs. frá 23.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 24.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?