Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 346

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.06.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 2. varamaður,
Helga Ósk Gunnsteinsdóttir varamaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir 2. varamaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Hrafnhildur Lilja Harðardóttir og Helga Ósk Gunnsteinsdóttir voru sérstaklega boðnar velkomnar á þeirra fyrsta bæjarstjórnarfund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2026
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs skv.7.gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss.

1. Kosning forseta til eins árs.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.

Fyrir fundinum lá tillaga um að Gestur Þór Kristjánsson D-lista verði forseti til eins árs og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir D-lista varaforseti til sama tíma.

Samþykkt samhljóða.

2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2026
Kosning þriggja aðalmanna og þriggja varamanna í bæjarráð til eins árs sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss nr. 434/2024. Kjósa skal formann og varaformann.
Fyrir fundinum lá tillaga um að eftirfarandi skipi bæjarráð:

Aðalmenn
Grétar Ingi Erlendsson D-lista, formaður
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir D-lista, varaformaður
Hrönn Guðmundsdóttir B-lista

Varamenn
Erla Sif Markúsdóttir, D-lista
Gestur Þór Kristjánsson, D-lista
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson, B-lista

Samþykkt samhljóða.

3. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði 28. ágúst nk.og að bæjarráði Sveitarfélagsins Ölfuss verði falin fullnaðarafgreiðsla mála og sömu heimildir og bæjarstjórn hefur á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Samþykkt samhljóða.
4. 2305013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss
Breytingar á samþykktum Sveitarfélagsins Ölfuss, síðari umræða.
Samþykkt samhljóða.
5. 2501019 - Landeldisgjald
Breyting á gjaldskrá Þorlákshafnar, síðari umræða.
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls. Hann lagði til að málinu verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt samhljóða.

6. 2506011 - Uppgræðslusjóður Ölfuss. Lokun sjóðs 1. janúar 2025.
Lagt er til að Uppgræðslusjóður Ölfuss verði lagður niður frá og með 1.janúar 2025 og verkefni hans felld undir A-hluta starfsemi sveitarfélagsins.

Sjóðurinn hefur í raun lokið hlutverki sínu og búið er að afskrifa allar eignir hans.

Samþykkt samhljóða.
7. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús
Endurauglýsing
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Akurgerði, L171635, í Ölfusi. Skipulagssvæðið er um 18 ha að stærð innan jarðarinnar Akurgerði og er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036. Tillagan er í samræmi við aðalskipulag sem heimilar atvinnurekstur ótengdan landbúnaði að vissu marki, og gerir ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum og smáhýsum á tilgreindum byggingarreitum, ásamt skilgreiningu aðkomu, lóðarmarka og fráveitulausna.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um að aflað sé samþykki stjórnar vatnsveitu um neysluvatnsöflun. Þá bendir nefndin á að lóð 1a er undir 5000 m2 en samkvæmt skilmálum aðalskipulags er lágmarksstærð lóða á landbúnaðarsvæði 5000 m2. Því þarf að stækka þá lóð.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við áðurnefndum fyrirvörum.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Endurauglýsing
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24. Í tillögunni er gert ráð fyrir að fjölga byggingarreitum og að Gljúfurárholti 23 verði skipt upp. Þá er fyrirhugað að reisa megi smáhýsi til bændagistingar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2503027 - Hellisheiðarvirkjun - Ný lóð í nýsköpunarkjarna - 22. breyting deiliskipulags
Endurkoma eftir athugasemdaferli
Skipulagið var auglýst og er athugasemdafresti lokið. Engar athugasemdir voru gerðar við skipulagið og er það því lagt fram óbreytt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2506024 - Hafnarsvæði - lóð fyrir hreinsistöð - óv. DSKbr.
Lögð er fram óveruleg breyting á skipulagi hafnarsvæðis. Breytingin felst í stækkun lóðar undir væntanlega hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Ölfus.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2506021 - Hellisheiðarvirkjun 23. DSKbr - stækkun lóðar fyrir neyðarlosun - óv. DSKbr
Lögð er fram tillaga að 23. breytingu deiliskipulags Hellisheiðarvirkjunar. Breytingin felst í að lóð fyrir neyðarlosun sem staðsett er við hraunjaðar vestan Kolviðarhólsreits stækkar til að skapa meira svigrúm fyrir staðsetningu svelghola vegna neyðarlosunar frá Hellisheiðarvirkjun. Lóðin er í gildandi deiliskipulagi 2,5 ha en stækkar um 1,68 ha og verður því eftir stækkun um 4,18 ha.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2504005F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 68
Fundargerð 68.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 21.05.2025 til staðfestingar.

1. 2501019 - Landeldisgjald. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar.
3. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar.
4. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
5. 2504076 - Hafnarsvæði H3 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr. Til kynningar.
6. 2504108 - Veiting prókúru. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2504061 - Umsókn um lóð - Hafnarvegur 5. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2504060 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 5. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2504100 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 5. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2504062 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2504065 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2504101 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2505039 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2505043 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.
16. 2504055 - Útboð á slætti innan Þorlákshafnar 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2505010F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 33
Fundargerð 33.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 04.06.2025 til staðfestingar.

1. 2505063 - Leikskólinn Hraunheimar - staða mála. Til kynningar.
2. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra. Til kynningar.
4. 2505073 - Foreldrakönnun - Bergheimar 2025. Til kynningar.
5. 2505064 - Skólaþjónusta - staða mála á vettvangi. Til kynningar.
6. 2505061 - Bara tala - stafrænn íslenskukennari. Til kynningar.
7. 2505065 - Farsældarfréttir BOFS. Til kynningar.
8. 2505016 - Sumarnámskeið 2025. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2505011F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 95
Fundargerð 95.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 04.06.2025 til staðfestingar.

1. 2406019 - Vindmælingarmastur í Þrengslum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2505062 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Fjallsbraut 5,8,10,12 og vegsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2505070 - Umsagnarbeiðni - Rannsóknarborholur norðan Geitafells. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2505072 - Umsagnarbeiðni - Kerfisáætlun Landsnets. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2503049 - Kvörtun vegna umgengni og staðsetningu vörubíls í Lyngbergi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

15. 2505007F - Bæjarráð Ölfuss - 445
Fundargerð 445.fundar bæjarráðs frá 05.06.2025 til staðfestingar.

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus. Til kynningar.
2. 2505047 - Beiðni um styrk vegna framkvæmda. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2505050 - Beiðni um breytingu á fjárhagsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2505056 - Viðauki við fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2025. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2505059 - Orlof húsmæðra 2024. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2506003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 49
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 05.06.2025 til staðfestingar.

1. 2503012 - Mótahald UMFÍ - erindi frá HSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2506016 - Sumarnámskeið 2025. Til kynningar.
3. 2506015 - UMF Þór ársreikningar aðalstjórnar og deildar félagsins 2024. Til kynningar.
4. 2506014 - Ársreikningar 2024, Knattspyrnufélagið Ægir. Til kynningar.
5. 2504103 - Erindi varðandi reiðleiðir og skipulag í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2506004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 96
Fundargerð 96.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.06.2025 til staðfestingar.

1. 2506007 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Laxabraut 39-41. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2506021 - Hellisheiðarvirkjun 23. DSKbr - stækkun lóðar fyrir neyðarlosun - óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2506024 - Hafnarsvæði - lóð fyrir hreinsistöð - óv. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2506026 - Beiðni um fjárveitingu til reiðstígagerðar og viðgerða vegna framkvæmda sveitarfélagsins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2412025 - Sogn - Nýtt deiliskipulag. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2503027 - Hellisheiðarvirkjun - Ný lóð í nýsköpunarkjarna - 22. breyting deiliskipulags. DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2506036 - Nafngiftir gatna í Móahverfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2506037 - Ábending vegna drykkjarsteins í skrúðgarði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2506006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 69
Fundargerð 69.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 18.06.2025 til staðfestingar.

1. 2506030 - Gatnagerð hafnarsvæðið Suðurvararbryggju. Til kynningar.
2. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
3. 2505007 - Beiðni um viðauka vegna framkvæmda við bráðabirgðatollaplan og framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2506002F - Bæjarráð Ölfuss - 446
Fundargerð 446.fundar bæjarráðs frá 19.06.2025 til staðfestingar.

1. 2506013 - Fasteignamat 2026. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2506020 - Erindi frá Félagi Atvinnurekenda vegna fasteignamats 2026. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2506027 - Beiðni um viðauka fyrir endurnýjun lofræstisamstæða í ráðhúsi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2506033 - Beiðni um viðauka vegna íþróttamiðstöðvar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2506034 - Ósk um lóðarstækkun Norðurbakka 7. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2505007 - Beiðni um viðauka vegna framkvæmda við bráðabirgðatollaplan og framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
20. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 979.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.05.2025, 980.fundar frá 27.05.2025, 981.fundar frá 13.06.2025 og 982.fundur frá 16.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 623.fundar stjórnar SASS frá 06.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð 30.fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga frá 22.04.2025 og 31.fundar frá 03.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
23. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 245.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 20.06.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?