| |
| 1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra | |
| Nefndin þakkar kynninguna og áhugaverða viðburði í skólastarfinu. | | |
|
| 2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima | |
| Nefndin þakkar kynninguna og skemmtilegt leikskólastarf. | | |
|
| 3. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima | |
| Nefndin þakkar kynninguna og er ánægjulegt hvað gengur vel að klára útileiksvæði barnanna. Áætlað er að hafa opinn dag í leikskólanum í byrjun desember. | | |
|
| |
| 4. 2510048 - Áheyrnafulltrúar leikskóla í fjölskyldu og fræðslunefnd | |
| Leikskólastjórar kynntu val á áheyrnafulltrúum í samræmi við ákvæði laganna og hvernig áætlað er að skipta setu þeirra á nefndarfundum í vetur. | | |
|
| 5. 2510073 - Breyting á skipuriti Sveitarfélagsins Ölfuss | |
| Nefndarmenn þakka kynninguna. | | |
|
| 6. 2511041 - Skólaþjónusta - staða mála hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu | |
Nefndin fagnar því að nemendagrunnur MMS sé að verða tilbúinn til notkunar.
Fjölskyldu og fræðslunefnd Ölfuss samþykkir erindi sem forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sendi varðandi innleiðingu á nemendagrunni og þau tímabil sem kynnt voru fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026. | | |
|