Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 37

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.11.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir leikskólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Valur Rafn Halldórsson áheyrnarfulltrúi,
Inga Jóna Bragadóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Eyrún Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri kynnti fjölbreytta viðburði og fræðslu:

Hönnunarsafn Íslands hélt vinsæla vinnusmiðju fyrir 5. bekk.

Erasmus-hópur frá Þýskalandi (16 til 18 ára) heimsótti skólann og kynnti sér íslenskt skólastarf.

Skáld í skólum: Rithöfundar unnu með nemendum að skapandi verkefnum.

Foreldraviðtalsdagur í lok október tókst vel; 10. bekkur stóð fyrir glæsilegu kökuhlaðborði.

Þollóweenvika: Hryllingssögukeppni, búningadagur, draugahús 10. bekkjar og Halloween ball í unglingadeild.

Stóri forvarnardagurinn 13. nóv.:
Fræðsla um netöryggi frá Heimili og skóla fyrir 4.til 10. bekk og foreldra í 8.til 10. bekk. Síðan var erindi um svefn frá Betra svefni að beiðni nemendaráðs. Dagskráin endaði í íþróttahúsinu þar sem allir skemmtu sér vel í lazer tag og pizzuveislu.

Nefndin þakkar kynninguna og áhugaverða viðburði í skólastarfinu.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima
Leikskólastjóri fór yfir það helsta í starfsemi Bergheima

Sveigjanlegur vistunartími:
Lítil viðbrögð bárust við pósti þar sem boðið var upp á sveigjanlegan vistunartíma.
Foreldrar fjögurra barna óskuðu eftir breytingum á vistun.
Eitt foreldri óskaði eftir að halda núverandi vistunartíma vegna vinnuaðstæðna.
Flestar óskir fara umfram viðmið reglna sveitarfélagsins.

Aðlögun nýrra barna:
Þrjú börn flytja í sveitarfélagið á næstu vikum.
Skólinn hefur svigrúm til að taka á móti nýjum nemendum og er vel mannaður.
Eldhús í leikskólanum:
Rekstraraðilar Hjallastefnunar hafa ákveðið að reka eldhús sem sér um matargerð fyrir börn og starfsfólk Bergheima. Starfsfólk hefur verið ráðið til starfa frá og með áramótum.

Brunavarnir og fræðsla:
Brunavarnir Árnessýslu héldu kynningu á eldvörnum fyrir elstu börn leikskólans (Bjössi brunabangsi mætti þó ekki).

Viðburðir og hátíðir:
Búningadagur vegna Þollóween og er það alltaf mikill gleðidagur í skólanum.
Aðventustundir: gönguferðir, jólaskraut, sögustundir, jólaleiksýning foreldrafélagsins, jólasöngfundur með tónlist, heitt súkkulaði og heimsókn jólasveins.

Sérkennslumál:
Fjölgun barna í sérkennslu.
Reglubundnar prófanir sýna aukna þörf vegna frávika í hreyfi- og málþroska.
Samstarf við sérfræðinga gengur vel, en enn er beðið eftir iðjuþjálfa frá HSu sem vanalega heimsækir elsta árganginn í september.

Samstarf leikskóla:
Kennarar elstu barnanna skipuleggja heimsóknir á milli leikskóla og útskriftarferð næsta vor.

Nefndin þakkar kynninguna og skemmtilegt leikskólastarf.
3. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima
Leikskólinn hefur verið opinn í um 8 vikur. Starfið gengur vel, en aðlögun yngstu deildar er enn í gangi og hefur tafist vegna veikinda. Áætlað er að ljúka henni á næstu dögum.

Utanaðkomandi aðstaða:
Á útisvæði hefur vinna gengið vel og eru flest leiktæki komin upp. Eftir stendur uppsetning á marki, körfuboltakörfu og gervigrasi við kastalann/skipið.
Yngribarnasvæði og útikennslusvæði eru farin að nýtast vel.
Nokkrir göngutúrar hafa verið farnir, m.a. í Eyjahraunsróló.

Samstarf milli leikskóla:
Fyrstu skref í samstarfi tekin. Deildarstjórar hafa hist og skipulagt samveru. Endurskoðun í janúar.

Teymisvinna og innleiðing stefnu:
Mynduð hafa verið 5 teymi:
- Félags- og tilfinningateymi
- Umhverfis- og samfélagsteymi
- Stafa- og stærðfræðiteymi
- Heilsuteymi
- Sérkennsluteymi (leitt af Ingu Jónu)
Teymin funda mánaðarlega og vinna að innleiðingu læsisþátta í daglegt starf.

Innanhússframkvæmdir:
Frágangur innandyra í gangi. Skipta þarf um 4 hurðir vegna skemmda. Verkið áætlað á milli jóla og nýárs.

Opinn dagur:
Stefnt að opnum degi þegar útisvæði og innanhússframkvæmdir eru fullfrágengnar.

Nefndin þakkar kynninguna og er ánægjulegt hvað gengur vel að klára útileiksvæði barnanna. Áætlað er að hafa opinn dag í leikskólanum í byrjun desember.
Mál til kynningar
4. 2510048 - Áheyrnafulltrúar leikskóla í fjölskyldu og fræðslunefnd
Í 2. mgr. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um það að leikskólastjórar, starfsfólk leikskóla og foreldrar leikskólabarna í sveitarfélögum kjósi hver úr sínum hópi aðal- og varamann til setu á fundum fræðslunefndar.

Í reglunum felst það að eftir að leikskólar sveitarfélagsins eru orðnir tveir þurfa starfsmenn beggja leikskóla að kjósa eða koma sér á annan hátt um aðal- og varamann sem áheyrnarfulltrúa í fjölskyldu- og fræðslunefnd.

Leikskólastjórar kynntu val á áheyrnafulltrúum í samræmi við ákvæði laganna og hvernig áætlað er að skipta setu þeirra á nefndarfundum í vetur.
5. 2510073 - Breyting á skipuriti Sveitarfélagsins Ölfuss
Á bæjarstjórnarfundi þann 30.okt. 2025 var einróma samþykkt tillögu að nýju skipuriti Ölfuss og samhliða ráðningu á sviðsstjórum og breytt starfsheiti þeirra þar sem það á við.

Í nýju skipuriti eru fimm svið:Fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldu- og fræðslusvið, velferðarsvið, lögfræði- og skipulagssvið og framkvæmda- og hafnarsvið.

Breytingin á skipuritinu er unnin í beinu framhaldi af þeim kerfisbreytingum sem fylgdu því að hætt var sameiginlegum rekstri velferðarmála með öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu. Með stofnun lögfræði- og skipulagssviðs er jafnframt tryggt að málefni dreifbýlis fái skýrari farveg, en undir sviðið falla m.a. þjóðlendur, námur, búfjármál, fjallskil o.fl.

Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar til að bæta stjórnsýslu og færa skipuritið nær því fyrirkomulagi sem unnið er eftir, nefndarskipan o.fl. Samhliða er lagt til að stofna sérstakt notendaráð fötlunarþjónustu sem hafi hliðstæðan tilgang í fötlunarmálum og öldungaráð hefur í öldrunarmálum.

Nefndarmenn þakka kynninguna.
6. 2511041 - Skólaþjónusta - staða mála hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála á verkefnum hjá MMS, miðstöð menntunar og skólaþjónustu, er varðar nemendagrunn, nýtt námsefni og matsferil. Sjá nánar vefsíðu https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu.

Í viðhengi er bréf frá Þórdísi Sigurðardóttur, forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu varðandi nemendagrunn og árangursríka innleiðingu öllum til heilla.
MMS óskar eftir því að sveitarfélögin samþykki, öll sem eitt, sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026.


Nefndin fagnar því að nemendagrunnur MMS sé að verða tilbúinn til notkunar.

Fjölskyldu og fræðslunefnd Ölfuss samþykkir erindi sem forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sendi varðandi innleiðingu á nemendagrunni og þau tímabil sem kynnt voru fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?