Fundargerðir

Til bakaPrenta
Öldungaráð - 11

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
29.10.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bettý Grímsdóttir formaður,
Sigurður Ósmann Jónsson varaformaður,
Halldór Sigurðsson aðalmaður,
Hafdís Þóra Ragnarsdóttir aðalmaður,
Sigrún Theódórsdóttir aðalmaður,
Sigrún Ína Ásbergsdóttir aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Kolbrún Una Jóhannsdóttir forstöðumaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð.

Sigrún Ína Ásbergsdóttir sat fundinn sem fulltrúi Heilsugæslunnar HSu en boð til hennar kom ekki fyrr en tveimur dögum fyrir fund og baðst sviðsstjóri afsökunar á því.

Ásta Júlía Jónsdóttir boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510081 - Aðstöðumál á Níunni - heilbrigðisþjónusta o.fl.
Rætt var um mikilvægi þess að bæta og viðhalda aðstöðu fyrir eldra fólk á Níunni í ljósi stækkandi samfélags og aukinnar þarfar fyrir samveru og félagsstarf. Lögð var áhersla á eftirfarandi atriði:

Heilsutengd þjónusta: Rætt um öryggi og starfsleyfi er varðar heilbrigðisþjónustu á Níunni.

Stækkun samverurýma: Nauðsynlegt að tryggja nægilegt rými fyrir félagsstarf, framreiðslu á mat og samveru, sérstaklega þar sem samfélagið er stækkandi.

Viðhald og endurbætur: Mikilvægt að sinna reglulegu viðhaldi á húsnæði og búnaði til að tryggja öryggi og vellíðan notenda.

Aðgengi: Tryggja þarf að aðstaðan sé aðgengileg fyrir alla, óháð hreyfifærni.


Öldungaráð leggur áherslu á að þeir aðilar sem veiti heilbrigðisþjónustu í rýmum á Níunni hafi tilskilin leyfi fyrir stafseminni, svo sem starfsleyfi fyrir húsnæðinu og staðfestingu fyrir rekstri um heilbigðisstarfsemi.

Ráðið leggur til að kannaðir verði möguleiki á stækkun samverurýma og gerð verði áætlun um viðhald og endurbætur á húsnæðinu.

Óskað eftir frekara samráði og samtali við bæjarfulltrúa er varðar framtíðarsýn og þarfir eldri borgara bæði er varðar húsnæðið á Níunni og áform um hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn.
2. 2510083 - Leiguíbúðir á Níunni - matskerfi
Farið var yfir matskerfi er varðar úthlutun á félagslegum íbúðum fyrir aldraða á Níunni.
Öldungaráð fór yfir reglur og matskerfi er varðar úthlutun á íbúðum á Níunni og var ákveðið að óska eftir endurskoðun á matsreglunum til fagteymis húsnæðismála Ölfuss.
3. 2510084 - Lýðheilsa eldri borgara - geðheilbrigði o.fl.
Umræða um lýðheilsu eldri borgara með sérstakri áherslu á geðheilbrigði.

Fjallað um helstu áskoranir og tækifæri sem tengjast geðheilbrigði á efri árum, auk þess sem rætt var um forvarnir, stuðningsúrræði og mikilvægi samvinnu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Einnig var farið yfir þau úrræði sem þegar eru í boði í Ölfusi og kynningu á þeim til íbúa.

Félag eldri borgara er með öflugt félagsstarf þar sem stór hópur fólks eru virkir þátttakendur.

Sveitarfélagið Ölfus er með samstarfssamning við Sjúkraþjálfunina Færni um að öllum íbúum 60 ára og eldri og öryrkjum er boðið uppá ókeypis líkamsþjálfun þar sem markmiðið er að byggja upp og bæta líkamlega og andlega heilsu.

Öldungaráð leggur til að farið verði af stað með samveruverkefni í samstarfi við velferðarþjónustu og menningarstofnanir í Ölfusi til að kynna og efla þátttöku eldri borgara í samfélaginu. Verkefnið er hluti af heilsueflandi samfélagi og miðar að því að efla geðheilbrigði, draga úr félagslegri einangrun og skapa vettvang fyrir gleði, virkni og samveru.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?