| |
| 1. 2510081 - Aðstöðumál á Níunni - heilbrigðisþjónusta o.fl. | |
Öldungaráð leggur áherslu á að þeir aðilar sem veiti heilbrigðisþjónustu í rýmum á Níunni hafi tilskilin leyfi fyrir stafseminni, svo sem starfsleyfi fyrir húsnæðinu og staðfestingu fyrir rekstri um heilbigðisstarfsemi.
Ráðið leggur til að kannaðir verði möguleiki á stækkun samverurýma og gerð verði áætlun um viðhald og endurbætur á húsnæðinu.
Óskað eftir frekara samráði og samtali við bæjarfulltrúa er varðar framtíðarsýn og þarfir eldri borgara bæði er varðar húsnæðið á Níunni og áform um hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn. | | |
|
| 2. 2510083 - Leiguíbúðir á Níunni - matskerfi | |
| Öldungaráð fór yfir reglur og matskerfi er varðar úthlutun á íbúðum á Níunni og var ákveðið að óska eftir endurskoðun á matsreglunum til fagteymis húsnæðismála Ölfuss. | | |
|
| 3. 2510084 - Lýðheilsa eldri borgara - geðheilbrigði o.fl. | |
| Öldungaráð leggur til að farið verði af stað með samveruverkefni í samstarfi við velferðarþjónustu og menningarstofnanir í Ölfusi til að kynna og efla þátttöku eldri borgara í samfélaginu. Verkefnið er hluti af heilsueflandi samfélagi og miðar að því að efla geðheilbrigði, draga úr félagslegri einangrun og skapa vettvang fyrir gleði, virkni og samveru. | | |
|