| |
1. 2401027 - Menningarmál umsókn í lista og menningarsjóð 2023 | |
Ása Berglind Hjálmarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Lúðrasveit Þorlákshafnar styrk úr lista- og menningarsjóði upp á 1.000.000. kr.
Samþykkt samhljóða.
Ása Berglind kom aftur inn á fundinn.
| | |
|
2. 2401035 - Boð til bæjarfulltrúa um þátttöku í vinabæjarmóti | |
Bæjarráð beinir erindinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 2311051 - Útboð á vátryggingum Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
4. 2305035 - Fasteignaþróun við Óseyrarbraut | |
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2401045 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga | Lagt fram til kynningar.
| | |
|
6. 2401046 - Umsókn um kaup á fasteign og meðfylgjandi lóð Nesbraut 8 | |
Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið fundarins.
Bæjarráð lýsir sig jákvætt fyrir erindinu og telur ekkert því til fyrirstöðu að selja fasteignina og ráðast í tilgreindar breytingar, með fyrirvara um lögbundið skipulagsferli. Betur fer enda á því að sú starfsemi sem er í eigninni verði flutt í nýja aðstöðu fyrir sorpmóttöku við Norðurbakka 6. Bæjarráð telur þó eftir sem áður mikilvægt að allar eignir sveitarfélagsins séu auglýstar á opinn máta áður en til sölu kemur og felur því starfsmönnum sínum að auglýsa tilgreinda fasteign til sölu.
Samþykkt samhljóða.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Fyrirætlanir málsaðila eru þær að byggja stórt vöruhús og þar með stækka umsvif iðnaðarsvæðisins og færa nær íbúabyggð eldri borgara. Lóðin er á opnu svæði í aðalskipulagi, merkt sem minjasvæði og því þarf að fara í breytingar á aðalskipulagi ef vera á með umrædda starfsemi á lóðinni. Á sama tíma eru lausar lóðir á skipulögðu iðnaðarsvæði sem er í mikilli nálægð við fiskeldin sem munu nýta þá afurð sem á að sýsla með í vöruhúsinu. Það er í alla staði eðlilegra að nýta þær lóðir heldur en að færa iðnaðarsvæðið enn nær íbúabyggð með tilheyrandi breytingum á aðalskipulagi.
| | |
|