Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 21

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.05.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sveinn Júlían Sveinsson áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Fundur fjölskyldu og fræðslunefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.


Dagskrá: 
Mál til kynningar
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri fór yfir fjölbreytt starf grunnskólans undanfarnar vikur. Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í gær, 14. maí, hjá 7.bekk. Einnig fór Litla upplestrarkeppnin fram hjá nemendum okkar í 4.bekk.
Öflugt lið á vegum skólans tók þátt í Skólahreysti 17. apríl sl. og var góð stemning í kringum keppnina, enda nánast allir nemendur í unglingadeild sem fylgdu liðinu og studdu. Nemendur okkar tóku þátt í umhverfisátaki í tengslum við stóra plokkdaginn 28. apríl sl.
Stjórn Foreldrafélagsins var endurnýjuð á aðalfundi félagsins 17. apríl sl. Það hefur verið gaman að fylgjast með virku starfi á vegum félagsins í vetur.
Starfsmannasamtöl lofuðu góðu og uppskárum við stöðugleika í starfsmannahaldi þar sem fáir starfsmenn hafa hugsað sér til hreyfings. Niðurstöður starfsmannakönnunar voru ágætar.
Framundan eru vorferðir bekkja, þemadagarnir Þorpið fara fram í næstu viku en flesta nemendur hlakka til þeirra daga og ekki síst að fá bæjarbúa í heimsókn. Uppbygging aðstöðu fyrir Fab lab er vel á veg komin. Vonir standa til þess að efla list- og verkgreinakennslu með tilkomu þrívíddarprentara, vínilskera og taupressu.

Skólaslitin fara fram fimmtudaginn 6. júní nk.

Nefndin þakkar fyrir kynninguna.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra
Leikskólastjóri sagði frá verkefnum leikskólans en í síðustu viku var tekið á móti 8 nýjum börnum í leikskólann, þannig að nú eru 143 börn í leikskólanum. Það er engin biðlisti sem stendur.
Leikskólinn er þátttakandi í rannsókn á vegum Háskóla Íslands sem felur í sér að staðla og finna viðmið fyrir skimuprófið LANIS um framburðarfærni og málþroska barna. Markmiðið með LANIS er að bera kennsl á börn um þriggja ára aldurinn sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig og læra tungumál.
Elsti árgangur leikskólans fór í útskriftarferð í Hveragerði. Þau heimsóttu Garðyrkjuskólann að Reykjum og fengu leiðsögn um skólann og starfsemi hans.
Mánudaginn 13. maí er skilafundur á milli skólastiganna, á þessum fundi fara gögn til grunnskólans frá leikskólanum er varðar þau börn sem eru að fara í grunnskólann. Þennan fund sitja stjórnendur, sérkennslustjórar, kjarnastýra og kennarar fyrsta bekkjar.
Elstu börnin fara í vorskólann 14. og 15. maí.Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2403046 - Skóladagatal 2024-2025
Leikskóladagatal Bergheima skólaárið 2024-2025 lagt fram til kynningar og samþykktar.

Það á eftir að dagsetja foreldrafundi sem verða á komandi hausti en þeir verða kynntir á heimasíðu skólans um leið og ákvörðun hefur verið tekin. Það hafa ekki borist neinar athugasemdir frá foreldraráði leikskólans um skóladagatalið.

Nefndin þakkar kynninguna og samþykkir leikskóladagtal skólaárið 2024-2025 með fyrirvara um að foreldradagarnir verði dagsettir í haust.
4. 2405151 - Fáliðunaráætlun Leikskólans Bergheima
Viðbragsáætlun vegna fáliðunar lögð fram til kynningar.

Fáliðun í leikskólanum telst vera til staðar þegar of fáir starfsmenn eru við vinnu miðaðvið fjölda barna hverju sinni í skólanum. Miðað er við að barngildi á hvern starfsmann fari ekki yfir viðmið meðan unnið er eftir skipulagðri dagskrá samkvæmt stundaskrá leikskólans.

Nefndin þakkar kynninguna.
5. 2404136 - Eldhugaverkefni
Eldhugaverkefni - Verkfærakista Þorgríms Þráinssonar lögð fram til kynningar.


Nefndin þakkar kynninguna og var ákveðið að deila Eldhugaverkefninu, verkfærakistu Þorgríms með starfsfólki skólanna. Skólastjórnendur sjá um að kynna verkefnið fyrir sínu starfsfólki.
6. 2404137 - Upplýsingar um starfsemi leik og grunnskóla ásamt frístundastarfi barna í Grindavík
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur á síðustu dögum verið að taka ýmsar stórar ákvarðanir sem snúa að rekstri og þjónustu sveitarfélagsins m.a. varðandi málefni leik- og grunnskóla. Meðal ákvarðana sem teknar hafa verið er að ekkert skólastarf verður í Grindavík næsta skólaár. Þess í stað er lögð áhersla á að börn sæki skóla sem næst sínu heimili. Foreldrar og forráðamenn þurfa því að sækja um skólavist fyrir börn sín í sínu nær-samfélagi þar sem þau munu búa. Með ákvörðunum sínum vill bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barna og minnka álag á fjölskyldur.
Nefndin þakkar kynninguna og óskar Grindvíkingum alls hins besta í framtíðinni. Við í Ölfusi höldum áfram að taka vel á móti þeim Grindvíkingum sem hér vilja búa og sækja skóla í Ölfusi.
7. 2405148 - Yfirlit úthlutunar úr endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024
Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2024. Alls bárust umsóknir um styrki til 253 verkefna frá 100 umsækjendum upp á rúmlega 200 milljónir króna, sem er töluverð fjölgun umsókna frá því í fyrra. Ákveðið var að veita styrki til 250 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða rúmlega 71,5 milljónum króna.

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hlaut styrk kr. 200.000 í verkefni sem tengist innleiðingu þátta úr jákvæðri sálfræði, núvitund og samkennd.

Nefndin þakkar kynninguna og fagnar styrkveitingunni til grunnskólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?