Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 318

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
25.05.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207006 - DSK Hveradalir
Skipulagsstofnun kom með nokkrar athugasemdir við yfirferð á deiliskipulagi Hveradala. Skipulagshöfundur hefur nú komið til móts við þær og fylgir uppfærð tillaga með þessum dagskrárlið. Helstu athugasemdir Skipulagsstofnunar voru þessar:

-Skipulagsmörk samræmast ekki mörkum vatnsverndarsvæðis en þeim hafði verið breytt með breytingu á eldra aðalskipulagi. Skipulagshöfundum nýs aðalskipulags hefur yfirsést þessi breyting þannig að hún var ekki færð inn í nýtt aðalskipulag eins og eðlilegt hefði verið. Fyrir fundinum liggur dagskrárliður um breytingu á aðalskipulagi, þar sem þessi mistök eru leiðrétt með óverulegri breytingu.
-Að betur sé gerð grein fyrir mannvirkjum sem fyrir eru innan hvers byggingarreits, notkun þeirra, nýtingu og fleira. Einnig hve mörg mannvirki megi vera innan hvers reits. Reitir 06, 08 og 09 eru tilgreindir sértaklega og fjalla betur um skíðalyftur og skíðaleiðir.
-Að fjallað skuli betur um klifurgarð og Ziplínu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11
Lögð er fram deiliskipulagstillaga að nýju hverfi vestan byggðar og norðan Selvogsbrautar í Þorlákshöfn. Tillagan hefur áður verið kynnt fyrir nefndinni.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Ég fagna því hvernig lagt er upp með fjölbreytt húsnæði í blandaðri byggð og hugsað er um græn svæði, göngustíga og viðmið um gróður í þessu deiliskipulagi.
En ég myndi vilja sjá skýrari fagurfræðileg viðmið þegar kemur að fjölbýlishúsum og fjórbýlum. Í deiliskipulaginu segir meðal annars um fjölbýli og fjórbýli að hönnun húsa og þakgerð er frjáls og að a.m.k. eitt uppbrot skal vera í langhlið húsa, t.d. innskot við innganga.
Þarna þykir mér gefinn afsláttur af því að hugsa um heildarsvip og fegurð bæjarins til framtíðar.
Þróun íbúabyggða víða um land þar sem byggingahraðinn er mikill er að mínu mati sorglegur þar sem ódýr byggingarstíll sem minnir helst á vöruhús eða verksmiðjur trompar áherslur um nærandi og fallegt umhverfi þar sem fólk á að búa og ekki síst lifa og njóta sín.

Ég legg til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að endurskoða deiliskipulagið með fagurfræðilegum sjónarmiðum að leiðarljósi, sérstaklega þegar kemur að fjölbýlishúsum og fjórbýlum.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Tillaga Ásu Berglindar sett í atkvæðagreiðslu, fulltrúi H-lista greiddi atkvæði með tillögunni, fulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti og fulltrúar B-lista sátu hjá.

Niðurstaða nefndarinnar borin undir fundinn og staðfest með 6 atkvæðum, fulltrúi H-lista sat hjá.
3. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Á síðasta fundi nefndarinnar í apríl var máli þar sem fjallað var um auglýsingu skipulagslýsingar fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli frestað.
Á fyrri fundi marsmánaðar var samþykkt skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Litla-Sandfell vegna námavinnslu til auglýsingar.

Þar sem gerð var breyting á henni kom hún aftur til umfjöllunar á síðasta fundi nefndarinnar og var málinu frestað sem fyrr sagði.

Í gildandi aðalskipulagi er mestur hluti Litla-Sandfells skilgreindur sem námasvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að allt fellið verði innan stækkaðs námasvæðis. Gerð hefur verið sú breyting að nú gert er ráð fyrir byggingu/skemmu á vinnslusvæðinu fyrir námavinnslutæki og nánar er fjallað um meðhöndlun spilliefna. Í fylgiskjali er skjal þar sem sjá má breytingarnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Jafnframt verði landeigendur upplýstir um málið og séð verði til þess að allar byggingar á svæðinu verði fjarlægðar við lokafrágang.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Hér eru 6 staðreyndir teknar úr þessum breytingum sem þið viljið gera á aðal- og deiliskipulagi 2020-2036 um Litla-Sandfell:
1. Það á að moka í burtu heilu fjalli á 30 árum, samtal 18 milj. rúmmetra.
2. Það er verið að auka efnistöku um 80% frá fyrra skipulagi, úr 10 milj. rúmmetra yfir í 18 milj.
3. Efnistökusvæðið er innan fjarsvæðis vatnsverndar, sem þýðir að það er á vatnasvæði vatnsbólsins. Vinnslan og stærstur hluti efnisflutninga er á vatnsverndarsvæði.
4. Í 2.mgr. kafla 4.2.5 um varnir gegn mengun vatns kemur fram að innan grann- og fjarsvæðis vatnsverndar sé óheimilt að geyma til lengri tíma efni, s.s. olíur, sem kann að valda grunnvatnsmengun. Efni sem talin eru upp í II. flokki eru m.a. olía, bensín og skyld efni.
5. Aukin umferð farartækja s.s. þungaflutningabíla hefur ávallt áhrif á umferðaöryggi og á viðhald vega.
6. Og hér er líka lagt til að tekin verði út setning sem er í núverandi Aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036: Að stuðla skal að verndun lít raskaðra landsvæða og óbyggðra víðerna.

Allar áætlanir sem hér er talað um eru í tengslum við fyrirætlanir Heidelberg Cement, verkefnis sem mikill ágreiningur er um hér Sveitarfélaginu Ölfusi og víðar á landinu. Þessar breytingar væru ekki til umræðu ef ekki væri fyrir stórfelldar hugmyndir þeirra um námuvinnslu í sveitarfélaginu. Því spyr ég og bið oddvita meirihlutans og forseta bæjarstjórnar, Gest Þór Kristjánsson að svara:

Hvers vegna er ekki beðið með þessa breytingu á skipulaginu þar til niðurstaða liggur fyrir um íbúakosningu sem búið er að lofa að fari fram um verkefnið?

Gestur Þór Kristjánsson og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar borin undir fundinn og hún staðfest með 6 atkvæðum D og B-lista. Fulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2304009F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 39
Fundargerð 39.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 02.05.2023 til staðfestingar.

1. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
2. 2303020 - Starf hafnarstjóra auglýst
3. 2209001 - Svartaskersbryggja endurbygging þekju


Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
5. 2305001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 50
Fundargerð 50.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.05.2023 til staðfestingar.

1. 2305009 - Tæknilýsing fyrir nýjar íbúðarlóðir í dreifbýli
2. 2305007 - Stækkun lóðar ráðhúss Ölfuss
3. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2207006 - DSK Hveradalir. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2202040 - DSK Hjarðarból svæði 3 og 4
6. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag.Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2103042 - ASK og DSK Þórustaðanáma
8. 2304031 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting 2
9. 2305005 - Kolviðarhólslína 1 - endurnýjun - umsókn um framkvæmdaleyfi
10. 2305001 - Vatnsendahvarf - Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar og nýtt deiliskipulag

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

6. 2305002F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 9
Fundargerð 9.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 10.05.2023 til staðfestingar.

1. 2304049 - Útistofa við Bergheima
2. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
3. 2302054 - Skýrsla skólastjórnenda grunnskólinn
4. 2305008 - Kynning frá Samtökum 78
5. 2305010 - Kynning frá Samtökum 22
6. 2304003 - Samkomulag vegna bakvakta barnaverndar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls undir lið 5.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
7. 2305004F - Bæjarráð Ölfuss - 396
Fundargerð 396.fundar bæjarráðs frá 16.05.2023 til staðfestingar.

1. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar
2. 2304049 - Útistofa við Bergheima
3. 2305023 - Boðun verkfalls - félagsmenn FOSS
4. 2208043 - Vindorka - samráðsferli um nýtingu vindorku
5. 2305016 - Leigusamningur um afnotaréttindi
6. 2305019 - Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023

Fundargerðin tekin fyrir að undanskildum lið 2 og var niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi undir afgreiðslu á lið 2 og tók Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir við fundarstjórn.

Liður 2 borinn undir fundinn og var niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Gestur Þór Kristjánsson kom aftur inn á fundinn.
Fundargerðir til kynningar
8. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 595.fundar stjórnar SASS frá 05.05.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
9. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 63.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 11.05.2023 og 64.fundi frá 16.05.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
10. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 206.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 09.05.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 55.fundar stjórnar Bergrisans frá 18.04.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 926.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?