Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 285

Haldinn í fjarfundi,
30.11.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2010010 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2021
Fyrir bæjarstjórn lágu gjaldskrár Þorlákshafnar fyrir árið 2021 og gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2021. Í samræmi við lífskjarasamninga eru almennar gjaldskrár eingöngu hækkaðar um 2,5%.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrárnar til fyrri umræðu. Bæjarstjórn felur framkvæmda- og hafnarnefnd að taka gjaldskrá hafnarinnar til umræðu á næsta fundi sínum áður en gjaldskráin fær endanlega staðfestingu bæjarstjórnar.
2. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024.
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhagsáætlun áranna 2021 til 2024.

Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2021 verði kr.3.061.700 þús. og rekstrargjöld kr.2.869.120 þús. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði kr.67.310 þús. og afskriftir kr.116.073 þús. Rekstrarniðurstaða verði því jákvæð sem nemur kr.9.197 þús.

Ráðgert er að rekstrartekjur samstæðu verði kr. 3.549.350 þús. og rekstrargjöld kr.3.119.408 þús. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði 96.486 þús. kr. og afskriftir kr.201.378 þús. Þannig verði rekstarniðurstaða jákvæð sem nemur 132.078 þús. kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er ráðgert að veltufé samstæðu frá rekstri árið 2021 verði 408.913 þús. kr. og að fjárfesting nemi 602.950 þús. kr. Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður fyrir 190.747 þús. kr. en samhliða verði tekin ný lán að upphæð 280 milljónir króna.

Á komandi ári eru all verulegar fjárfestingar fyrirhugaðar. Þannig eru áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs 268 milljónir, fjárfestingar hafnarinnar 241 milljón, vatnsveitu 28 milljónir, íbúða aldraðra 47 milljónir og fráveitu 20 milljónir. Samtals er þar um ræða fjárfestingar upp á 603 milljónir.

Fyrirhugað er að rekstrarniðurstaða samstæðu verði 202 milljónir árið 2022, 223 milljónir árið 2023 og 256 milljónir árið 2024. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að rekstrarniðurstaða a-hluta verði 90 milljónir árið 2022, 122 milljónir árið 2023 og 158 milljónir árið 2024.


Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu með þeim fyrirvara að leiðréttar verði innrifærslur sem eru rangar í útsendum gögnum.
3. 2011021 - Hlutdeildarlán-skipulagsmál í Ölfusi
Erindi frá Erni Karlssyni þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórn skoði hvort rétt sé að taka lítinn hluta annars áfanga íbúðabyggðarinnar í Gljúfurárholti undir klasa húsa sem uppfylla skilyrðin um hin nýju hlutdeildarlán.
Bæjarstjórn þakkar erindið en telur ekki að svo stöddu að ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi í Gljúfurárholti. Að öðru leyti er skipulagsmálum í Gljúfurárholti vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
4. 2011031 - Bolaölduvirkjun
Fyrir bæjarstjórn lá afrit af verkefnalýsingu til verkefnastjórnar rammáætlunar #4 vegna þess valkostar að reisa jarðvarmavirkjun í þjóðlendu við Bolaöldu á Hellisheiði. Um er að ræða samstarf Reykjavík Geothermal og Sveitarfélagsins Ölfuss.

Til grundvallar umsókninni liggur það markmið að virkja háhitakerfi við Bolaöldu. Fyrirhuguð virkjun gerir ráð fyrir allt að 100 MWe (MWh) uppsettu afli (max.). Miðað við 93% uppitíma, yrði orkuframleiðslan 814,7 GWh /ári. Áætlaður nýtingartími yrði 8.147 klst./ári miðað við ofangreindan uppitíma.

Fram kemur að í Bolaölduvirkjun er gert ráð fyrir að eitt stöðvarhús verði byggt undir tvær túrbínur. Fyrirmynd slíkrar virkjunar eru nýjustu jarðhitaorkuver sem byggð hafa verið á Íslandi, Þeistareykir hjá Landsvirkjun og Hellisheiði 2 (Sleggjan) hjá ON. Báðar þessar virkjanir eru gerðar fyrir 2 túrbínur, 90 MW hvor virkjun.

Virkjunin þarf á töluverðu vatni að halda bæði til almennrar notkunar, fyrir starfsfólk og á slökkvikerfi virkjunarinnar, en aðallega sem kælivatn í eimsvala og ýmsa kæla vélasamstæðanna.

Í fyrirliggjandi drögum er afar skýrt kveðið á um að forsenda aulindanýtingar á svæðinu sé að Sveitarfélagið Ölfus og íbúar þess njóti góðs af nýtingu auðlinda í sveitarfélaginu og að samfélagið og umhverfið njóti hags af nýtingu auðlinda í lögsögu sveitarfélagsins.

Þá kemur einnig skýrt fram að samstarf og samráð við Sveitarfélagið Ölfus mun hafa forgang. Með það í huga verður stefnt á heitavatns framleiðslu og lagningu (400 mm) heitavatnslagnar um 20 km vegalengd frá virkjun til Þorlákshafnar. Lagnaleið verður unnin í samstarfi við sveitarfélagið og kemur til greina að hafa hana neðanjarðar (sem og 132 kV rafmagnsstreng).

Hvað varðar rafmagnsframleiðslu kemur vel til greina að leggja háspennulínu frá virkjun til Þorlákshafnar, nema lög kveði á um annað.

Lagt er til að samþykkt verði drög að verkefnalýsingu og að bæjarstjórn lýsi sig viljuga til áframhaldandi samstarfs um gerð jarðvarmavirkjunar á svæðinu á þeim forsendum sem lýst er. Bæjarstjórn felur skipulags- og umhverfisnefnd að fjalla um staðsetningu stöðvarhúss og kostamat það sem lagt er fram í verkefnalýsingunni.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Guðmundur Oddgeirsson O-lista greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun:

Umrætt virkjunarsvæði er meira og minna í þjóðlendu, að þjóðlendunni ligga svo eignarafréttir. Þjóðlendur eru á hendi forsætisráðherra sem einn getur veitt leyfi til framkvæmda. „Ef um er að ræða nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, námu og önnur jarðefni innan þjóðlendu þarf leyfi forsætisráðherra nema að mælst sé fyrir um annað í lögum“.
Á umræddu svæði hefur jarðrask verið bannað. Á svæðinu eru eldborgir/gígar og mikilfenglegar hrauntraðir enda er uppruni Svínahrauns þarna. Ég er á móti því að þessu svæði verið raskað.

5. 2011038 - Uppskipting á landi í Hveradölum
Hveradalir ehf. óska eftir afstöðu bæjarstjórnar og skipulags- og byggingarsviðs Ölfus til landskipta á lóð Skíðaskálans í Hveradölum.

Eftir skiptin verður fyrirhuguð baðlónsuppbygging (sem nú er í umhverfismati) á sér lóð og Skíðaskálinn með þeirri uppbyggingu á annarri.

Bæjarstjórn sér ekki meinbugi á því að heimila tilgreinda uppskiptingu en óskar eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar hvað frekari framvindu varðar.
6. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Deiliskipulag Götu í Selvogi kemur nú enn einu sinni fyrir bæjarstjórn. Skipulagsstofnun gerði fleiri athugasemdir eftir síðustu lagfæringar og vill nú að skipulagsmörk verði færð þannig að ný borhola sé innan skipulagssvæðisins, auk ýmissa smáleiðréttinga, eins og að samræma merkingar á mælikvarða og fleira sbr. uppdrátt í viðhengi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin vísar málinu til bæjarstjórnar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

Niðurstaða nefndar samþykkt.
7. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg
Skipulagshöfundar hafa endurbætt skipulagslýsinguna eftir samráðsfund sem haldinn var nýlega. Nú hefur skipulagssvæðið verið stækkað til vesturs og norðurs og fært fjær jaðrinum.

Helstu breytingar eru: Búið er að skipta út öllum kortum og setja inn nýja afmörkun. Reiturinn er orðinn 11 ha. 70 metra belti lýst á þremur stöðum, í kafla um deiliskipulagið, gildandi aðalskipulag og staðarval. Eins hefur skipulagsnefnd fjallað um málið á tveimur fundum auk samráðsfundar og farið í gegnum textann.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að vinna tillöguna áfram á næstu dögum og tillagan verði í framhaldi lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund til samþykktar. Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 1. málsgrein 30. og 40. greinar skipulagslaga nr.123/2010 msbr.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
8. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27
Skipulagsstofnun hafði deiliskipulagstillöguna til lokayfirferðar í haust og gerði nokkrar athugasemdir við hana og kom með ábendingar. Voru eftirfarandi breytingar gerðar:
-Skilmálar í kafla 3 gerðir skýrari hvað varðar umfang og ásýnd mannvirkja.
-Sett heimild fyrir umfangi mannvirkja á einstökum reitum.
-Gerð grein fyrir þeim mannvirkjum sem þegar hafa risið á lóðinni og þeim breytingum sem á þeim eru heimilaðar.
-Nánari skilmálar settir um lóðafrágang eins og girðingar, stíga og mögulegar kvaðir vegna veitulagna.
-Gerð grein fyrir útfærslu útrásar.
-Borholum fjölgað úr 11 í 30 á uppdrætti til samræmis við greinargerð.
-Gerð grein fyrir athugasemdum íbúa og annarra hagsmunaaðila sem engar voru.
-Upplýsingar um stöðu umhverfismats uppfært þar sem umsögn Skipulagsstofnunnar um umhverfismatið liggur nú fyrir.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu um gildistöku skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
9. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við deiliskipulag Fiskalóns við Þorlákshafnarveg svo auglýsa þarf tillöguna aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna aftur í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2011003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 18
Fundargerð 18.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 16.11.2020.
1. 2011012 - Umsókn um lóð - Þurárhraun 25. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2011011 - Umsókn um lóð - Pálsbúð 24. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2010030 - Kambastaðir 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2011010 - Laut 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2005035 - Lind 0 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2010040 - Fiskalón 171701 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2011027 - Víkursandur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2010007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 13
Fundargerð 13.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.11.2020.
1. 1911030 - DSK Gata í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2011016 - Nesbraut 23, 25 og 27 Ísþór - sameining lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2010041 - DSK fyrirspurn um hækkun á bílskúr um 50 sentimetra. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2011013 - Umsókn um niðurdælingarhús fyrir Carbfix ohf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2011005 - Fyrirspurn um byggingu geymslu, vinnustofu og baðhúss á lóð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2011015 - Unubakki 50 - Sameining lóða og tilfærsla á byggingarreit. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2011014 - Nýtt geymslusvæði fyrir gáma. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2011017 - Nafnabreyting T-bær verður Suða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2011019 - Umsókn um leyfi til að bora - Lækur II - Lóð 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2011003 - Umsókn um hænsnahald Kléberg 13. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 1506099 - Umhverfisstefna fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2011001 - Beiðni um umsögn um aðalskipulagsbreytingu Árborgar - Austurbyggð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2011018 - Beiðni um umsögn um háspennulínur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2011003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 18. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2010006F - Bæjarráð Ölfuss - 338
Fundargerð 338.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 05.11.2020.
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

3. 2011004 - Viljayfirlýsing. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með 6 atkvæðum. Guðmundur Oddgeirsson O-lista greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun:

Þar sem frekari gögn um væntanlega starfsemi hafa ekki verið lögð fram fyrir þennan bæjarstjórnarfund greiði ég ekki atkvæði með þessari viljayfirlýsingu. Fyrirhugað er að vera með umfangsmikla jarðefnavinnslu, mylja á um 2 milljónir tonna á ári af grjóti og möl á svæði sem er bæði nærri matvælavinnslu og íbúðabyggð. Í viljayfirlýsingunni er rætt um lokað kerfi fyrir vinnsluna en tekið fram að lágmarka eigi ryk- og hljóðmengun. Íbúar Þorlákshafnar eru illa brenndir á skilgreiningunni „lágmarka eigi...“. Áður en svona víðtæk viljayfirlýsing er undirrituð þarf að fara fram ítarleg umræða um hvers konar iðnað við viljum hafa á hafnarsvæðinu.

Jón Páll Kristófersson og Þrúður Sigurðardóttir O-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við tökum undir margt sem kemur fram í bókun Guðmundar Oddgeirssonar en samþykkjum viljayfirlýsinguna enda teljum við ekki verið að skuldbinda sveitarfélagið á neinn hátt á þessum tímapunkti.

4. 2010018 - Endurnýjun girðingar í Selvogi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2010019 - Ósk um viðbótar kennslukvóta skólaárið 2020-2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2010036 - Ósk um styrk-Blái herinn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2010031 - Ágóðahlutagreiðsla 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2010037 - Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest að öðru leyti.
13. 2011001F - Bæjarráð Ölfuss - 339
Fundargerð 339.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 19.11.2020.
1. 2011009 - Markaðsstofa Suðurlands - ósk um endurnýjun á samstarfssamningi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2011002 - Lista- og menningarsjóður Ölfuss úthlutun 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 1805021 - Lögreglan Löggæslumyndavélar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2011008 - Árshátíð Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1602040 - Leiguverð íbúða á Egilsbraut 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2011022 - Beiðni um fjárstuðning. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2011006 - Reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki skólaárið 2020-2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2011020 - Aðalfundur Bergrisans 2020. Til kynningar.
9. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2011004F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 41
Fundargerð fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 18.11.2020.
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
3. 1908043 - Leikskólinn Bergheimar, Breyting starfsdaga. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
15. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 890.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.10.2020 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16. 1812018 - Þorláksskógar.
Fundargerð 9.fundar verkefnistjórar Þorláksskóga frá 15.10.2020 og skýrsla um vinnu við Þorláksskóga til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
17. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerðir 563.fundar stjórnar SASS frá 28.10.2020 og 564.fundar frá 06.11.2020 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
18. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð 6.fundar Almannavarnanefndar Árnessýslu frá 06.11.2020 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar
Fundargerðir stýrihóps
Lagt fram til kynningar.
Mál til kynningar
20. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 05.11.2020 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 2011032 - Hvatning til sveitarstjórnarfólks
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?