Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 106

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.01.2026 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Sviðsstjóri Skipulags- og lögfræðisviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2601001 - Húsnæðisáætlun Ölfuss 2026
Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfus 2026 er lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Lagt fram
2. 2504075 - Þorlákshafnarlína 2 ASKbr
Umsagnarferli tillögunnar er lokið. Engar umsagnir krefjast breytinga á tillögunni, en tekið er tillit til ábendinga eftir því sem við á í framkvæmdum. Aðalskipulagsbreytingin er lögð fram óbreytt.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin tekur undir mikilvægi samráðs við Veitur varðandi legu strengs og að þveranir hitaveitulagna verði hannaðar þannig að ekki þurfi að raska rekstri þeirra.

Varðandi ábendingar Náttúruverndarstofnunar er tekið fram að nýr jarðstrengur er að mestu lagður meðfram stofnvegum og á þegar röskuðum svæðum. Leitast hefur verið við að velja legu sem hefur sem minnst áhrif á viðkvæmar vistgerðir og fuglalíf, og er settur inn skilmáli um að framkvæmdir fari utan varptíma fugla þar sem það á við. Einnig hefur verið metið að ekki sé þörf á frekari rökstuðningi vegna hrauna og verndarsvæða í ljósi núverandi landnotkunar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
3. 2601075 - Þorlákshafnarvegur deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Þorlákshafnarveg milli Hveragerðis og að gatnamótum Þrengslavegs. Í skipulaginu felst að fækka þarf vegtengingum á veginum og leggja hliðarvegi þar sem það á við. Í skipulaginu er einnig gert ráð fyrir að lagður sé göngu/hjólastígur norðan megin við veginn.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2601076 - Grásteinn - fjölgun íbúðalóða og stækkun skipulagssvæðis - DSKbr
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting á landi Grásteins. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað í átt að Varmá og 12 íbúðalóðum bætt við svæðið.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK
Skipulagið var auglýst og bárust umsagnir frá 4 aðilum. Gerðar voru lagfæringar í greinargerð til að bregðast við athugasemdum HSL og einnig var gerð breyting á uppdrætti til að bregðast við athugasemdum nágranna. Einnig er lögð fram greinargerð frá landeiganda sem svarar athugasemdum nágranna.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24
Deiliskipulagsbreytingin hefur lokið umsagnarferli. Vegagerð gerðu athugasemd við vegtengingu skipulagsins en eftir fund sem þau áttu með landeiganda var athugasemdin dregin til baka. Engar athugasemdir voru því gerðar við skipulagið og er það lagt frá í óbreyttri mynd.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2601079 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Þorlákshafnarvegur-Þrengslavegur
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til að ráðast í lagfæringar á Þorlákshafnarvegi, frá vegamótum Þrengslavegar að Læk. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist vorið 2026.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin fagnar framkvæmdinni enda lagfæringar á veginum orðnar vel tímabærar. Framkvæmdaleyfi veitt.
8. 2511028 - Egilsbraut 9 DSKbr. - Lóð fyrir hjúkrunarheimili
-Endurkoma eftir umsagnaferli
4 umsagnir bárust á auglýsingatíma sem kalla ekki á breytingar á skipulaginu og er það því lagt fram í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2504076 - Hafnarsvæði H3 og samfélagsþjónustusvæði S4 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Umsagnir bárust frá 4 aðilum. Vegagerð, HSL og Náttúruverndarstofnun gerðu athugasemdir sem þarf að bregðast við áður en framkvæmdir hefjast á skipulagssvæðinu. Athugasemdir kalla þó ekki á að gerðar séu breytingar á skipulaginu og er það því lagt fram að nýju í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2601080 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - vinnsluholur á borsvæði B6 í Hverahlíð
ON sækja um framkvæmdaleyfi til borunar 4 vinnsluborhola á borsvæði B6 í Hverahlíð. Til stendur að bora holurnar á næstu 3 árum. Framkvæmdaleyfið er í samræmi við deiliskipulag Hverahlíðarvirkjunnar, eftir breytingar á skipulaginu sem voru staðfestar í nóvember 2025.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.
11. 2601040 - Merkjalýsing - Uppskipting lóðar - Laxabraut 43
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeigna - Laxabraut 43. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofna á lóð Laxabraut 43 úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822), sem er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar um það sem því nemur. Laxabraut 43 er 102.901.1 m2. Lóðarhafar þurfa að verja suðurmörk lóðar fyrir ágangi sjávar með grjótvörn. Grjótvörn getur verið utan lóðar en þá þarf samþykki sveitarfélags fyrir framkvæmdinni. Ekki er heimilt að hindra gönguleið meðfram ströndinni.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?