Fundargerðir

Til bakaPrenta
Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 54

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.09.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309047 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kolviðarhóll lóð 1 - Flokkur 1
Sverrir Ágústsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir stækkun á núverandi stöðvarhús um 30m til norður og verður ný viðbygging mhl.36 á lóðinni. Eins er verið að gera minniháttar breytingar innanhús á 1. og 2.hæð í miðbyggingu. samkvæmt uppdráttum frá T.ark arkitektar. dags. 03.09.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
2. 2307029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 19-21-23 - Flokkur 2
Bent Larsen Fróðason f/h lóðarhafa BF-verk ehf sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 06.09.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
3. 2309048 - Umsókn um stöðuleyfi
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir léttu gróðurskýli við hús sitt. Um er að ræða 50 m2 gróðurskýli, plastdúk festan á járnstangir.
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?