Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 306

Haldinn Verið - fundarsalur Ölfus Cluster,
22.09.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Forseti óskaði eftir að fá að taka inn með afbrigðum fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.09.2022 og mál frá þeim fundi sem þarf að afgreiða sérstaklega. Það eru mál nr.2208001, 2111026, 2209021.

Samþykkt samhljóða.

Guðlaug Einarsdóttir varabæjarfulltrúi D-lista var sérstaklega boðin velkomin á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2207036 - Viljayfirlýsing vegna lóðar
Fyrir bæjarstjórn lá viljayfirlýsing milli North Ventures og Sveitarfélagsins Ölfuss til kynningar.

Með viljayfirlýsingunni er mótað samstarf milli aðilanna um að byggja og reka iðngarð fyrir gagnaver i nágrenni Þorlákshafnar, með það að markmiði að laða þangað stór fyrirtæki á sviði hágæða gagnavera. Er í því samhengi horft til 20 ha. lóðar með möguleika á stækkun.

Í samræmi við áherslur Ölfuss er sérstaklega litið til hringrásarhagkerfis, til dæmis með því að nýta glatvarma til upphitunar fyrir aðra starfsemi eins og fiskeldi og fleira.

Elliði Vignisson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar.
14. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags
Borist hafa athugasemdir Skipulagsstofnunar í kjölfar yfirferðar stofnunarinnar á nýju aðalskipulagi sem auglýst var í vor. Stofnunin hefur fundið ýmis atriði sem bregðast þarf við áður en skipulagið er staðfest. Athugasemdirnar/ábendingarnar eru í 11 liðum og má finna þær í viðhengi. Þar er einnig að finna skjal þar sem breytingar/lagfæringar sem lagt er til að gerðar verði á tillögunni eru auðkenndar með "track changes".

Tæknimenn hjá EFLU vinna að því að breyta skipulagskorti til samræmis í vefsjá og samhæfa gögn.

Afgreiðsla nefndar: Tillögur að lagfæringum sem lagt er til að gerðar verði á tillögunni samþykktar. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og niðurstaða bæjarstjórnar auglýst.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2209021 - Kynning á fjallahjólastígum í Ölfusi kringum Hvergerði
Magne Kvam mætti á fund skipulags- og umhverfisnefndar og kynnti stígagerð sem fyrirtæki hans, Icebike, hefur unnið að uppbyggingu á í Ölfusi við Hveragerði. Magne kom einnig að gerð fjallahjólasvæðis í Þorlákshöfn.
Magne óskar eftir vijayfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna umsóknar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa eða bæjarstjóra verði heimilað að undirrita viljayfirlýsingu sveitarfélagsins fyrir hennar hönd.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2208001 - DSK Gljúfurárholt land 7
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir lóðina Gljúfurárholt land 7 í Ölfusi. Nefndin tók jákvætt í erindi á síðasta fundi um að heimila að unnið verði deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að byggð verði ein hæð með nýrri íbúð ofan á húsið sem fyrir er á lóðinni.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
2. 2209004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 41
Fundargerð 41.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 09.09.2022 lögð fram til kynningar.

1. 2209008 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
2. 2209010 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Kolviðarhóll 1
3. 2209009 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Heinaberg 9
4. 2208011 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 35-37-39
5. 2208010 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 29-31-33
6. 2209007 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Lækur 2C
7. 2209006 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 , Vetrarbraut 9-11

Fundargerðin lögð fram til kynningar
3. 2208007F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 2
Fundargerð 2.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 24.08.2022 til staðfestingar.

1. 1809009 - Fræðslunefnd Erindisbréf og trúnaðaryfirlýsing. Til kynningar.
2. 2208035 - Boð um heimsókn í Sigurhæðir. Til kynningar.
3. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.Til kynningar.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls undir þessum lið.
4. 2007010 - Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
6. 1910057 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Starfsáætlun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2208036 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - sjálfsmatsskýrsla 2021-2022. Til kynningar.
8. 2204009 - Stefna sveitarfélagsins í málefnum eldri borgara. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2204010 - Nýr leikskóli - starfshópur um faglegan og hugmyndafræðilegan undirbúning. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2204012 - Málefni fólks með fötlun - starfshópur um mat á stöðu mála. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2109036 - Skólaakstur dreifbýli Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
4. 2209001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 3
Fundargerð 3.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 07.09.2022 til staðfestingar.

1. 2007010 - Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima
Hrönn Guðmundsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Erla Sif Markúsdóttir tóku til máls.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég geri athugasemd og harma það að fjölskyldu og fræðslunefnd hafi ekki ákveðið að leggja áherslu á að fá fram álit allra foreldra og starfsmanna. T.d. með nafnlausri könnun sem allir foreldrar og starfsmenn hefðu verið hvattir til þess að svara. Aðeins þannig er hægt að fá fram raunhæft viðhorf þeirra sem málið varðar um áframhald á þessum samning.

Erla Sif Markúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Á það er bent í bókun D-lista í fjölskyldu- og fræðslunefnd að öll þau erindi sem borist hafa frá starfsmönnum væru á einn veg. Allir vilja þeir áframhaldandi samstarf við Hjallastefnuna. Á sama máta var það sjónarmið flestra foreldra sem sendu inn athugasemd að mikilvægast sé að stuðla að stöðugleika og ró í starfi leikskólans.
Með vísan til þess tekur meirihluti D-lista af heilum hug undir bókanir fulltrúa sinna í fjölskyldu- og fræðslunefnd. Eitt af megin markmiðum, með áframhaldandi samstarfi við Hjallastefnuna, er einmitt að tryggja að sú sátt og sá stöðugleiki sem nú ríkir fái áfram haldið. Með því stuðlum við að starfi sem tryggir börnum og foreldrum þeirra þjónustu og jákvætt þroskandi umhverfi.


Guðlaug Einarsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihluta D-lista:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Hjallastefnuna um áframhaldandi þjónustu og leggja fullmótaðan samning fyrir bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar

Gestur Þór Kristjánsson
Guðlaug Einarsdóttir
Erla Sif Markúsdóttir
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir

Tillagan lögð fram til atkvæðagreiðslu og samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista. Fulltrúar B og H-lista sátu hjá.


2. 2209004 - Málefni 9-unnar kynning á breytingum á starfsmannahaldi. Til kynningar.
Hrönn Guðmundsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls undir þessum lið.
3. 2208039 - Tillaga um samstarfssamning við Samtökin 78. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
5. 2208008F - Bæjarráð Ölfuss - 381
Fundargerð 381.fundar bæjarráðs frá 01.09.2022 til staðfestingar.

1. 2208040 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026. Til kynningar.
2. 2207038 - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Egilsbrautar 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2208048 - Málefni fatlaðs fólks - erindi frá Byggðaráði Skagafjarðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2208045 - Framkvæmdir við leik- og grunnskóla í Hveragerði 2022. Til kynningar.
5. 2208043 - Vindorka - samráðsferli um nýtingu vindorku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
6. 2209003F - Bæjarráð Ölfuss - 382
Fundargerð 382.fundar bæjarráðs frá 13.09.2022 til staðfestingar.

1. 2209015 - Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks. Til kynningar.
2. 2201039 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
7. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundargerð fjallskilanefndar frá 22.ágúst 2022 til staðfestingar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2208006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 38
1. 2209011 - Kynning á mögulegri uppbyggingu við Raufarhólshelli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2208052 - Skálholtsbraut - lækkun hámarkshraða - þrengingar og bílastæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2209021 - Kynning á fjallahjólastígum í Ölfusi kringum Hvergerði.Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2209020 - Vesturbakki 1 - 3 -5 og 7 Girðingar- og gróðurbelti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags.Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2208001 - DSK Gljúfurárholt land 7.Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2208053 - DSK Mýrarsel - frístundalóðum breytt í einbýlishúsalóðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2209018 - Lækur II lóð C, Umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem óverulegt frávik. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2208019 - Hjólastígar í dreifbýli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2208038 - DSK Þórustaðir 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgengisslóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2209003 - Deiliskipulag í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2209002 - Umsókn - Ljósleiðari í landi Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2208016 - Árblik - erindi um landnotkun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2208050 - Árhólmar í Hvergerði - kynning á breyttu deiliskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2208037 - Loftgæðamælar í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2208033 - Litla Sandfell umsögn um matsskýrslu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2207029 - Umsögn um vetnisstöð á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2208034 - Hverhlíðarlögn - umsögn um matstilkynningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2209012 - Umsögn um deiliskipulag Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2209022 - Sunnuhvoll viðbygging við reiðskemmu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2209004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 41.Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
8. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 585.fundar stjórnar SASS frá 15.08.2022 og 586.fundar frá 02.09.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
9. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 912.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.08.2022 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
10. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 1.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 01.09.2022 og 2.fundar frá 13.09.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Fundargerð 220.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 26.08.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
12. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð aðalfundar Bergrisans frá 30.06.2022 og 42.stjórnarfundi frá 23.08.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 2.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 13.09.2022 og 3.fundar frá 19.09.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?