Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 454

Haldinn í fjarfundi,
20.11.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust. Einnig óskaði formaður eftir því að tekið yrði inn með afbrigðum mál nr. 2511069 og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029
Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2026-2029.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til áframhaldandi úrvinnslu á fjármála- og stjórnsýslusviði fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2. 2208020 - Kotstrandarkirkjugarður viðhald
Erindi frá Kotstrandarkirkju þar sem óskað er eftir stuðningi frá Sveitarfélaginu Ölfusi vegna viðhalds stíga í Kotstrandarkirkjugarði. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið setji bekk í kirkjugarðinn og leggi til starfsmann frá vinnuskóla í umhirðustarf í garðinum næsta sumar.
Bæjarráð samþykkir að vísa því sem snýr að beinum kostnaði í erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Beiðni um sumarstarfsmann er vísað til úrvinnslu hjá umhverfisstjóra fyrir næsta sumar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2511069 - Viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Ölfuss og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna hsf.
Fyrir fundinum lá viljayfirlýsing milli Sveitarfélagsins Ölfuss og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna hsf um úthlutun lóða undir íbúðir fyrir 60 ára og eldri við Sunnubraut. Viljayfirlýsingin er gerð í kjölfar sameiningarviðræðna Húsnæðissamvinnufélagins Elliða og Búmanna hsf.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?