Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 419

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi H-lista boðaði forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir bæjarráði lá árshlutauppgjör fyrir fyrstu 3 mánuði ársins. Fram kemur að skatttekjur hækka um 14% í samanburði við fyrra ár eða úr 722 milljónum í 820 milljónir. Mesta hækkunin er á útsvari sem hækkar úr 389 milljónum í 447 milljónir eða um 45 milljónir. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af fjölgun íbúa og aukinni atvinnuþátttöku. Þá hefur fasteignum fjölgað verulega sem skýrir stærstan hluta 13% hækkun á fasteignagjöldum.

Almennt eru málaflokkar sveitarfélagsins að keyra vel. Málaflokkur félagsþjónustu hækkar um 7%, fræðslu- og uppeldismál um 13% og æskulýðs- og íþróttamál um 9%.

Þegar litið er til B hluta vekur athygli að rekstur hafnarsjóðs gengur afar vel. Þannig hækka almenn hafnargjöld um 19%, úr 78 milljónum í 92 milljónir og seld þjónusta um 38% og fer úr 36 milljónum í 50 milljónir.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 2404125 - Stóri plokkdagurinn 28.apríl 2024
Bæjarráð ræddi Stóra plokkdaginn sem verður 28.apríl nk.

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma. Sveitarfélög og íbúar þeirra eru hvött til þátttöku.

Bæjarráð færir Rotarýhreyfingunni þakkir fyrir sitt framlag.

Bæjarráð beinir því til stofnana sinna að skoða hvort hægt sé að koma því fyrir í starfsemi þeirra að "plokka" nærumhverfi á starfstíma. Þá beinir bæjaráð því til starfsmanna sinna að fela umhverfisstjóra að leiða aðkomu sveitarfélagsins að plokkdeginum.
3. 2404078 - Styrktarsjóður EBÍ 2024
Erindi frá EBÍ þar sem vakin er athygli aðildarfélaga á styrktarsjóði EBÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarfmálum í aðildarsveitarfélögunum. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna.
Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að senda inn umsókn.

Samþykkt samhljóða.
4. 2404113 - Nágrannagjöf
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Garðlist þar sem leitað er eftir stuðningi að upphæð 302.685 kr. til að færa Grindvíkingum upplýst bæjarmerki að gjöf ásamt öðrum sveitarfélögum.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og óskar Grindvíkingum velfarnaðar í þeim ógnvænlegu verkefnum sem þau standa nú frammi fyrir.

Samþykkt samhljóða.
5. 2403057 - Uppbygging og framtíðarsýn golfvallar - erindi frá Golfklúbbi Þorlákhafnar
Fyrir bæjarráði lá beiðni um styrk frá Golfklúbbi Þorlákshafnar. Erindið var áður á dagskrá 418.fundar bæjarráðs þann 4.apríl sl. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 13.485.000 vegna framkvæmda við pall við klúbbhús, klósettaðstöðu á golfvellinum og klósettaðstöðu á æfingasvæði.

Bæjarráð er jákvætt fyrir frekari aðkomu að uppbyggingu Golfvallar Þorlákshafnar en getur ekki mætt að fullu einskiptisútgjöldum að upphæð 13.485.000.

Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að funda með fulltrúum Golfklúbbsins og útfæra með þeim aðkomu sveitarfélagsins í samræmi við umræðu á fundi.

Samþykkt samhljóða.
6. 2404124 - Íbúakosning
Bæjarráð ræddi fyrirkomulag íbúakosningar um mögulega tilkomu mölunarverksmiðju þar sem fyrirhugað er að framleiða umhverfisvæn íblöndunarefni til steypugerðar.

Vísað er til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. apríl 2024, málsnúmer 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn.

Í samræmi við fyrri ákvarðanir hefur sveitarfélagið leitað til KPMG um aðstoð við að undirbúa atkvæðagreiðslu meðal íbúa. Í framhaldi af því er lagt til að fram fari atkvæðagreiðsla um aðal- og deiliskipulagstillögurnar vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn skv. 107. gr. sveitarstjórnarlaga samhliða forsetakosningum 1. júní næstkomandi.

Framkvæmd íbúakosninga sem fram fer á vegum sveitarfélags skal fara fram á grundvelli sveitarstjórnarlaga ásamt reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga.

Til atkvæðagreiðslu skal boða með a.m.k. 20 daga fyrirvara með opinberri auglýsingu. Samhliða skal bæjarstjórn opinberlega kynna þá tillögu sem borin verður undir atkvæði og þær upplýsingar sem kjósendum eru nauðsynlegar til að geta tekið til hennar upplýsta afstöðu sbr. 107. gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt er til að rétt til þátttöku í íbúakosningu hafi þeir sem mega kjósa í sveitarstjórnarkosningum, þ.e.:

a) hver íslenskur, danskur, finnskur, sænskur eða norskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning hefst og á skráð lögheimili í því sveitarfélagi sem íbúakosning fer fram,

b) erlendur ríkisborgari, annar en greinir í a-lið, ef hann hefur átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar

Lagt er til að atkvæðagreiðsla þessi sé bindandi skv. 3. mgr. 107. gr. sveitarstjórnarlaga og að yfirkjörstjórn sveitarfélagsins verði falið hlutverk kjörstjórnar vegna íbúakosninga.

Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem lagðar hafa verið til og fram koma í innbókun. Í samræmi við það felur ráðið bæjarstjóra að tilkynna Þjóðskrá Íslands um boðaða atkvæðagreiðslu og á hvaða tímabili hún fer fram a.m.k. 30 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst.

Samþykkt samhljóða.
7. 2212013 - Skólaeldhús - framtíðarsýn
Fyrir fundinum liggur tilboð Sveitarfélagsins Ölfuss í eignina Suðurvör 3 sem ætlað er að vera framtíðarhúsnæði skólaeldhúss í Þorlákshöfn.
Bæjarráð samþykkir kaupin fyrir sitt leyti og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?