Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 350

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.10.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboðið. Berglind Friðriksdóttir H-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð gerir athugasemd við að gögn fylgdu ekki fundarboði. Skýrt er kveðið á um nauðsyn þess í sveitarstjórnarlögum að gögn fylgi fundarboðun svo unnt sé að taka upplýsta afstöðu til þeirra mála sem í fundarboðun eru tilgreind.

Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Óskað var eftir fundarhléi. Að því loknu tók forseti til máls og lagði til að mál nr. 2505012 yrði tekið af dagskrá.

Einnig óskaði forseti eftir að mál nr. 2510095 yrði tekið inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510073 - Breyting á skipuriti Sveitarfélagsins Ölfuss
Fyrir bæjarstjórn lá minnisblað ásamt tillögu um breytingu á skipuriti sveitarfélagsins. Lagt er til að skipurit sveitarfélagsins skiptist í fimm svið:
Fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldu- og fræðslusvið, velferðarsvið, lögfræði- og skipulagssvið og framkvæmda- og hafnarsvið.

Breytingin á skipuritinu er unnin í beinu framhaldi af þeim kerfisbreytingum sem fylgdu því að hætt var sameiginlegum rekstri velferðarmála með öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu. Með stofnun lögfræði- og skipulagssviðs er jafnframt tryggt að málefni dreifbýlis fái skýrari farveg, en undir sviðið falla m.a. þjóðlendur, námur, búfjármál, fjallskil o.fl.

Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar til bæta stjórnsýslu og færa skipuritið nær því fyrirkomulagi sem unnið er eftir, nefndarskipan o.fl.

Samhliða er lagt til að stofna sérstakt notendaráð fötlunarþjónustu sem hafi hliðstæðan tilgang í fötlunarmálum og öldungaráð hefur í öldrunarmálum.


Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu og samhliða ráðningu á sviðsstjórum og breytt starfsheiti þeirra þar sem það á við.

Samþykkt samhljóða.
2. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029
Forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2026 til staðfestingar.
Bæjarráð fjallaði um forsendurnar á 452.fundi sínum þann 16.10.2025.

Samþykkt samhljóða.
3. 2509068 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppsetning jarðskjálftastöðva
Lagt er fram erindi frá ÍSOR og Carbfix hf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu þriggja jarðskjálftamælistöðva á Hafnarsandi og Nessandi.
Markmið framkvæmdarinnar er að vakta jarðskjálftavirkni í tengslum við fyrirhugaða starfsemi Coda stöðvarinnar í Ölfusi. Stöðvarnar verða reknar af ÍSOR og staðsettar innan 3 km radíuss frá borholu CTE-03. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um leið og leyfi liggur fyrir og að þeim ljúki fyrir 1. júní 2026. Framkvæmdir felast í uppsetningu fónstæðis og mastra með tilheyrandi jarðskjálftamæli og fjarskiptabúnaði sem gengur fyrir vind- og sólarorku. Fyrir liggur samþykki landeiganda Nessands fyrir framkvæmd á hans landi.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir uppsetningu jarðskjálftamælistöðva á Hafnarsandi og Nessandi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og að leyfið verði gefið út skv. reglugerð nr. 772/2012. Skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út leyfið.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir ítarlegum upplýsingum um stöðu undirbúnings sem í dag er unnin á forsendum óbindandi viljayfirlýsingar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag
Skipulagið var auglýst og bárust nokkrar athugasemdir. Skipulagshöfundur hefur nú brugðist við athugasemdum og leggur fram uppfært skipulag.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2510080 - Hafnarsandur 2 - stækkun tengivirkis - Óv. ASKbr
Lögð er fram óveruleg breyting á aðalskipulagi Ölfuss. Breytingin snýr að lóðinni Hafnarsandi 2 en þar er nýtingarhlutfall aukið til að rúma stækkun tengivirkisins.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2510075 - Hafnarsandur 2 - Stækkun lóðar vegna tengivirkis
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting vegna tengivirkis Landsnets að Hafnarsandi 2. Til stendur að stækka tengivirkið vegna tilkomu nýs 132 kv jarðstrengs sem tengir Þorlákshöfn inn á netið.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2510076 - Spóavegur 13 - óveruleg deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir Spóaveg 13 úr landi Kjarrs. Breytingin felst í því að stofnuð er tæplega 1 ha. lóð sem nefnist Spóavegur 13.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2510003 - Hrókabólsvegur 1 - aukið nýtingarhlutfall Hjarðarból DSKbr
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Hjarðarbóls - lóð 1. Breytingin varðar lóðina Hrókabólsveg 1 og felur í sér stækkun byggingarreits og aukningu nýtingarhlutfalls svo það verði í samræmi við núgildandi aðalskipulag Ölfuss.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2510095 - Minnisblað - þörf fyrir nýtt hjúkrunarheimili
Í framhaldi af einróma samþykki bæjarráðs á viljayfirlýsingu um hjúkrunarheimili á 450. fundi ráðsins, málsnr. 2509052 fjallaði bæjarstjórn um minnisblað um hjúkrunarrými á Suðurlandi, þar sem gerð er grein fyrir þróun, stöðu og framtíðarþörf hjúkrunarþjónustu á svæðinu.

Í greinargerðinni kemur fram að í dag bíða um 800 manns eftir hjúkrunarrými á Íslandi. Þar af eru um 150 í svokölluðu „biðrými“ á spítala. Því miður eru það oft gangar, geymslur og þaðan af verri úrræði. Ofan á þetta bætist sú jákvæða staðreynd að öldruðum er að fjölga afar hratt. Sú fjölgun mun halda áfram á komandi árum. Ef horft er til þess að biðtími eftir hjúkrunarrými verði innan við 90 dagar fyrir 85% allra á biðlista árið 2026, þarf að fjölga rýmum um tæplega 3.700 (um 130%) til ársins 2040. Samkvæmt nýjustu greiningum Hagstofu Íslands, KPMG og Framkvæmdasýslu ríkisins (FSRE) mun eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum á Suðurlandi á sama hátt aukast verulega á næstu árum, í takt við öldrun þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að fjölga þurfi hjúkrunarrýmum um 100?190 á næstu tíu árum, sem jafngildir 40?70% aukningu frá núverandi framboði.
Þá er bent á að stór hluti núverandi hjúkrunarheimila á Suðurlandi þarfnist endurnýjunar til að uppfylla kröfur samtímans um aðbúnað og gæði. Greining KPMG og framkvæmdaáætlun FSRE sýna jafnframt að á næstu fimm árum muni aðeins 33 ný rými bætast við á svæðinu. Þörfin er önnur og meiri. Í ljósi þess er ljóst að framboð hjúkrunarrýma á Suðurlandi mun ekki nægja til að mæta væntanlegri þörf nema ráðist verði í markvissa uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili.

Greinargerðin bendir á að Þorlákshöfn sé hentugasti staðurinn fyrir slíka uppbyggingu, þar sem staðsetning bæjarins er miðlæg gagnvart Suðurlandi, með góðar samgöngur og sterka innviði. Nýtt hjúkrunarheimili þar gæti jafnframt létt á fráflæðisvanda sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu.

Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsson, Grétar Ingi Erlendsson og Berglind Friðriksdóttir tóku til máls.

Berglind Friðriksdóttir H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Það að í Þorlákshöfn geti risið hjúkrunarheimili er bæði samfélaginu hér og víðar mikilvægt. Um það þarf ekki að fjölyrða. Fulltrúi H-lista fagnar allri viðleitni í þá veru að svo geti orðið. Það er þó ekki góð ásýnd að stjórnendur sveitarfélagsins stuðli að upplýsingaóreiðu með því að halda þeirri fullyrðingu fram í fyrirsögn fréttatilkynningar dagsett 22. september 2025 að nýtt hjúkrunarheimili rísi í Þorlákshöfn þegar ekkert er fast í hendi hvað það varðar. Þar sagði enn fremur að hjúkrunarheimilið væri órjúfanlegur hluti af stærra þróunarverkefni sem nær einnig til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis við Óseyrarbraut, en á íbúafundi á vegum sveitarfélagsins sem fór fram í gærkvöldi í Versölum kom annað í ljós. Það er mikilvægt að stjórnendur sveitarfélagsins sýni íbúum, sem margir hafa lengi þráð hjúkrunarheimili í sveitarfélagið þá virðingu að segja rétt frá stöðu mála hverju sinni.
Undirrituð leggur áherslu á að hefja þarf samtal við ríkið sem kemur til með að fjármagna rekstur hjúkrunarheimilisins og ná samningum þar um áður en lengra er haldið með skipulag eða frekari yfirlýsingar.

Óskað var eftir fundarhléi kl.17:35. Fundi framhaldið kl. 18:00.

Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Af einhverjum ástæðum gætir misskilnings í afstöðu bæjarfulltrúa H-lista. Staðreyndin er sú að til samstarfs um hjúkrunarheimili var stofnað samhliða skipulagi á Óseyrarbraut í Þorlákshöfn. Til marks um það gilti getan og viljinn til að vinna að hjúkrunarheimili 15% í vali á samstarfsaðila í fasteignaverkefni við Óseyrarbraut. Þannig voru málin tengd órjúfanlegum böndum. Niðurstaðn nú er sú að samhliða skipulagi við Óseyrarbrautina er unnið að skipulagi og undirbúningi framkvæmda á hjúkrunarheimili við Egilsbraut. Bæjarfulltrúar D-lista hafna með öllu þeim hugmyndum að vísa undirbúningi vegna hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn frá og vilja þvert á móti leggja ríka áherslu á samstöðu bæjarfulltrúa, þingmanna og annarra sem um málið fjalla. Þörfin er rík. Þá skal einnig á það minnt að nú þegar er byrjað að vinna að hjúkrunarheimili í Hafnarfirði þótt ekki séu komnir samningar við ríkið. Reyndar standa þingmenn og bæjarfulltrúar þar saman og sannarlega skiptir það máli og kann að hafa áhrif á framkvæmdarvilja þessara einkaaðila sem hér vilja byggja hjúkrunarými út á vænta samninga við ríkið. Bæjarfulltrúar D-lista hvetja til samstöðu um þetta mál. Ekkert er líklegra til að koma í veg fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn en pólitísk deila og sundurlyndi.

Gestur Þór Kristjánsson lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:

Bæjarstjórn Ölfuss tekur undir niðurstöður framangreindrar greiningar og áréttar að brýnt sé að flýta undirbúningi að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Bæjarstjórn telur að nýtt hjúkrunarheimili með 66?88 rýmum, hannað með sveigjanleika í notkun og möguleika á tengdri þjónustu, svo sem dagdvöl, endurhæfingu og hvíldarrýmum, muni falla að framtíðarþörfum Suðurlands og styrkja þjónustu við aldraða í landshlutanum.

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir að:
1. Beina því til þingmanna að styðja við hugmyndir bæjarstjórnar eins og þær birtast í viljayfirlýsingu við Íslenskar fasteignir.
2. Beina því til ráðuneyta og viðeigandi stofnana, s.s. heilbrigðisráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins, að tekið verði mið af þessum greiningum við gerð framkvæmdaáætlana um hjúkrunarþjónustu á Suðurlandi.
3. Beina því til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og annarra hlutaðeigandi aðila að styðja við hugmyndir sveitarfélagsins um næstu skref í undirbúningi byggingar júkrunarheimilis í Þorlákshöfn.

Tillaga að afgreiðslu lögð í atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt samhljóða.

Fundargerðir til staðfestingar
9. 2509007F - Bæjarráð Ölfuss - 451
Fundargerð 451.fundar bæjarráðs frá 01.10.2025 til staðfestingar.

1. 2509065 - Breyting á leigusamningi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2509009 - Fjallahjólastígar í Ölfusi - beiðni um styrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2505049 - Áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála kynnt í samráðsgátt. Til kynningar.
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2510006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 50
Fundargerð 50.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 15.10.2025 til staðfestingar.

1. 2510062 - Tillaga að ungmennaráði 2025-2026 Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2510063 - Frístundamessa Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2510064 - Erindi frá knattspyrnufélaginu Ægi Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2510066 - Fjárhagsáætlun 2026 Íþrótta- og tómstundanefnd. Til kynningar.
5. 2503038 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss 2025 Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2510070 - Heilsudagar Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2510003F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 73
Fundargerð 73.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 15.10.2025 til staðfestingar.

1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar.
2. 2510047 - Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2026 Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
12. 2510001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 36
Fundargerð 36.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 15.10.2025 til staðfestingar.

1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2510040 - Grunnskólinn - kynning á nýbyggingu og breytingum á húsnæði. Til kynningar.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima. Til kynningar.
4. 2510039 - Bergheimar - Starfsáætlun 2025-2026 Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima. Til kynningar.
6. 2510037 - Hraunheimar - eineltisáætlun. Til kynningar.
7. 2510038 - Hraunheimar - jafnréttisáætlun. Til kynningar.
8. 2408010 - Reglur um starfsemi leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2510048 - Áheyrnafulltrúar leikskóla í fjölskyldu og fræðslunefnd. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2509064 - Könnun á öryggi barna í bíl. Til kynningar.
11. 2510033 - Fjölmenningarhátíð í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2510041 - Grunnskólinn - Skólapúlsinn kynning á niðurstöðum. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2510002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 100
Fundargerð 100.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 13.10.2025 til staðfestingar.

1. 2510042 - Kynning á fundi - Auglýsingaskilti í Þorlákshöfn. Til kynningar.
2. 2509010 - Bolaölduvirkjun - Beiðni um heimild til að vinna aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2509066 - Öryggismál við Hraunhamra. Til kynningar.
4. 2509068 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppseting jarðskjálftastöðva. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2510005 - Breyting á staðfangi - Fjallsbraut 5,6,8,10,12 og vegsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2510043 - Bréf með ályktun vegna skógræktar. Til kynningar.
7. 2510044 - Ósk um stækkun lóðar - Nesbraut 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
14. 2510005F - Bæjarráð Ölfuss - 452
Fundargerð 452.fundar bæjarráðs frá 16.10.2025 til staðfestingar.

1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2510060 - Beiðni um samþykki fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2510008 - Heimgreiðslur - beiðni um frávik frá reglum um heimgreiðslur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2510013 - 50 ára afmæli Kvennafrídagsins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2510015 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2510009F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 101
Fundargerð 101.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 27.10.2025 til staðfestingar.

1. 2510057 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Sandbakki DRE. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2510071 - Vegaúrbætur vegna vindmylluflutninga. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2510075 - Hafnarsandur 2 - Stækkun lóðar vegna tengivirkis. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2510003 - Hrókabólsvegur 1 - aukið nýtingarhlutfall Hjarðarból DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2510076 - Spóavegur 13 - óveruleg deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2510077 - Golfklúbbur Þorlákshafnar - stækkun æfingarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2510078 - Alvarlegar athugasemdir vegna fráveitumála í Hveragerði og áhrifa á íbúa í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2510079 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Arnarvík, Álftavík, Fálkavík, Hrafnavík, Kríuvík. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2510080 - Hafnarsandur 2 - stækkun tengivirkis - Óv. ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.



18. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 248.fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 01.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
16. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 214.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 23.09.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
17. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 18.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 08.09.2025 og 19.fundar frá 29.09.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 985.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.09.2025 og 986.fundar frá 10.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 335.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 09.09.2025, 336.fundar frá 26.09.2025 og 337.fundar frá 07.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð 88.fundar stjórnar Bergrisans frá 06.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 627.fundar stjórnar SASS frá 26.09.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?