| |
| 1. 2510073 - Breyting á skipuriti Sveitarfélagsins Ölfuss | |
Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson tóku til máls.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu og samhliða ráðningu á sviðsstjórum og breytt starfsheiti þeirra þar sem það á við.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
| 2. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029 | |
| Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 3. 2509068 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppsetning jarðskjálftastöðva | |
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir ítarlegum upplýsingum um stöðu undirbúnings sem í dag er unnin á forsendum óbindandi viljayfirlýsingar.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 4. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag | |
| Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
| 5. 2510080 - Hafnarsandur 2 - stækkun tengivirkis - Óv. ASKbr | |
| Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
| 6. 2510075 - Hafnarsandur 2 - Stækkun lóðar vegna tengivirkis | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
| | |
|
| 7. 2510076 - Spóavegur 13 - óveruleg deiliskipulagsbreyting | |
| Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
| 8. 2510003 - Hrókabólsvegur 1 - aukið nýtingarhlutfall Hjarðarból DSKbr | |
| Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
| 23. 2510095 - Minnisblað - þörf fyrir nýtt hjúkrunarheimili | |
Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsson, Grétar Ingi Erlendsson og Berglind Friðriksdóttir tóku til máls.
Berglind Friðriksdóttir H-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Það að í Þorlákshöfn geti risið hjúkrunarheimili er bæði samfélaginu hér og víðar mikilvægt. Um það þarf ekki að fjölyrða. Fulltrúi H-lista fagnar allri viðleitni í þá veru að svo geti orðið. Það er þó ekki góð ásýnd að stjórnendur sveitarfélagsins stuðli að upplýsingaóreiðu með því að halda þeirri fullyrðingu fram í fyrirsögn fréttatilkynningar dagsett 22. september 2025 að nýtt hjúkrunarheimili rísi í Þorlákshöfn þegar ekkert er fast í hendi hvað það varðar. Þar sagði enn fremur að hjúkrunarheimilið væri órjúfanlegur hluti af stærra þróunarverkefni sem nær einnig til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis við Óseyrarbraut, en á íbúafundi á vegum sveitarfélagsins sem fór fram í gærkvöldi í Versölum kom annað í ljós. Það er mikilvægt að stjórnendur sveitarfélagsins sýni íbúum, sem margir hafa lengi þráð hjúkrunarheimili í sveitarfélagið þá virðingu að segja rétt frá stöðu mála hverju sinni. Undirrituð leggur áherslu á að hefja þarf samtal við ríkið sem kemur til með að fjármagna rekstur hjúkrunarheimilisins og ná samningum þar um áður en lengra er haldið með skipulag eða frekari yfirlýsingar.
Óskað var eftir fundarhléi kl.17:35. Fundi framhaldið kl. 18:00.
Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista: Af einhverjum ástæðum gætir misskilnings í afstöðu bæjarfulltrúa H-lista. Staðreyndin er sú að til samstarfs um hjúkrunarheimili var stofnað samhliða skipulagi á Óseyrarbraut í Þorlákshöfn. Til marks um það gilti getan og viljinn til að vinna að hjúkrunarheimili 15% í vali á samstarfsaðila í fasteignaverkefni við Óseyrarbraut. Þannig voru málin tengd órjúfanlegum böndum. Niðurstaðn nú er sú að samhliða skipulagi við Óseyrarbrautina er unnið að skipulagi og undirbúningi framkvæmda á hjúkrunarheimili við Egilsbraut. Bæjarfulltrúar D-lista hafna með öllu þeim hugmyndum að vísa undirbúningi vegna hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn frá og vilja þvert á móti leggja ríka áherslu á samstöðu bæjarfulltrúa, þingmanna og annarra sem um málið fjalla. Þörfin er rík. Þá skal einnig á það minnt að nú þegar er byrjað að vinna að hjúkrunarheimili í Hafnarfirði þótt ekki séu komnir samningar við ríkið. Reyndar standa þingmenn og bæjarfulltrúar þar saman og sannarlega skiptir það máli og kann að hafa áhrif á framkvæmdarvilja þessara einkaaðila sem hér vilja byggja hjúkrunarými út á vænta samninga við ríkið. Bæjarfulltrúar D-lista hvetja til samstöðu um þetta mál. Ekkert er líklegra til að koma í veg fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn en pólitísk deila og sundurlyndi.
Gestur Þór Kristjánsson lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Bæjarstjórn Ölfuss tekur undir niðurstöður framangreindrar greiningar og áréttar að brýnt sé að flýta undirbúningi að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn. Bæjarstjórn telur að nýtt hjúkrunarheimili með 66?88 rýmum, hannað með sveigjanleika í notkun og möguleika á tengdri þjónustu, svo sem dagdvöl, endurhæfingu og hvíldarrýmum, muni falla að framtíðarþörfum Suðurlands og styrkja þjónustu við aldraða í landshlutanum.
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir að: 1. Beina því til þingmanna að styðja við hugmyndir bæjarstjórnar eins og þær birtast í viljayfirlýsingu við Íslenskar fasteignir. 2. Beina því til ráðuneyta og viðeigandi stofnana, s.s. heilbrigðisráðuneytisins, félagsmálaráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins, að tekið verði mið af þessum greiningum við gerð framkvæmdaáætlana um hjúkrunarþjónustu á Suðurlandi. 3. Beina því til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og annarra hlutaðeigandi aðila að styðja við hugmyndir sveitarfélagsins um næstu skref í undirbúningi byggingar júkrunarheimilis í Þorlákshöfn.
Tillaga að afgreiðslu lögð í atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt samhljóða.
| | |
|
| |
| 9. 2509007F - Bæjarráð Ölfuss - 451 | |
1. 2509065 - Breyting á leigusamningi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2509009 - Fjallahjólastígar í Ölfusi - beiðni um styrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2505049 - Áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála kynnt í samráðsgátt. Til kynningar. 4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
| 10. 2510006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 50 | |
1. 2510062 - Tillaga að ungmennaráði 2025-2026 Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2510063 - Frístundamessa Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2510064 - Erindi frá knattspyrnufélaginu Ægi Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2510066 - Fjárhagsáætlun 2026 Íþrótta- og tómstundanefnd. Til kynningar. 5. 2503038 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss 2025 Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2510070 - Heilsudagar Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
| 11. 2510003F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 73 | |
1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur. Til kynningar. 2. 2510047 - Fjárhagsáætlun hafnarinnar 2026 Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
| 12. 2510001F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 36 | |
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar. 2. 2510040 - Grunnskólinn - kynning á nýbyggingu og breytingum á húsnæði. Til kynningar. 3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima. Til kynningar. 4. 2510039 - Bergheimar - Starfsáætlun 2025-2026 Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima. Til kynningar. 6. 2510037 - Hraunheimar - eineltisáætlun. Til kynningar. 7. 2510038 - Hraunheimar - jafnréttisáætlun. Til kynningar. 8. 2408010 - Reglur um starfsemi leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 9. 2510048 - Áheyrnafulltrúar leikskóla í fjölskyldu og fræðslunefnd. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 10. 2509064 - Könnun á öryggi barna í bíl. Til kynningar. 11. 2510033 - Fjölmenningarhátíð í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 12. 2510041 - Grunnskólinn - Skólapúlsinn kynning á niðurstöðum. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
| 13. 2510002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 100 | |
1. 2510042 - Kynning á fundi - Auglýsingaskilti í Þorlákshöfn. Til kynningar. 2. 2509010 - Bolaölduvirkjun - Beiðni um heimild til að vinna aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2509066 - Öryggismál við Hraunhamra. Til kynningar. 4. 2509068 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppseting jarðskjálftastöðva. Tekið fyrir sérstaklega. 5. 2510005 - Breyting á staðfangi - Fjallsbraut 5,6,8,10,12 og vegsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2510043 - Bréf með ályktun vegna skógræktar. Til kynningar. 7. 2510044 - Ósk um stækkun lóðar - Nesbraut 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
| 14. 2510005F - Bæjarráð Ölfuss - 452 | |
1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2510060 - Beiðni um samþykki fyrir skilmálabreytingu á tryggingarbréfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2510008 - Heimgreiðslur - beiðni um frávik frá reglum um heimgreiðslur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2510013 - 50 ára afmæli Kvennafrídagsins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2510015 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2025. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
| 15. 2510009F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 101 | |
1. 2510057 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Sandbakki DRE. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2510071 - Vegaúrbætur vegna vindmylluflutninga. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2510075 - Hafnarsandur 2 - Stækkun lóðar vegna tengivirkis. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2510003 - Hrókabólsvegur 1 - aukið nýtingarhlutfall Hjarðarból DSKbr. Tekið fyrir sérstaklega. 5. 2504133 - Hvoll í Ölfusi - nýtt deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2510076 - Spóavegur 13 - óveruleg deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega. 7. 2510077 - Golfklúbbur Þorlákshafnar - stækkun æfingarsvæðis. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2510078 - Alvarlegar athugasemdir vegna fráveitumála í Hveragerði og áhrifa á íbúa í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 9. 2510079 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Arnarvík, Álftavík, Fálkavík, Hrafnavík, Kríuvík. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 10. 2510080 - Hafnarsandur 2 - stækkun tengivirkis - Óv. ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
| 18. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| |
| 16. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga. | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 17. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 19. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 20. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 21. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans. | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
| 22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS. | |
| Lagt fram til kynningar. | | |
|