Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 353

Haldinn í fjarfundi,
15.07.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir 2. varamaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2107019 - Tilraunastöðin á Keldum
Bæjarráð ræddi óvissa framtíð tilraunastöðvar Háskólan Íslands í meinafræðum sem starfrækt hefur verið á Keldum í um 70 ár. Tilraunastöðin sinnir meðal annars rannsóknum, þjónustu og vöktun á dýrasjúkdómum og þjónustu við landbúnað og fiskeldi. Starfsemin er nú í uppnámi þar sem ríkið hefur samþykkt að færa eignarhald á landi Keldna undir félagið "Betri samgöngur" til að fjármagna borgarlínu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við menntamálaráðherra um að tafarlaust verði hafist handa við að finna stofnuninni heppilega lóð í Sveitarfélaginu Ölfusi með það að leiðarljósi að stofnunin flytji alla sína starfsemi þangað á næstu þremur árum.

Samþykkt samhljóða.
2. 2107018 - Hitaveitu virkjanakostur
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá Reykjavík Geothermal um uppsetningu á smávirkjun í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus.

Fyrir hefur Reykjavik Geothermal rannsóknarleyfi frá Orkustofnun fyrir tilgreint svæði í og sunnan við Bolaöldu (R4292A) sem er að mestu á þjóðlendu í Ölfusafrétti. Yfirborðsrannsóknir hafa farið fram og munu halda áfram þegar færi gefst. Bráðabirgða niðurstöður benda til hitagjafa á svæðinu. Verkefnið er í ferli til að vera tekið fyrir á verndar- og orkunýtingaráætlun /rammaáætlun #4.

Þar sem byggt yrði á yfirborðs rannsóknum sem þegar hafa verið framkvæmdar og munu halda áfram, þá yrði hægt án frekari tafa að fara í að undirbúa umsókn um nýtingarleyfi fyrir Ölfusvirkjun til OS sem mun byggja á:

a) Leyfi frá Skipulagsstofnun og líklegast umhverfismati í framhaldinu.
b) Framkvæmdaleyfi frá Ölfus fyrir borunum og að verkefnið verði í samræmi við skipulag.
c) Leyfi frá landeiganda.

Virkjanakosturinn Ölfusvirkjun mun ekki þurfa að vera tekinn fyrir á verndar- og orkunýtingaráætlun. Sem smávirkjun myndi virkjunin vera með uppsett afl allt að 10 MWe í rafmagni og vera fyrst og fremst jarðvarmavirkjun fyrir allt að 50 MWth. Lagnaleið frá virkjun að Þorlákshöfn yrði um 20 km, rennsli allt að 200 l/s og hiti um 85C.

Í minnisblaðinu kemur fram að allur undirbúningur og framkvæmd yrði gerð í fullri samvinnu við Ölfus og í samræmi við orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.

Þá kemur einnig fram að send verði formleg beiðni til bæjarstjórnar Ölfuss varðandi Ölfusvirkjun á næstunni.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar, fagnar frumkvæðinu og minnir á að fyrir liggur að í farvatni eru fjölmörg uppbyggingarverkefni í Þorlákshöfn og nágrenni sem kalla á verulegt magn af heitu vatni og rafmagni.
3. 2107020 - Kerfisáætlun Landsnets
Fyrir bæjarráði lá kerfisáætlun Landsnets.
Bæjarráð gerir athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir í Kerfisáætlun Landsnets 2021-2030 og í Áætlun um Framkvæmdaverk 2022-2024 vinnu við aukið afhendingaröryggi raforku til Þorlákshafnar og einnig að ekki gert ráð fyrir vinnu til undirbúnings á afhendingu á raforku umfram 30-35 MW. Í svari Landsnets hefur komið fram að framkvæmd til aukins afhendingaröryggis taki um 3 ár eftir að ákveðið er að fara í þá framkvæmd og til að auka afhendingu umfram 30-35 MW geti tekið 4-5 ár.

Þá gerir bæjarráð athugasemd við forsendur og gögn sem Raforkuspá fyrir Þorlákshöfn er unnin eftir til ársins 2050 þar sem nú þegar er hafin stórfelld uppbygging íbúðarhúsnæðis og fyrirtæki hafa þegar hafið uppbyggingu fyrir aukin umsvif.

Bæjarráð óskar því hér með eftir því að Landsnet setji inn í Kerfisáætlun 2021-2030 og áætlun um Framkvæmdaverk 2022-2024 að strax verði hafin vinna til að bæta afhendingaröryggi. Einnig óskar bæjarráð efir að hafin verði undirbúningur hjá Landsneti á aflaukningu umfram 30-35 MW til Þorlákshafnar með það að markmiði að stytta mögulegan framkvæmdatíma niður í 2-3 ár þegar kominn er skuldbindandi samningur við viðskiptavin.

Bæjarráð bendir á að Sveitarfélagið Ölfus hefur undanfarin misseri gert fjölda samninga við fyrirtæki um aukin umsvif á þeirra rekstri í og við Þorlákshöfn og einnig ný félög sem áforma stórfellda uppbyggingu á nýjum rekstri s.s. landeldi á laxi, jarðefnavinnslu, ylrækt og gagnaverum.

Á fundi með fulltrúum Landsnets í nóvember 2020 upplýsti sveitarfélagið um áform margra fyrirtækja til uppbyggingar og þar með þörf á raforku fyrir rekstur þeirra og í framhaldi sendi Landsnet sveitarfélaginu minnisblað í desember þar sem upplýst var um stöðu á afli sem hægt er að afhenda til Þorlákshafnar á þeim tíma. Á fundi með Landsneti í júní sl. var óskað eftir formlegu svari Landsnets um aflgetu til Þorlákshafnar og tímaramma uppbyggingar umtalsverðrar aukningar á afhendingu á afli og afhendingaröryggi á því afli.

Í minnisblaði Landsnets til Ölfuss dags 30. júní 2021 kemur fram að núverandi álag í Þorlákshöfn er 5,3MW og Raforkuspá gerir ráð fyrir að það hækki í 6,7MW til ársins 2050. Um næstu áramót verði nýtt tengivirki við Lækjartún tekið í notkun og þá verði hægt að auka notkun við Þorlákshöfn um 25-30MW og fara samtals upp í 30-35 MW.

Afhendingaröryggi
Í minnisblaðinu er upplýst að afhending fyrir 30-35 MW notkun er ekki með fullu afhendingaröryggi eins og segir í minnisblaðinu: „Núverandi aðstæður eru með nánast fullu afhendingaröryggi en aðstæður eru viðkvæmar vegna tengifyrirkomulags í Ljósafossvirkjun eins og farið er yfir í svari til sveitarfélagsins í desember 2020. Til að ná fullu N-1 afhendingaröryggi þarf að fara í framkvæmdir á tengivirki í Írafossi. Þær framkvæmdir eru á langtímaáætlun en eru ekki ennþá komnar á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets og má áætla að framkvæmd taki um þrjú ár frá því verkefnið er sett af stað í undirbúning og fram að gangsetningu.“

Til að auka raforkunotkun umfram 30-35 MW heildarnotkun við Þorlákshöfn þarf að hækka rekstrarspennu í Þorlákshöfn eða eins og segir í minnisblaði Landsnets:
Til að auka raforkunotkun umfram 30 MW að ofan, þannig að heildarnotkun fer upp fyrir 30-35 MW, þarf að hækka rekstrarspennu í Þorlákshöfn upp í 132 kV úr 66 kV með eftirfarandi framkvæmdum:
a) Með takmörkuðu N-1 afhendingaröryggi. Leggja þarf 132 kV jarðstreng/loftlínu frá Hveragerði til Þorlákshafnar ásamt því að hækka rekstrarspennu frá Soginu og til Þorlákshafnar úr 66 kV í 132 kV.
b) Með fullu N-1 afhendingaröryggi. Leggja þarf nýja 132 kV jarðstreng/loftlínu frá Selfossi til Þorlákshafnar og spennuhækka Selfosslínu 1 í 132 kV.

Bæjarráð bendir á að ofangreindar framkvæmdir eru hvorki á langtímaáætlun né á þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets. Áætla má að framkvæmdir taki þrjú ár frá því verkefnið er sett af stað í undirbúning og fram að gangsetningu.

Fyrir liggur að ef fara þarf í framkvæmd til að auka raforkuflutning umtalsvert umfram eðlilega þróun almennrar notkunar skv. raforkuspá og er ekki á langtímaáætlun né þriggja ára framkvæmdaáætlun Landsnets má áætla að farið verði af stað í þá framkvæmd þegar skuldbinding við stórnotanda liggur fyrir. Tímalína framkvæmda miðar því frá þeim tímapunkti.

Helstu verkþættir undirbúnings og framkvæmda við lagningu raflína eru eftirfarandi:
1. Leiðarval, skipulagsmál, verkhönnun, útboðshönnun, samningar við landeigendur, innkaup og framkvæmdir.
2. Ef leggja þarf loftlínu þá þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum sem gæti þýtt um eitt og hálft ár til viðbótar. Þrjú ár að því gefnu að jarðstrengir séu ekki umhverfismatsskyldir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma ofangreindum athugasemdum við Kerfisáætlun Landsnets til Landsnets svo fljótt sem verða má.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2107001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 26
Fundargerð 26.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 09.07.2021 til staðfestingar.

1. 2106071 - Þurárhraun 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2105018 - Þurárhraun 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2107014 - Birkigljúfur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2107012 - Mánastaðir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2106066 - Árbær 4 171662 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2107002 - Þurárhraun 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2107013 - Umsókn um stöðuleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2107011 - Umsókn um stöðuleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
5. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð 21.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 06.07.2021 og fundargerð 13.fundar byggingarnefndar Búðarstígs 22 frá 06.07.2021 til kynningar.


Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?