Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 363

Haldinn í fjarfundi,
18.11.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108014 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2022-2025
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2022-2025.

Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2022-2025.
Farið var yfir forsendur og helstu liði áætlunarinnar og samþykkt samhljóða að vísa henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. 2106065 - Sérkennsla í leikskólanum Bergheimum.
Fyrir bæjarráði lá beiðni frá Hjallastefnunni um aukið stöðugildi talmeinafræðings á leikskólanum Bergheimum og aukinn stuðning með börnum.

Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Bæjarráð bendir á að nú þegar hefur verið gengið frá ráðningu á talmeinafræðingi sem kemur til starfa eftir fæðingarorlof um áramót. Sú þjónusta er eins og kemur fram í bréfinu afar mikilvæg og bindur bæjarráð vonir við að það náist að mæta þeirri þörf sem fram kemur í erindinu þar með.

Hvað varðar frekari aukningu á stuðningi við börn sem eru með sérþarfir þá tekur bæjarráð undir mikilvægi þess að stuðningur sé vel mannaður og beinir bæjarráð því til starfsmanna sinna að eiga viðræður þar að lútandi við stjórnendur Hjallastefnunar.

Grétar Ingi Erlendsson kom aftur inn á fundinn.
3. 1812018 - Þorláksskógar.
Beiðni frá Þorláksskógum um styrk að fjárhæð 850 þúsund vegna lagfæringar á slóða sem liggur frá grjótnámunni við gamla veg til vesturs til að bæta aðgengi. Um er að ræða 4 km í þessum áfanga og er sótt um styrk frá Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir 1/3 af kostnaðinum.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir einar milljónar heildar fjárframlagi á ári til Þorláksskógaverkefnisins á næstu 4 árum og beinir því til starfsmanna að gera ráð fyrir því við frágang fjárhagsáætlunar. Bæjarráð beinir því til stjórnar Þorláksskóga að gera ráð fyrir slíku heildarfjárframlagi á þessum tíma.

Samþykkt samhljóða.
4. 2111038 - Menningarmál Lista- og menningarverðlaun Ölfuss 2021
Bæjarráð fjallaði um tilnefningar til lista- og menningarverðlauna Ölfuss fyrir árið 2021. Fjölmargar tilnefningar bárust enda lista- og menningarlíf innan sveitarfélagsins í miklum blóma.
Bæjarráð hefur sammælst um hver hlýtur lista- og menningarverðlaun sveitarfélagins í ár. Vegna aðstæðna verður verðlaunaafhendingin með óhefðbundnu sniði að þessu sinni og verður upplýst um valið þegar afhendingin hefur farið fram.

5. 2111041 - Gatnagerð- Laxabraut
Fyrir bæjarráði lágu niðurstöður útboðs í gatnagerð við Laxabraut.
8 tilboð bárust í verkið.

Bjóðendur tilboð hlutfall af kostnaðaráætlun

1. Stórverk ehf 49.997.300, 67,6%
2. Ellert Skúlason og Hnullungur ehf 56.219.600, 76,0%
3. Jón og Margeir ehf 59.969.000, 81,1%
4. Fögrusteinar ehf 60.959.080, 82,4%
5. Steypudrangur ehf 63.405.000, 85,7%
6. VBF Mjölnir ehf 68.955.140, 93,2%
7. Verk og tæki ehf 69.755.270, 94,3%
8. E. Gíslason ehf 78.030.900, 105,5%

Kostnaðaráætlun 73.983.600 100,0%

Lægsta tilboðið sem barst var frá fyrirtækinu Stórverk að upphæð 49.997.300 sem var 32,4% undir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
6. 2111039 - Gatnagerð- Móinn
Fyrir bæjarráð lágu niðurstöður útboðs í gatnagerð við Miðbæjarsvæðið (Móinn).
4 tilboð bárust í verkið.

Bjóðendur tilboð hlutfall af kostnaðaráætlun

1. Jón og Margeir ehf 105.994.000, 84,1%
2. Ellert Skúlason og Hnullungur ehf 122.502.500, 97,2%
3. Smávélar ehf 127.570.670, 101,2%
4. Stórverk ehf 135.284.700, 107,3%

Kostnaðaráætlun 126.028.163 100,0%

Lægsta tilboðið sem barst var frá fyrirtækinu Jón og Margeir ehf. að upphæð 105.994.000.- sem var 15,9% undir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna..
7. 2111040 - Gatnagerð- Vetrarbraut
Fyrir bæjarráð lágu niðurstöður útboðs í gatnagerð við Vetrarbraut.
4 tilboð bárust í verkið.

Bjóðendur tilboð hlutfall af kostnaðaráætlun

1. Jón og Margeir ehf 84.826.200, 89,3%
2. Ellert Skúlason og Hnullungur ehf 91.202.700, 96,0%
3. Smávélar ehf 92.643.210, 97,5%
4. Stórverk ehf 101.304.300, 106,6%

Kostnaðaráætlun 94.990.782 100,0%

Lægsta tilboðið sem barst var frá fyrirtækinu Jón og Margeir ehf. að upphæð 84.826.200.- sem var 10,7% undir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
8. 2111013 - Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?