Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 28

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
18.03.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Valur Rafn Halldórsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir 2. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2103046 - Nýting frístundastyrkja árið 2020.
Lagt fram til kynningar samantekt sem sýnir nýtingu á frístundastyrkjum fyrir árið 2020. Börn á aldrinum 6 - 18 ára eiga rétt á frístundastyrk að upphæð kr. 40.000,- ári. Fram kemur í samantektinni að nýting á styrknum er mjög góð hjá börnum á grunnskólaaldri. En unglingar á aldrinum 16-18 ára eru ekki að nýta styrkinn eins vel.
Mál til kynningar
1. 2102060 - Ársreikningur og ársskýrsla 2020.
Ársreikningur og ársskýrsla Golfklúbs Þorlákshafnar lagðar fram til kynningar. Ánægjulegt að sjá hve mikil aukning er á starfsemi klúbbsins og hversu vel er staðið að málum hjá klúbbnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?