Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 283

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.09.2020 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Forseti óskaði eftir að taka mál nr. 2009041 Ársþing SASS inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2004041 - Lántökur 2020
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi sínum þann 24.09.2020 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 105.000.000 með lokagjalddaga þann 05.04.2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leiguíbúða aldraðra að Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Elliða Vignissyni kt.280469-5649, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
2. 1903025 - DSK Egilsbraut 9 - 9an
Fyrirliggjandi er að ganga frá deiliskipulagsbreytingu fyrir Egilsbraut 9 - 9una. Markmið skipulagsins er að fjölga íbúðum fyrir aldraða og móta ramma utan um stækkun dvalarheimilisins. Skipulagsstofnun hefur bent á að breyta þurfi aðalskipulagi vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Eins hefur Minjastofnun bent á að gera þurfi húsakönnun við deiliskipulagsvinnu í eldri hverfum. Einnig bendir stofnunin á að taka þurfi tillit til hugsanlegra fornleifa á deiliskipulagssvæðinu.

Hugsanlegar fornleifar eru nú sýndar á uppdrætti og húsum hefur verið hnikað lítillega til vegna þeirra.
Kafla 1.8 um minjar og húsaskráningu hefur verið bætt við skipulagsskilmála.
Í minnisblaði er fjallað um aðalskipulagið og það að tillagan sé í samræmi við aðalskipulag og tíunduð rök fyrir því að ekki þurfi að breyta því vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.
Afgreiðsla nefndar: Skipulagsnefnd telur að ekki þurfi að breyta gildandi aðalskipulagi þar sem ekki er um uppbyggingu umfram heimildir aðalskipulags að ræða. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.


Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og felur þar með skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
3. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27
Lögð fram deiliskipulagstillaga eftir umfjöllun í Skipulags- og umhverfisnefnd. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kom með síðbúna athugasemd sem brugðist hefur verið við. Meðal annars voru útrásir sýndar og rotþrær og borholur sýndar skýrar en áður á uppdrætti. Eins var greinargerð bætt.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin vísar því til bæjarstjórnar að tillaga fái meðferð í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.


Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og samþykkir að tillagan fái meðferð í samræmi við 1. málsgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 msbr.
4. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Skipulagsstofnun hefur fjallað um málið vegna fyrirhugaðrar auglýsingar í B-deild og gerði athugasemdir við það.

Því hafa verið gerðar eftirfarandi breytingar:
-Smáhýsunum hefur verið fækkað.
-Sýnt verndarsvæði við nýja borholu.
-Gerð hefur verið grein fyrir stærð núverandi bygginga.
-Hæðarlínur sýndar á uppdrætti.
-Fjölda smáhýsa samræmdur, í greinargerð og á uppdrætti.
-Tekið fram í greinargerð hve stór jörðin er (30HA).
-Heimildum skv. aðalskipulag bætt í greinargerð.


Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við 1. málsgrein 42.gr. skipulagslaga nr. 123//2010 msbr.
5. 2009013 - Hrókabólsvegur 2 grenndarkynning
Guðrún Sigurðardóttir, arkitekt sækir um fyrir hönd eiganda um að grenndarkynna minniháttar breytingu á deiliskipulagi vegna Hrókabólsvegar 2, lnr. L226143. Um er að ræða aukningu á hámarks byggingarmagni úr 227 m2 í 299,2 m2 sem er um það bil 30% aukning. Þessu fylgja rök frá frá arkitektinum fyrir því að þetta verði leyft.
Hluti af rökunum byggðust á símtali við Unnstein Gíslason hjá Skipulagsstofnun. Í tölvupósti frá Unnsteini kemur skýrt fram að ekki sé hægt að grenndarkynna eins stóra breytingu og beðið er um.

Afgreiðsla nefndar : Samþykkt að grenndarkynna erindið ef arkitektinn minnkar húsið svo það sé minna en 272,4 m2. Grenndarkynningin verði í samræmi við 2. málsgrein 43.gr. og 1. málsgrein 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010 msbr.


Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og samþykkir þar með að grenndarkynna erindið svo fremi sem húsið verði minna en 272,4 m2. Grenndarkynningin verði í samræmi við 2. málsgrein 43.gr. og 1. málsgrein 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010 msbr.
16. 2009041 - Ársþing SASS 2020
Lagt fram fundarboð á ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið verður 29. og 30. október nk. á Stracta hótelinu á Hellu.
Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, HSL og SOS.

Skv. samþykktum á Sveitarfélagið Ölfus 5 fulltrúa á aðalfund SASS, 5 fulltrúa hjá HSL og 1 á aðalfund SOS.

Samþykkt samhljóða að eftirtaldir verði fulltrúar sveitarfélagsins á ársþinginu:

Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:

Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson, Steinar Lúðvíksson, Kristin Magnúsdóttir, Jón Páll Kristófersson og Þrúður Sigurðardóttir.
Varamenn: Eiríkur Vignir Pálsson, Sesselía Dan Róbertsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Guðmundur Oddgeirsson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson.

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:

Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson, Steinar Lúðvíksson, Kristín Magnúsdóttir, Jón Páll Kristófersson og Þrúður Sigurðardóttir.
Varamenn: Eiríkur Vignir Pálsson, Sesselía Dan Róbertsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Guðmundur Oddgeirsson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson.

Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands:

Aðalmaður: Ingibjörg Kjartansdóttir.
Varamaður: Steinar Lúðvíksson.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2009003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 16
Fundargerð 16.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 14.09.2020.

1. 2009006 - Umsókn um lóð-Víkursandur 12. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2009005 - Umsókn um lóð- Þurárhraun 12. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2009021 - Bláengi 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2008064 - Vesturbakki 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2009022 - Katlahraun 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
7. 2008008F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 11
Fundargerð 11.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.09.2020.

1. 1903025 - DSK Egilsbraut 9 - 9an. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2009013 - DSK Hrókabólsvegur 2 grenndarkynning. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2008068 - Grenndarstöð Grímsness og Grafningshrepps fyrir sorp í landi Alviðru. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2005041 - DSK Lindarbær, skipting lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2009020 - Bolaöldur umsókn um framkvæmdaleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2009023 - Auðsholt - skipting lands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2009026 - Verkefnastjórn Þorláksskóga - slóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2009028 - Umgengni utan lóða við Heilsustíg.
Eftirfarandi var fært til bókar undir lið 8: Bæjarstjórn tekur undir ábendingar nefndarinnar um að umferð vélknúinna ökutækja um göngustíga sé bönnuð með lögum og að lóðaúrgangi skuli hent í jarðvegstipp við gamla Þorlákshafnarveg. Bæjarstjórn samþykkir að áður en farið verði í þær lokanir sem um er rætt verði settar upp viðeigandi merkingar og tilmælum beint til íbúa að fylgja þeim lögum og reglum sem eru í gildi.

9. 2008027 - Eftirlitsmyndavélar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum, Grétar Ingi greiddi atkvæði á móti.
10. 2008065 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2003006 - DSK Ísþór Nesbraut 23-27. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2009003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 16. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2008009F - Bæjarráð Ölfuss - 334
Fundargerð 334.fundar bæjarráðs frá 03.09.2020.
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2008069 - Menningarmál Lista-og menningarverðlaun Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2003001 - Barnvæn sveitarfélög-innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 1910033 - Tjaldstæði Þorlákshafnar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2004061 - Úthlutunarreglur á löndun byggðakvóta. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2009002F - Bæjarráð Ölfuss - 335
Fundargerð 335.fundar bæjarráðs frá 17.09.2020.

1. 2009008 - Vilyrði fyrir úthlutun á lóðum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2009018 - Samkomulag um vatnsveitu við Hvammsveg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2009029 - Beiðni um aðgang að köldu vatni vegna þróunar á jarðhitanýtingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar. Til kynningar.
5. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. Til kynningar.
6. 2009010 - Umsókn um námsstyrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2009032 - Umsókn um námsstyrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2009011 - Stytting vinnutíma dagvinnufólks. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2009017 - Áskorun frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2009001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 10
Fundargerð 10.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 10.09.2020.

1. 2009014 - Umsókn um undanþágu á mönnun dráttarbátsins. Til kynningar.
2. 2006052 - Bein fjárhagsleg áhrif uppbyggingar Þorlákshafnar.Til kynningar.
3. 2009016 - Rekstur Þorlákshafnarhafnar 2020.Til kynningar.
4. 1905015 - Fundargerðir Siglingaráðs.Til kynningar.
5. 2009015 - Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða - áherslustaðir sveitarfélaga. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 1911008 - Verklegar framkvæmdir.Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
11. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 42.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 04.09.2020 til kynningar. Einnig er óskað eftir framboðum til stjórnar samtakanna fyrir aðalfund samtakanna sem haldinn verður í október nk.

Lagt fram til kynningar.
12. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 196.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 17.09.2020 til kynningar.

Lagt fram til kynningar
13. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerðir 44.og 45.fundar Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 31.08.20 og 16.09.20 til kynningar. Taka þarf sérstaklega fyrir lið 5 a) í fundargerð 45.fundar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögur 5.liðar fyrir sitt leyti.
14. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 886.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.08.2020 til kynningar.
Lagt fram til kynningar
15. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 295.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 31.08.2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?