Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 76

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
19.11.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Davíð Halldórsson umhverfisstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina minnisblað frá verkfræðistofunni Cowi sem sá um útboðið fyrir sveitarfélagið. Einnig minnisblað frá lögmönnum Selfoss ásamt samantekt yfir kostnað sveitarfélagsins fyrir snjómokstur s.l 5 ára.
Afgreiðsla: Frestað

Guðbergur Kristjánsson víkur af fundi við afgreiðslu máls.
2. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029
Drög af framkvæmdaráætlun 2026-2029 lögð fram til kynningar/samþykktar
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framkvæmdaráætlunina.
3. 2511044 - Heildstæða úttekt á öryggisviðbragði slökkviliðs og stöðu brunavarna í Ölfusi
Lagt er fyrir nefndina minnisblað og beiðni til Brunavarna Árnessýslu um að unnin verði úttekt og uppfærsla á brunavarnaráætlun fyrir Ölfuss.
Afgreiðsla: Nefndin tekur undir mikilvægi málsins og leggur til að erindinu verði formlega vísað til Brunavarna Árnessýslu með beiðni um að ráðast án tafar í heildstæða úttekt á öryggisviðbragði slökkviliðs og stöðu brunavarna í Sveitarfélaginu Ölfusi, í samræmi við framkomna greinargerð.

Jafnframt er óskað eftir að Brunavarnir Árnessýslu leggi fram áætlaðan tíma- og kostnaðarramma fyrir úttektina ásamt áformuðu verklagi.

Nefndin felur starfsmönnum að vinna málið áfram og tryggja samráð sveitarfélagsins við Brunavarnir Árnessýslu við vinnslu úttektarinnar.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024-25.
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.

Undir dagskrárliðnum var rætt sérstaklega um opin svæði í sveitarfélaginu. Nefndin ákvað að skipa starfshóp sem mun starfa með umhverfisstjóra. Markmið hópsins verður að vinna að framtíðarsýn opinna svæða í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnarnefnd skipar Grétar Inga Erlendsson og kallar eftir því að umhverfis- og skipulagsnefnd skipi tvo fulltrúa í hópinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?