Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 67

Haldinn í fjarfundi,
07.05.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2505007 - Beiðni um viðauki vegna framkvæmda við bráðabrigðatollaplan og framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð
Fyrir liggur að framkvæmdir við framtíðarathafnarsvæði hafnarinnar við Suðurvarargarð eru nú á lokastigi framkvæmda. Í framhaldi af því þarf að ráðast í framkvæmdir við afréttingu svæðis með toppefni, tollagirðingu, lýsingu og uppsetningu eftirlitsmyndavéla. Áætlað er að kostnaður við afréttingu er 15 milljónir, girðingar verði um 14,5 milljónir, kostnaður vegna lýsinga verði um 4 milljónir og myndavélar um 3,5 milljónir. Heildarkostnaður er þá áætlaður 40 milljónir. Óskað er eftir viðauka vegna þessa kostnaðar.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir kostnaðinn fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
2. 2505008 - Sjómannadagurinn 2025
Nefndin ræddi Sjómannadaginn 2025 sem haldinn verður 1 júní nk. Fyrir liggur að Þorlákshöfn hefur verið að vaxa mikið og breytast á seinustu árum. Eftir gríðalegar framkvæmdir sveitarfélagsins og með aðkomu margskonar fyrirtækja er Þorlákshöfn nú ekki lengur eingöngu ein besta fiskihöfn landsins heldur einnig ein stærsta vöruhöfn þess. Nefndin telur að full ástæða sé til að fagna þessum áfanga og gefa fyrirtækjum við höfnina tækifæri til að kynna sig fyrir bæjarbúum sem og höfninni að þakka bæjarbúum stuðninginn og þolinmæðina gagnvart þeim óþægindum sem óhjákvæmilega fylgja stórum framkvæmdum tímabundið.
Afgreiðsla: Með ofangreint í huga samþykkir framkvæmda- og hafnarnefnd að leggja til 1,5 milljón í hátíðarhöld helgarinnar og biðlar til þjónustuþega hafnarinnar að taka þátt í þeim. Á þeim forsendum samþykkir nefndin að beina því til bæjarráðs að láta vinna viðauka vegna þessa.

Nefndin samþykkir einnig að skipa þriggjamanna stýrihóp til að standa sem best að dagskrá sjómannadagshelgarinnar. Sæti taka þau: Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri, Ingimar Rafn Ágústsson frá meirihluta og Sigrún Hilmarsdóttir frá minnihluta.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?