Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 365

Haldinn í fjarfundi,
08.12.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Kristín Magnúsdóttir 1. varamaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2112006 - Lóðaumsóknir um 34 lóðir í Vesturbergi
Þann 18. nóvember auglýsti Sveitarfélagið Ölfus lausar til umsóknar 34 lóðir við Vesturberg. Umsóknarfrestur rann út 2.desember og er gert ráð fyrir að lóðum verði úthlutað á úthlutundarfundi 9.desember. Alls bárust 1.118 umsóknir um þessar lóðir.
Í samræmi við 15.gr. reglna um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Ölfusi samþykkir bæjarráð að sá háttur verði hafður á við úthlutun lóða í tilgreindu tilviki að umsóknum verði raðað upp og taki fast númer í töflureikninum Excel. Lóðunum verði síðan úthlutað skv. slembitölu falli (random number generator - Google leit)
Fyrst ber að afgreiða fjölbýlishúsalóðir, síðan einbýlishúsalóðir, því næsta parhúsalóðir og að lokum raðhúsalóðir. Fái einstaklingur úthlutaðri einbýlishúsalóð ógildir það ekki umsókn fyrirtækis honum tengdu um fjölbýlishúsalóð.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?