Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 57

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
06.09.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Stefán Ómar Jónsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar vakti formaður athygli á því að vegna mistaka við fundarboðun hafi fundarboð og meðfylgjandi fundargögn ekki borist með tilskildum fresti. Hann leitaði því afbrigða við umfjöllun fyrirliggjandi mála.

Fundarmenn samþykktu með 5 atkvæðum þau afbrigði að fjalla um málin þótt fundargögn hafi borist of seint enda hafa þeir haft nægan tíma til að kynna sér fyrirliggjandi mál og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því fullnægt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar
Verkfræðistofan EFLA leggur fram breytingu á aðalskipulagi sem fjallar um jarðstrengi frá tengistöð við Suðurstrandaveg að lóðum fiskeldisstöðvanna First Water (sem áður hét Landeldi ehf) og Geo Salmo. Bæði Þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrættir breytast.

Búið er að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingarinnar sem samþykkt var á 51. fundi nefndarinnar í júní.

Í fylgiskjali er kort sem sýnir nákvæma staðsetningu strengjanna.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Þess verði gætt við lagningu strengjanna að innviðir sveitarfélagsins, eins og stígar, verði ekki fyrir skemmdum og haldist opnir. Vestan við núverandi göngustíg verði gengið frá yfirborði skurða þannig að sveitarfélagið geti lagt göngustíg.
2. 2210005 - DSK Eima - Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi
Haraldur Ingason arkitekt leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Eimu í Selvogi, fyrir hönd landeiganda. Tillagan markar lóðir fyrir 2 íbúðarhús og þrjú frístundahús í landinu.

Skipulagshöfundurinn hefur leitast við að húsin verði "stakstæð" sem er í samræmi við byggðarmynstrið í Selvogi.

Borað hefur verið eftir vatni í landinu og liggur borskýrsla fyrir.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að unnið verði skipulag í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Bæta þarf uppdrátt áður en málið verður samþykkt til auglýsingar.
3. 2308044 - Stofnun lóðar fyrir hótel á reit VÞ5 úr L209844
Óskað er eftir heimild til að stofna lóð fyrir hótel á reit sem í aðalskipulagi er skilgreindur sem VÞ5. um hann segir í greinargerð skipulagsins:
Hótel og veitingarekstur í tengslum við golfvöll. Gert er ráð fyrir allt að 120 gistirýmum í hóteli eða smáhýsum, auk veitingastaðar og afþreyingu.
Ekkert deiliskipulag er í gildi.

Lóðin er stofnuð úr lóðinni L209844 sem er 335,7 ha skv. Þjóðskrá og í eigu sveitarfélagsins. Nýja lóðin er um 26,2 ha.

Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi lóð. Nefndin samþykkir ekki kvöð um aðkomu sem sýnd er á lóðarblaði. Aðkoma verði um Vallarbraut.
4. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður
Á 55. fundi vísaði nefndin erindi um steininn Latur til bæjarráðs með beiðni um fjármagn til að flytja steininn á "hæfilegan" stað. Bæjarráð samþykkti erindið fyrir sitt leiti og bókaði:
6. 2308003 - Latur - sögulegum stein fundinn viðeigandi staður. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar kostnaði við verkið til gerðar fjárhagsáætlunar. Einnig beinir bæjarráð því til skipulags- og umhverfisnefndar að hún ákvarði staðsetningu steinsins.

Áður hafði nefndin bókað um málið á 55. fundi sínum í byrjun ágúst:
Steinninn latur var eitt af siglingamerkjum við Þorlákshöfn i "gamla daga". Við stækkun hafnarinnar fyrir allmörgum árum var hann færður og er hann nú fjarri alfaraleið. Komin er tími til að hefja hann til vegs og virðingar með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans, hans til dæmis við aðkomuna að bænum.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum eða á öðrum hæfilegum stað og beinir því til bæjarráðs að fjármagni verði veitt í tilfærslu á steininum og hönnun umhverfis hans á nýjum stað, ásamt "söguskilti".

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að steininum verði fundin staður í "skeifunni" norðan við Hnjúkamóa 6-8. Umhverfis- og framkvæmdasviði falið að vinna málið áfram.
5. 2308048 - Fyrrum Suðurlandsvegur - ný skilti
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir rýni/yfirferð á skilti sem áform eru um að setja upp við gamla Suðurlandsveg, til móts við Arnarbælisveg.
Afgreiðsla: Breytingar skoðaðar. Skipulagsfulltrúa falið að fá skiltin leiðrétt og leggja þau aftur fyrir nefndina.
6. 2309001 - Umferðaskilti i dreifbýli Ölfus
Með aukinni uppbyggingu í dreifbýli ölfuss hefur umferð um vegi aukist verulega. Má þar nefna Bæjarhverfisveginn, Hvammsveg og vegi kringum Hjarðarból. Endurskoða þarf skiltun þessara vega með tilliti til umferðaöryggis og setja upp biðskyldu og hraðaskilti eftir því sem við á.

Nefna má að 70 km/klst. hámarkshraðaskilti við austanverðan Hvammsveg var nýlega tekið niður og ekki eru biðskyldumerki né hraðatakmarkanir á Hrókabólsvegi eða Hjarðarbólsvegi.

Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúa falið að senda erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir að vegir í Ölfusi verði skoðaðir og sett upp viðeigandi umferðarskilti. Meðal annars viðeigandi hraðaskilti, biðskyldu og aðvörun um gangandi- og ríðandi vegfarendur þar sem við á, eins og þar sem íbúðabyggð er við Hvammsveg, Bæjarþorp svo eitthvað sé nefnt.
Fundargerð
7. 2308005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 53
Afgreiðsla: Lagt fram.
7.1. 2307027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 1-3-5 - Flokkur 2
Björgvin Víglundsson f/h lóðarhafa Lagsarnir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 21.02.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.2. 2307028 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fríðugata 5-7 - Flokkur 2
Bent Larsen Fróðason f/h lóðarhafa Hauk Harðarson sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 02.01.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.3. 2307029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Elsugata 13-15-17 - Flokkur 2
Bent Larsen Fróðason f/h lóðarhafa BF-verk ehf sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 03.03.23
Afgreiðsla: Byggingaráform frestað. Umsækjandi er ekki handhafi lóðarinnar Elsugata 13-15-17.
7.4. 2307030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Bárugata 2-4-6 - Flokkur 2
Bent Larsen Fróðason f/h lóðarhafa Eggert smiður ehf sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi samkv. teikningum frá Larsen hönnun og ráðgjöf dags. 06.03.23
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.5. 2209005 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
Baldur Þór Halldórsson f/h lóðarhafa Sigurð Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hesthús samkv. teikningum frá BTH verk dags. 16.08.22

Erindið hefur áður fengið samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd þann 21.09.22
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.6. 2308032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjarðarbólsvegur 7 - Flokkur 2
Hjördís Sóley Sigurðardóttir sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda fyrir viðbyggingu þ.e stækkun á núverandi íbúðarhúss. samkv. teikningum frá HSS arkitektar dags. 15.08.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.7. 2308027 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gljúfurárholt land 7 - Flokkur 2
Haukur Ásgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda fyrir viðbyggingu þ.e stækkun á núverandi íbúðarhúss. samkv. teikningum frá verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. ágúst.2023
Afgreiðsla: Frestað. Ekki liggur fyrir samþykkt sjórnar vatnsveitu á auknu byggingarmagni í deiliskipulagi.
7.8. 2308024 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vellir gistihús - Flokkur 2
Anna Margrét Hauksdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda fyrir viðbyggingu þ.e stækkun á núverandi hótel. Um er að ræða 2 viðbótar álmum samtals 16. herbergjum. samkv. teikningum frá AVH ehf dags. 12.07.2023
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
7.9. 2308035 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Ari ehf sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Vísað er ú gr. 4.6 í úthlutunarreglum fyrir lóðir og gr. 4.9 þar segir að hafi umsækjandi þegar fengið lóð án þess að hafa hafið framkvæmdir kemur viðkomandi ekki til greina við úthlutun á nýjum lóðum.
7.10. 2308034 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Timbur ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Vísað er ú gr. 4.6 í úthlutunarreglum fyrir lóðir og gr. 4.9 þar segir að hafi umsækjandi þegar fengið lóð án þess að hafa hafið framkvæmdir kemur viðkomandi ekki til greina við úthlutun á nýjum lóðum.
7.11. 2308033 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Arnar Már Kristinsson sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Vísað er ú gr. 4.6 í úthlutunarreglum fyrir lóðir og gr. 4.9 þar segir að hafi umsækjandi þegar fengið lóð án þess að hafa hafið framkvæmdir kemur viðkomandi ekki til greina við úthlutun á nýjum lóðum.
7.12. 2308031 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Leiguþjónustan ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Hrímgrund ehf lóðina úthlutaða.
7.13. 2308030 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Raftækjasalan ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Hrímgrund ehf lóðina úthlutaða.
7.14. 2308029 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Kælivélar ehf. sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Hrímgrund ehf lóðina úthlutaða.
7.15. 2308028 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Snjómenn ehf sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Hrímgrund ehf lóðina úthlutaða.
7.16. 2308026 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Hallgrímur V Jónsson sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Synjað. Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Hrímgrund ehf lóðina úthlutaða.
7.17. 2308025 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 15
Hrímgrund ehf sækir um lóðina Vesturbakki 15
Afgreiðsla: Samþykkt. Þar sem 6 gildar umsóknir bárust um lóðina þá fer fram spiladráttur. Að honum loknum fékk Hrímgrund ehf. lóðina úthlutaða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?