Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 351

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.11.2025 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Berglind Friðriksdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029
Fyrir bæjarstjórn lá fjárhags- og framkvæmdaáætlun áranna 2026 til 2029.

Ráðgert er að rekstrartekjur A hluta árið 2026 verði 5.050.945 þús. kr. og rekstrargjöld: 4.410.933 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði: 45.755 þús kr. og afskriftir 242.024 þús. kr. Rekstrarniðurstaða verði því jákvæð sem nemur þús. 352.233 kr.

Sé litið til samstæðunnar má sjá að ráðgert er að rekstrartekjur verði 6.108.185 þús. kr. og rekstrargjöld 4.760.268 þús. kr. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld verði 175.772 þús. kr. og afskriftir 444.630 þús. kr. Þannig verði rekstarniðurstaða jákvæð sem nemur 727.514 þús. kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er ráðgert að veltufé samstæðu frá rekstri árið 2026 verði 1.327.423 þús. kr. og að fjárfesting nemi 3.003.015 þús. kr. Þá er fyrirhugað að greiða langtímalán niður fyrir 296.291 þús. kr. Engin lántaka er áætluð í aðalsjóði á árinu 2026 en gert er ráð fyrir lántöku hjá hafnarsjóði, samtals kr. 1 milljarður.

Á komandi ári eru all verulegar fjárfestingar fyrirhugaðar. Þannig eru áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs 754 milljónir, fjárfestingar hafnarinnar 1,8 milljarðar, íbúða aldraðra 20 milljónir, vatnsveitu 124,5 milljónir og fráveitu 333,3 milljónir. Samtals er þar um ræða fjárfestingar upp á rúma 3 milljarða nettó.

Fyrirhugað er að rekstrarniðurstaða samstæðu verði 807 milljónir árið 2027, 1.001 milljón árið 2028 og 1.186 milljónir árið 2029. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta verði 365 milljónir árið 2027, 504 milljónir árið 2028 og 654 milljónir árið 2029.

Tölur eru í þúsundum króna:

Fjárhagsáætlun A hluta Ölfuss 2026:
Rekstrartekjur:5.050.945
Rekstrargjöld: 4.410.933
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): 45.755
Rekstrarniðurstaða, jákvæð: 352.233
Veltufé frá rekstri: 666.906
Fjárfesting : 753.705
Afborganir langtímalána:200.296
Handbært fé í árslok: 320.870

Fjárhagsáætlun B-hluta sjóða Ölfuss 2026:
Rekstarniðurstaða Hafnarsjóðs: 260.901
Rekstrarniðurstaða Fráveitu: 80.441
Rekstarniðurstaða Félagslegra íbúða, (tap): -11.875
Rekstrarniðurstaða Íbúða aldraðra, (tap): -5.404
Rekstarniðurstaða Vatnsveitu: 51.218

Fjárhagsáætlun samstæðu A og B hluta Ölfuss 2026:
Rekstrartekjur: 6.108.185
Rekstrargjöld: 4.760.268
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld): 175.772
Rekstarniðurstaða, jákvæð: 727.514
Veltufé frá rekstri: 1.327.423
Fjárfesting : 3.003.015
Afborganir langtímalána:296.291
Handbært fé í árslok : 424.115

Elliði Vignisson bæjarstjóri fylgir fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2026-2029 úr hlaði.


Grétar Ingi Erlendsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Lagt er til að vísa fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029 til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

Tekið var fundarhlé kl.17:20, fundi framhaldið kl. 17:30.
2. 2505012 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2025. Í viðaukanum er fjárfestingaáætlun ársins hækkuð um 177 milljónir og er það að mestu vegna framkvæmda við höfnina. Einnig er um að ræða lækkun á gatnagerðargjöldum, hækkun vegna nýs leikskóla o.fl. Í rekstri aukast gjöld um tæpar 50 milljónir nettó og skýrist það af hækkun á framlögum vegna nýs leikskóla, aukins launakostnaðar vegna nýrra kjarasamninga, aukins viðhalds í stofnunum sveitarfélagsins o.fl. Tekjur aukast um 146 milljónir vegna aukinnar staðgreiðslu.


Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Lagt er til að samþykkja viðaukann.
Samþykkt samhljóða.
3. 2510090 - Beiðni um heimild til töku yfirdráttar
Fyrir bæjarstjórn lá minnisblað þar sem lagt er til að bæjarstjórn Ölfuss veiti heimild til að fá yfirdráttarheimild hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð allt að 150 milljónum króna til að mæta fjárþörf vegna framkvæmda og/eða fjárfestinga í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun bæjarins.

Heimildin verði í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og reglur um lántökur sveitarfélaga.

Heimildin taki til þess að bæjarstjóri, fyrir hönd sveitarfélagsins, annist nauðsynlegar ráðstafanir vegna lántöku, þar á meðal að semja við lánastofnunina, undirrita lánssamning og skuldbinda sveitarfélagið samkvæmt honum.

Heimildin gildir til 1.mars 2026.

Samþykkt samhljóða.
4. 2511072 - Lóðaúthlutunarreglur Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2026
Tillaga að breytingum á úthlutunarreglum lóða í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Reglurnar voru lagðar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd og eftirfarandi bókað: Nýjar úthlutunarreglur eru staðfestar og vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu.

Nefndin vill einnig benda á að styrkja mætti úthlutunarferlið með því að fulltrúi sýslumanns væri viðstaddur útdrátt lóða, eins og viðgengist hefur til dæmis í nágrannasveitarfélögum.

Grétar Ingi Erlendsson, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Óskað var eftir fundarhléi kl.17:40. Fundi fram haldið kl. 17:50.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson lagði fram tillögu um að eftirfarandi yrði bætt við reglurnar:
Ef fjöldi gildra umsókna um auglýstar lóðir er meiri en fjöldi lóða sem í boði eru við fyrstu úthlutun lóðanna skal útdráttur fara fram að viðstöddum fulltrúa sýslumannsembættisins á Selfossi.

Tillagan lögð fyrir fundinn og hún samþykkt samhljóða.

Reglurnar lagðar í heild sinni fyrir fundinn og þær samþykktar samhljóða.

5. 2511052 - Samþyktir Byggðasafns Árnesinga breytingar 2025
Breytingar á samþykktum Byggðasafns Árnesinga - fyrri umræða. Lagt er til að vísa samþykktunum til síðari umræðu .
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Samþykkt samhljóða að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
6. 2511054 - Samþykktir Listasafns Árnesinga breytingar 2025
Breytingar á samþykktum Listasafns Árnesinga - fyrri umræða. Lagt er til að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
7. 2511053 - Samþykktir Héraðsskjalasafns Árnesinga breytingar 2025
Breytingar á samþykktum Héraðsskjalasafns Árnesinga - fyrri umræða. Lagt er til að vísa samþykktunum til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða að vísa samþykktunum til síðari umræðu.
8. 2511057 - Beiðni um samstarf í barnaverndarþjónustu við Ölfus og Hveragerði
Erindi frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings þar sem óskað er eftir að Barnaverndarþjónusta Árnesþings fái að gerast hluti af sameiginlegri barnaverndarþjónustu Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar. Er þetta gert til að uppfylla ákvæða laga um lágmarksíbúafjölda en sú undanþága sem hefur verið í gildi rennur út í nóvember.
Samþykkt samhljóða.
9. 2511037 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2026
Fyrir fundinum liggja gjaldskrár Sveitarfélagins Ölfuss fyrir árið 2026.
Allar gjaldskrár hækka um 3,9 % á milli ára.


Hrönn Guðmundsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.

Lagt er til að gjaldskrám vegna ársins 2026 verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
10. 2511055 - Gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss 2026
Gjaldskrá Velferðarþjónustu Ölfuss fyrir árið 2026 til fyrri umræðu. Lagt er til að hækka allar fjárhæðir um 3,9% með þeirri undantekningu að greiðslur til stuðningsfjölskyldna hækka um 4,1% í samræmi við tillögur Bergrisans og önnur sveitarfélög.
Lagt er til að gjaldskránum verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
11. 2511070 - Gjaldskrá Þorlákshafnar 2026
Gjaldskrá Þorlákshafnarhafnar fyrir árið 2026. Almennt er lagt til að gjaldskráin hækki um 3,9% á milli ára.
Lagt er til að gjaldskránni verði vísað til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
12. 2511078 - Útsvarsprósenta 2026
Lagt er til að útsvarsprósenta fyrir árið 2026 verði óbreytt frá árinu 2025 eða 14,97% af útsvarsstofni.
Samþykkt samhljóða.
13. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að desemberfundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 11.desember 2025.
Samþykkt samhljóða.
14. 2502019 - Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar ASKbr
Endurkoma eftir athugasemdaferli. Athugasemdarferli vegna skipulagsins er lokið. Ábending barst frá Veitum þess efnis að mikilvægt væri að sveitarfélagið hefði samráð við Veitur til að skipuleggja hvaða áhrif aukning þéttbýlissvæðis kæmi til með að hafa á hitaveitu. Þá barst ábending frá HSL sem kallar ekki á að gerðar séu breytingar á skipulagsbreytingunni. Að öðru leyti voru ekki gerðar athugasemdir og er aðalskipulagsbreytingin því lögð fram í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2511025 - Akurholt óv. DSKbr. - stofnun lóðar
Lögð er fram óveruleg deiliskipulagsbreyting á deiliskipulagi Akurholts. Breytingin felst í afmörkun nýs lands (Hólsakur) utan um 25 lóðir innan landnýtingarreits ÍB33.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags- og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áréttað er að halda þarf áfangaskiptingu deiliskipulagsins þegar kemur að uppbyggingu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2508025 - Spóavegur 12 og 12a sameining lóða DSK
Endurkoma eftir auglýsingu
Umsagnarferli vegna skipulagsins er lokið og bárust engar athugasemdir á umsagnartíma. Skipulagsbreytingin er því lögð fram í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2511028 - Egilsbraut 9 DSKbr. - Lóð fyrir hjúkrunarheimili
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi Egilsbrautar 9. Skipulagssvæðið er stækkað og bætt við nýrri 10.561 m2 lóð. Afmarkaður er byggingarreitur fyrir hjúkrunar- og dvalarheimili og tengda þjónustu. Nýtingarhlutfall lóðar er 0,68. Hús geta verið á allt að fimm hæðum. Bílastæði skulu vera innan byggingarreits og eru sýnd til skýringar á uppdrætti. Innan lóðar er gert ráð fyrir aðlaðandi útisvæðum og gönguleiðum sem tengjast við stígakerfi Þorlákshafnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2504076 - Hafnarsvæði H3 og samfélagsþjónustusvæði S4 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að vinnslutillaga hafi ekki verið auglýst sérstaklega áður en málið var tekið fyrir af bæjarstjórn. Tillagan er því lögð aftur fyrir fund til að uppfylla kröfur laga.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2502047 - Réttarhola deiliskipulag
Umsagnartíma skipulagsins er lokið og bárust 5 umsagnir á umsagnartíma. Aðeins Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd en hún var á þá leið að sýna þyrfti vatnsverndarsvæði á uppdrætti. Skipulagshöfundur hefur brugðist við athugasemdum og leggur fram uppfært skipulag en bendir á að ekki þurfi að tilgreina vatnsverndarsvæði þar sem ekki er um neysluvatn að ræða.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Geir Höskuldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Samþykkt með fyrirvara um samþykki landeiganda. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Sigurbjörg kom aftur inn á fundinn.
20. 2511046 - Vesturbyggð 3.-4. áfangi - Óv. DSKbr vegna byggingarskilmála
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulaginu Vesturbyggð 3-4 áfangi. Breytingunni er ætlað að skerpa á skilmálum varðandi 2ja hæða raðhús syðst í skipulaginu. Mænisstefna er skilgreind og mænishæð aukin úr 7,5m í 9,5m.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi
Endurkoma eftir umsagnarferli Breytingin hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og barst fjöldi umsagna og athugasemda á kynningartíma tillögunnar. Lögð eru fram svör skipulagshöfundar við öllum innkomnum athugasemdum þar sem m.a. er tekið á ábendingum um samlegð íbúðabyggðar og hafnarstarfsemi, græn svæði, þéttleika byggðar, uppbyggingu innviða, ásýnd og sjálfbærni. Í svörum er rakið hvernig tekið verði tillit til þessara þátta við frekari útfærslu í deiliskipulagi og framkvæmdum. Lögð er áhersla á að svæðið sé miðlægt, tengist vel gatnakerfi og falli að markmiðum Aðalskipulags Ölfuss 2020-2036 og Landskipulagsstefnu 2024-2038.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Berglind Friðriksdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég ítreka þá skoðun mína að hér sé stefnt að of þéttri byggð auk þess sem þrengt verði að athafnasvæði hafnar með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á bæði atvinnusvæðið og íbúabyggð. Ætlunin er að á þessum reit rísi allt að 155 íbúðir sem gætu hýst hátt á fjórða hundrað íbúa en meðalfjöldi íbúa á heimili á Íslandi eru um 2,4 skv. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Ég er ekki ein um þessa skoðun eins og kom fram bæði í fjölda umsagna og á opnum íbúafundi sem sveitarfélagið boðaði til þann 29. október sl. en þar mætti verkefnið mikilli andstöðu meðal íbúa.

Grétar Ingi Erlendsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 6 atkvæðum, Berglind Friðriksdóttir greiddi atkvæði á móti.
22. 2511027 - Bolaölduvirkjun ASKbr
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ölfuss. Breytingin felur í sér að útbúið verði nýtt iðnaðarsvæði I25 þar sem ráðgert er að setja upp jarðvarmavirkjun.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum. Berglind Friðriksdóttir sat hjá.
23. 2509043 - Stækkun grunnskóla Þorlákshafnar - DSK
Umsagnarferli deiliskipulags fyrir stækkun grunnskóla Þorlákshafnar er lokið og engar athugasemdir gerðar af umsagnaraðilum. Ábending barst frá Náttúruverndarstofnun um að svæðið væri á náttúruminjaskrá en líklegt verður að teljast að einhvers misskilnings gæti þar, enda lóðin inni í miðjum bæ langt frá náttúruminjasvæðinu Hafnarnesi. Skipulagið er því lagt fram að nýju í óbreyttri mynd.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
24. 2511056 - Samantekt úr ályktunum ársþings SASS 2025
Samantekt úr ályktunum ársþings SASS 2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
25. 2511003F - Bæjarráð Ölfuss - 453
Fundargerð 453.fundar bæjarráðs frá 06.11.2025 til staðfestingar.

1. 2312024 - Umsókn um lóð - Selvogsbraut 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2510091 - Beiðni um viðbótarfrest til nýtingar á byggingarrétti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2510044 - Ósk um stækkun lóðar - Nesbraut 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2511011 - Fornleifarannsóknir við Egilsbraut - Aukafjárveiting. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2511009 - Beiðni um styrk vegna vinabæjarmóts í Ölfusi 2026. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2510085 - Erindi frá Viðburðarfélaginu Þollóween. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2511010 - Beiðni um skilmálabreytingu á skuldabréfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2510064 - Erindi frá knattspyrnufélaginu Ægi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2511012 - Samstarf við Markaðsstofu Suðurlands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2511013 - Kynning á leiðaáætlun landsbyggðarvagna. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

26. 2511004F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 102
Fundargerð 102.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 10.11.2025 til staðfestingar.

1. 2510089 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Selvogsbraut 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2511023 - Gistirými á efri hæð í iðnaðarhúsnæði - Vesturbakki 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2511024 - Skíðaskálinn í Hveradölum - Beiðni um heimild til að setja upp skilti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2502019 - Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2511025 - Akurholt óv. DSKbr. - stofnun lóðar. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2508025 - Spóavegur 12 og 12a sameining lóða DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2511026 - Kirkjuferjuhjáleiga DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2511027 - Bolaölduvirkjun ASKbr. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2511028 - Egilsbraut 9 DSKbr. - Lóð fyrir hjúkrunarheimili. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2504076 - Hafnarsvæði H3 og samfélagsþjónustusvæði S4 - stækkun skipulagssvæðis - ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
27. 2510011F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 74
Fundargerð 74.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 28.10.2025 til staðfestingar.

1. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
28. 2511001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 75
Fundargerð 75.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 04.11.2025 til staðfestingar.

1. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
29. 2511009F - Stjórn vatnsveitu - 23
Fundargerð 23.fundar stjórnar vatnsveitu frá 17.11.2025 til staðfestingar.


1. 2511043 - Framtíðar uppbygging á dreifikerfi vatnsveitu fyrir þéttbýlið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2203022 - Kaldavatns lögn að Akurholti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
30. 2511008F - Fjallskilanefnd - 11
Fundargerð 11.fundar fjallskilanefndar frá 19.11.2025 til staðfestingar.

1. 2511042 - Girðing frá Húsmúlarétt að sveitarfélagamörkum

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
31. 2511007F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 37
Fundargerð 37.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 19.11.2025
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra Bergheima. Til kynningar.
3. 2508002 - Skýrsla leikskólastjóra Hraunheima. Til kynningar.
4. 2510048 - Áheyrnafulltrúar leikskóla í fjölskyldu og fræðslunefnd. Til kynningar.
5. 2510073 - Breyting á skipuriti Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar.
6. 2511041 - Skólaþjónusta - staða mála hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

32. 2511010F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 76
Fundargerð 76.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 19.11.2025 til staðfestingar.

1. 2510086 - Vetrarþjónusta í Ölfusi 2025-þéttbýlið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2511044 - Heildstæða úttekt á öryggisviðbragði slökkviliðs og stöðu brunavarna í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
33. 2511012F - Stjórn vatnsveitu - 24
Fundargerð 24.fundar stjórnar vatnsveitu frá 18.11.2025 til staðfestingar.

1. 2511043 - Framtíðar uppbygging á dreifikerfi vatnsveitu fyrir þéttbýlið

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
34. 2511005F - Bæjarráð Ölfuss - 454
Fundargerð 454.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 20.11.2025 til staðfestingar.

1. 2507001 - Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2026-2029. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2208020 - Kotstrandarkirkjugarður viðhald. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2511069 - Viljayfirlýsing Sveitarfélagsins Ölfuss og húsnæðissamvinnufélagsins Búmanna hsf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
35. 2511014F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 103
Fundargerð 103.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 24.11.2025 til staðfestingar.

1. 2509043 - Stækkun grunnskóla Þorlákshafnar - DSK. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2511046 - Vesturbyggð 3.-4. áfangi - Óv. DSKbr vegna byggingarskilmála. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2502047 - Réttarhola deiliskipulag. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2410041 - M2 Óseyrarbraut - breyting á aðalskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2511049 - Náma í lambafelli - Nýtt deiliskipulag. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2511072 - Lóðaúthlutunarreglur sveitarfélagsins Ölfus 2025-2026. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2511073 - Skipun nefndarmanna í nefnd um opin svæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2511027 - Bolaölduvirkjun ASKbr. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2511034 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Porkelsgerði 1, Selvogur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2511035 - Merkjalýsing - Uppskipting landeigna - Hafnarskeið DRE. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2511023 - Gistirými á efri hæð í iðnaðarhúsnæði - Vesturbakki 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
36. 2511002F - Ungmennaráð - 6
Fundargerð 6.fundar ungmennaráðs frá 28.10.2025 til kynningar.

1. 2511005 - Erindisbréf ungmennaráðs.
2. 2511008 - Fjárhagsáætlun 2026.

Erla Sif Markúsdóttir tók til máls og lagði til að fjármunir yrðu settir í fjárhagsáætlun ársins til að gera battavöll við grunnskólann.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
37. 2510010F - Öldungaráð - 11
Fundargerð 11.fundar Öldungaráðs frá 29.10.2025 til kynningar.

1. 2510081 - Aðstöðumál á Níunni - heilbrigðisþjónusta o.fl.
2. 2510083 - Leiguíbúðir á Níunni - matskerfi
3. 2510084 - Lýðheilsa eldri borgara - geðheilbrigði o.fl.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðir til kynningar
38. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 987.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
39. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 629.fundar stjórnar SASS frá 22.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
40. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
Fundargerð 249.fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 04.04.2025 og aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 24.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
41. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 338.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 22.10.2025 og 339.fundar frá 13.11.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
42. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð aðalfundar Tónlistarskóla Árnesinga frá 14.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
43. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð aðalfundar Brunavarna Árnessýslu frá 14.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
44. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð haustfundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 14.10.2025 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?