Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 291

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
27.05.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Sigríður Vilhjálmsdóttir 3. varamaður,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar bauð forseti Sigríði Vilhjálmsdóttur velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012017 - Útboð á jarðvegstipp við Bolöldur
Á fundi framkvæmda- og hafnarnefndar þann 19.maí sl. voru lagðar fyrir nefndina niðurstöður útboðs fyrir Bolaöldunámu-efnistaka og frágangur.
Að undangengnu forvali sem auglýst var 20.mars bárust umsóknir frá eftirtöldum aðilum: Bolaöldur ehf., Smávélar ehf. og JG Vélar ehf. Eftir að innsend gögn voru yfirfarin var öllum 3. boðið að taka þátt í lokuðu útboði.

Tilboð voru opnuð 18. apríl og skiluðu 2 inn tilboði.

Bolaöldur ehf. 7kr á m3
JG Vélar ehf. 50kr á m3.

Sviðsstjóri leggur til að tilboð hæstbjóðanda JG Vélar ehf. verði samþykkt.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að taka tilboði hæstbjóðanda.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
2. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð
Skipulagshöfundar leggja fram tillögu að aðalskipulagsbreytingum og deiliskipulagi fyrir nýtt hverfi vestan byggðar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögurnar í samræmi við 31.grein og 1.málsgr. 41.greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin áformar kynningarfund á auglýsingatímabilinu eftir því sem sóttvarnir leyfa. Á kynningarfundinum verði kynnt nafnasamkeppni um nafn á hverfið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að breytingu á skipulagi Norðurhrauns. Um er að ræða breytingu á skilmálum þar sem eftirfarandi breytingar eru gerðar:
-Kvöð er um a.m.k. 1 m skörun á milli veggflata en hún verður 0,3 m.
-Bindandi byggingarlínur eru víða óígrundaðar og mæta mikilli andstöðu meðal lóðarrétthafa og byggingaraðila. Þær eru gerðar leiðbeinandi.
-Hámarks nýtingarhlutfall á lóðum er 0,35 fyrir einbýlishús og 0,3 fyrir raðhús. Ekki er samræmi milli þess og hámarks byggingarmagns. Nýtingarhlutfalli er breytt í 0,4 fyrir einbýlishús og 0,35 fyrir raðhús.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytingartillöguna í samræmi við 1.málsgr. 41.greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2003010 - DSK Lækur II - lóð 3
Kjartan Árnason arkitekt leggur fram deiliskipulag af Læk II lóð 3 fyrir hönd landeiganda. Lóðin er 5,1 ha rétt ofan við Þorlákshafnarveg. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, vinnustofu, geymslu, hlöðu, gripahúsi, gestahúsi, leikhúsi barna og hænsnakofa, allt í samræmi við ákvæði aðalskipulags.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.málsgr. 41.greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Sett eru skilyrði um að eftirfarandi liggi fyrir áður en gengið er endanlega frá málinu:
-Yfirlýsing nágranna vegna umferðar um hans landareign og afnota af vegtenginu við Þorlákshafnarveg.
-Staðfest öflun neysluvatns.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn
EFLA leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Grímslækjarheiði - Sögustein þar sem gert er ráð fyrir íbúðarlóðum á svæði sem er íbúðasvæði skv. aðalskipulagi. Ein af lóðunum var áður útivistarsvæði.

Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsins var samþykkt til auglýsingar á 15.fundi nefndarinnar og var það auglýst frá 3. feb. - 3. mars 2021. Athugasemdir komu frá landeiganda Hlíðarási í fjórum liðum.

Eldra deiliskipulag svæðisins sýndi allar byggingarlóðir á svæðinu sem frístundalóðir. Tvö íbúðarhús standa á svæðinu, Sögusteinn og Hlíðarás, húsin eru skráð íbúðarhús þó þau standi á lóðum sem eru skipulagðar sem frístundalóðir skv. gildandi deiliskipulagi. Þetta misræmi er lagfært í nýju skipulagi. Eigendur annars hússins eru ósáttir við ýmsa þætti í skipulagslýsingunni og komu með athugasemdir og ábendingar sem sjá má í viðhengi. Einnig minnisblað þar sem fjallað er um þær.

Landeigandi hefur lagt fram gögn um vatnsöflun.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1.málsgr. 41.greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara þeim ábendingum sem bárust í samræmi við tillögu í minnisblaði.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2105004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 24
Fundargerð 24.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 17.05.2021 til staðfestingar.

1. 2105011 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2104043 - Mánastaðir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2105019 - Bjarnastaðir 171686 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2105017 - Finnsbúð 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2105009 - Árbær 3 171661 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2104044 - Þurárhraun 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2104037 - Nesbraut 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2104032 - Fiskalón 171701 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2104031 - Pálsbúð 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
7. 2105003F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 18
Fundargerð 18.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 19.05.2021 til staðfestingar.

1. 2103060 - Ársreikningar Sveitarfélagsins Ölfuss 2020. Til kynningar.
2. 2105028 - Kaup á stálplötum til framlengingar ramps. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2002010 - Viðbygging leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2105027 - Stækkun á Egilsbraut 9, þjónusturými. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021. Til kynningar.
6. 2012017 - Útboð á jarðvegstipp við Bolöldur. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest.
8. 2105001F - Bæjarráð Ölfuss - 349
Fundargerð 349.fundar bæjarráðs frá 06.05.2021 til staðfestingar.

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2104035 - Yfirlit um innheimtuþjónustu 2020. Til kynningar.
3. 2011004 - Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
9. 2105002F - Bæjarráð Ölfuss - 350
Fundargerð 35.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 20.05.2021 til staðfestingar.

1. 2102004 - 70 ára afmæli þéttbýlis. Til kynningar.
2. 2105030 - Lóðarleigusamningur Laxabraut 21,23,25.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt með 6 atkvæðum.

Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi O-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslu bæjarráðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarráð er hér að leyfa fyrirtækinu Landeldi að greiða lóðagjöld með sex veðskuldabréfum, vaxtalaust, til mislangs tíma að heildarupphæð 177,3 milljónir króna. Mín skoðun er að sveitarfélag sé ekki lánastofnun, framkvæmdaaðilar eiga að fjármagna sín verkefni í gegnum fjármálastofnanir. Ég leggst gegn þessari afgreiðslu og segi nei.

3. 2011009 - Markaðsstofa Suðurlands - endurnýjun á samstarfssamningi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2105024 - Kall til sveitarfélaga að taka þátt í BONN-áskoruninni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
10. 2104009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 29
Fundargerð 29.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.04.2021 til staðfestingar.

1. 2104034 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
11. 2104010F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 20
Fundargerð 20.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 25.05.2021 til staðfestingar.

1. 2105033 - Árbær 4 sameining lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2102075 - DSK Auðsholt - 3 lóðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2009012 - ASK og DSK hverfi vestan byggðar. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2003010 - DSK Lækur II - lóð 3. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 1904036 - DSK Ferjukot - Kirkjuferjuhjáleiga Land 2. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2105006 - Grenndarkynning - Bílskúr Lyngmóa Lóð D. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2102011 - Grenndarkynning Klængsbúð 23-27 - 4 íbúðir í raðhúsi í stað 3. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2104041 - Aðalból stofnun lóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2105023 - Lóð fyrir spennistöð við Lýsi í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2102094 - Orkuveita Reykjavíkur - sameining lóða í Jarðhitagörðum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2104040 - Nafnabreyting Gljúfurárholt land 14 verður Berg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2105022 - Minnismerki um Karl Sighvatsson. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2105018 - Þurárhraun 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Kristín Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2105007 - Umsögn um deiliskipulag Vatnsendahæð - Vatnsendahvarfs. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2105015 - Umsögn um starfsleyfisumsókn fyrir landmótun í Sleggjubeinsdal. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2105004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 24. Tekið fyrir sérstaklega.
19. 2103006 - Kolviðarhólslína - umsögn. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
12. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 301.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.apríl 2021 til kynningar.
Lagt fram.
13. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 46,.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 16.04.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
14. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fundargerð NOS frá 14.apríl 2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Elliði Vignisson bæjarstjóri greindi frá breytingum í starfsmannamálum hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings en búið er að ráð nýjan forstöðumann í stað Ragnheiðar Hergeirsdóttur sem mun láta af störfum um miðjan júní.
15. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 897.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.04.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
16. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð 199.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 10.05.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
17. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 22.03.2021 og fundargerð 7.fundar Almannavarna Árnessýslu frá 22.03.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
18. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 14.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 03.02.2021 og 15.fundar frá 13.04.2021 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
19. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 569.fundar stjórnar SASS frá 07.05.2021 til kynningar.


Lagt fram til kynningar.
20. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerðir 19.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 15.03.2021 og 20.fundar frá 03.05.2021 til kynningar.
Einnig eru til kynningar fundargerðir 10.fundar bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 09.02.2021 og 11.fundar frá 15.03.2021.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?