Fundargerðir

Til bakaPrenta
Ungmennaráð - 6

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
28.10.2025 og hófst hann kl. 19:00
Fundinn sátu: Einar Dan Róbertsson aðalmaður,
Auður Magnea Sigurðardóttir aðalmaður,
Eva Rán Ottósdóttir aðalmaður,
Gunnar Ægir Þorsteinsson aðalmaður,
Sóldís Sara Sindradóttir aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ragnar M Sigurðsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2511005 - Erindisbréf ungmennaráðs
Erindisbréf lagt fyrir nefndarmenn
Kynning á erindisbréfi ungmennaráðs.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir erindisbréfið og kynnti fyrir fundarmönnum þau verkefni sem koma fram í því.
Í fjórðu grein um starfshætti ungmennaráðsins eru þrjú verkefni sem ráðið vill koma í farveg.
Í fyrsta lagi var samþykkt að halda ungmennaþing snemma á næsta ári þar sem ungu fólki gefst tækifæri að ræða málefni ungs fólks í sveitarfélaginu.
Í öðru lagi er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að óska eftir fundi með bæjarstjóra til að fá kynningu á hinum ýmsu verkefnum sveitarfélagsins og skipulagi stjórnsýslunar.
Í þriðja lagi að þegar niðurstöður ungmennaþings verða tilbúnar þá fái fulltrúar ungmennaráðs að hitta bæjarstjórn og kynna fyrir þeim niðurstöður þingsins.
2. 2511008 - Fjárhagsáætlun 2026
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss árið 2026.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fyrir ráðinu hvernig vinna við fjárhagsáætlun færi fram og í framhaldi af því voru umræður um hugsanlegar tillögur ráðsins til bæjarstjórnar.

Ein tillaga var samþykkt.
Ungmennaráð leggur til við bæjarráð að skoðað verði hvort að möguleiki sé á að setja upp battafótboltavöll á skólalóðinni eða öðrum hentugum stað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?