Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 457

Haldinn í fjarfundi,
08.01.2026 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2509041 - Beiðni um stækkun á lóð
Í framhaldi af fyrri umræðu um stækkun á lóð Thor landeldis (mál 2509041) lágu fyrir útfærð gögn sem sýna mögulega stækkun á athafnarsvæði þeirra upp á 203.323 m2. Um er að ræða nýja lóð til vesturs sem og stækkun lóða til sjávar. Að aflokinni þeirri stækkun verður athafnasvæði Thor landeldis um 402 þúsund m2.

Bæjarráð þakkar þessar viðbótar upplýsingar og beinir því til skipulagnefndar að ljúka sem fyrst skipulagsvinnu á þeim forsendum sem hafa verið kynntar.

Samþykkt samhljóða.
2. 2601011 - Samkomulag um uppbyggingu frístundabyggðar
Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss tók til umfjöllunar drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Kafla ehf. um samstarf vegna skipulags og uppbyggingar frístundabyggðar í Öldubyggð, Hafnarskeiði. Samkomulagið tekur til um það bil 46 hektara svæðis sem skilgreint er sem frístundabyggð í námunda við Þorlákshöfn í gildandi aðalskipulagi og felur í sér heildstæða nálgun að skipulagsvinnu, greiningu á byggingarhæfi lands, áfangaskiptingu framkvæmda og uppbyggingu innviða.

Bæjarráð telur að samkomulagið styðji við markmið sveitarfélagsins um skipulagða og sjálfbæra uppbyggingu frístundabyggðar, með áherslu á vistvænar lausnir, útivist og góða aðlögun að landslagi. Jafnframt er litið svo á að verkefnið geti styrkt atvinnulíf, verslun og þjónustu í Þorlákshöfn og þannig haft jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Þá er verkefnið án fjárhagslegrar áhættu fyrir sveitarfélagið enda fellur allur kostnaður vegna innviða á framkvæmdaaðilann. Þá er ekki gert ráð fyrir almannaþjónustu svo sem snjómokstri, skólaakstri né nokkru öðru enda um frístundabyggð að ræða.


Þá er áhersla lögð á að áframhaldandi vinna við deiliskipulag og mögulegar breytingar á aðalskipulagi fari fram í nánu samráði aðila og í samræmi við gildandi lög, reglur og stefnumörkun sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið við Kafla ehf. um samstarf vegna uppbyggingar frístundabyggðar í Öldubyggð, Hafnarskeiði, og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er starfsmönnum falið að fylgja málinu eftir í samræmi við efni samkomulagsins og gildandi skipulagsáætlanir.

Samþykkt samhljóða.
3. 2112059 - Verkfallslisti
Fyrir fundinum liggur auglýsing um skrá yfir þau störf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi sem eru undanskilin verkfallsheimild. Listinn hefur hlotið samþykki hlutaðeigandi stéttarfélaga.


Bæjarráð samþykkir samhljóða auglýsingu um störf sem undanþegin eru verkfallsheimild.
4. 2004007 - Dagvistun - heimgreiðslur til foreldra
Fyrir bæjarráði lágu drög að minniháttar breytingum á reglum um heimgreiðslur.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir endurskoðaðar reglur um heimgreiðslur/foreldragreiðslur.

Samþykkt samhljóða.
5. 2601010 - Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland
Háskólafélag Suðurlands og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa undirritað samning vegna áhersluverkefnisins „Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland“. Verkefnið, sem styrkt er af Sóknaráætlun Suðurlands, felur í sér að Háskólafélagið leiði mótun heildstæðrar stefnu til að samræma og efla nýsköpunarstarf í landshlutanum. Óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Sveitarfélaginu Ölfusi sem taka mun þátt í vinnstofum vegna verkefnisins.


Bæjarráð Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir að taka þátt í mótun Nýsköpunarstefnu fyrir Suðurland og óskar eftir því að Ölfus Cluster leiði aðkomu sveitarfélagsins vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.
6. 2512291 - Beiðni um styrk til að fjármagna kynningarefni ME félagsins
ME félag Íslands er almannaheillafélag sem er að vinna að gerð fræðsluefnis til að auka skilning og upplýsa um ME sjúkdóminn. Óskað er eftir styrk vegna gerðar kynningar- og fræðsluefnis.

Bæjarráð getur ekki orði við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
7. 2601009 - Breyting á reglugerð 12122015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem kynntar eru breytingar á 4.gr. í fylgiskjali I með reglugerð nr.1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Breytingin tekur gildi 1.janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?