Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Þorlákshöfn loftmynd 2016 - Baldvin A.HrafnssonErtu að flytja í Þorlákshöfn eða Ölfus?
Sveitarfélagið býður 33% afslátt af gatnagerðargjöldum út maí 2018.

Hér má finna kortasjá með lausum lóðum og upplýsingum

Næsta úthlutun lausra lóða fer fram í mars 2018.

Lausar lóðir til úthlutunar;

Einbýlishús:
Við Finnsbúð, nr. 14
Við Pálsbúð, nr. 5, 7 og 11 nr. 6, 8, 14, 16, 18, 22, 24 og 26.
Parhús við Klængsbúð, nr. 17-19.

Hægt er að sjá húsnæði til sölu á fasteignavef Mbl.is og Vísis
Einnig er Fasteignasala Suðurlands staðsett í Þorlákshöfn. Sími: 483 3424
Heimavellir leigja út nokkrar íbúðir í Þorlákshöfn. Sími: 517 3440

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Póstnúmer í Þorlákshöfn er 815 og 816 í dreifbýli Ölfuss.

Bæjarskrifstofur Ölfuss
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn
Sími: 480 3800
Opið alla virka daga frá kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Þjóðskrá Íslands sér um flutningstilkynningar og það er gert rafrænt hér

Innritun í leik- og grunnskóla fer fram á íbúagátt sveitarfélagsins. Hér má finna upplýsingar um skólaþjónustu í sveitarfélaginu.

Sveitarfélagið sér ekki um umsóknir fyrir börn hjá dagforeldri. Foreldrar/forráðamenn hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Hér má finna lista yfir dagforeldra í Ölfusi.

Veitur ohf. sjá um hitaveitu í Ölfusi
Sími: 516 6000

Rarik ohf. sér um rafveitu í Ölfusi
Sími: 528 9000

Landsbankinn er með útibú í Þorlákshöfn
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn
Sími: 410 4000
Opið alla virka daga frá kl. 9:00 - 16:00

Hér má finna lista yfir þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu

Hér má finna lista yfir íþrótta- og tómstundafélög í sveitarfélaginu

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?