Lausar lóðir og hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Þorlákshöfn loftmynd 2016 - Baldvin A.HrafnssonErtu að flytja í Þorlákshöfn eða Ölfus?
Sveitarfélagið býður 33% afslátt af gatnagerðargjöldum út árið 2017.

Hér má finna kortasjá með lausum lóðum og upplýsingum

Næsta úthlutun lausra lóða fer fram 11. desember 2017

Lausar lóðir til úthlutunar 11. desember 2017;

Einbýlishús:
Við Finnsbúð, nr. 14
Við Pálsbúð, nr. 5, 7 og 11 nr. 6, 8, 14, 16, 18, 22, 24 og 26.
Parhús við Klængsbúð, nr. 22-24, 26-28 og 30-32 nr. 17-19 og 21-23.
Raðhús við Ísleifsbúð, nr. 22-28.

Hægt er að sjá húsnæði til sölu á fasteignavef Mbl.is og Vísis
Einnig er Fasteignasala Suðurlands staðsett í Þorlákshöfn. Sími: 483 3424
Heimavellir leigja út nokkrar íbúðir í Þorlákshöfn. Sími: 517 3440

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Póstnúmer í Þorlákshöfn er 815 og 816 í dreifbýli Ölfuss.

Bæjarskrifstofur Ölfuss
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn
Sími: 480 3800
Opið alla virka daga frá kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Þjóðskrá Íslands sér um flutningstilkynningar og það er gert rafrænt hér

Innritun í leik- og grunnskóla fer fram á íbúagátt sveitarfélagsins. Hér má finna upplýsingar um skólaþjónustu í sveitarfélaginu.

Sveitarfélagið sér ekki um umsóknir fyrir börn hjá dagforeldri. Foreldrar/forráðamenn hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Hér má finna lista yfir dagforeldra í Ölfusi.

Veitur ohf. sjá um hitaveitu í Ölfusi
Sími: 516 6000

Rarik ohf. sér um rafveitu í Ölfusi
Sími: 528 9000

Landsbankinn er með útibú í Þorlákshöfn
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn
Sími: 410 4000
Opið alla virka daga frá kl. 9:00 - 16:00

Hér má finna lista yfir þá heilbrigðisþjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu

Hér má finna lista yfir íþrótta- og tómstundafélög í sveitarfélaginu

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?