Þjónustuíbúðir Selvogsbraut 1

DolosFormleg opnun þjónustukjarnans við Selvogsbraut 1 Þorlákshöfn var 26. nóvember 2004.  Um er að ræða þjónustuúrræði fyrir fatlaða sem starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra frá 1992 og reglugerð um búsetu fatlaðra frá 2002.  Þar segir meðal annars að fatlaðir skulu eiga kost á búsetu í samræmi við þarfir sínar og óskir.

Heimilið er rekið með það í huga að búa hverjum íbúa heimili sem hentar honum miðað við hans óskir, aðstæður og þjónustuþörf.

Markmið heimilisins að Selvogsbraut 1 er að skapa íbúum öruggt heimili.  Íbúar njóta aðstoðar á þeim sviðum er hindranir mæta þeim og leitast er við að örva styrkleika þeirra á öllum sviðum.  Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði íbúanna, að efla færni íbúa til félagslegra samskipta og auka lífsgæði þeirra í samræmi við óskir þeirra og þarfir, auk þess að styðja þá í að vera virkir þátttakendur í eigin lífi. Það eru sex einstaklingsíbúðir að Selvogsbraut 1 og það er boðið upp á sólahringsþjónustu.

Forstöðumaður Selvogsbrautar 1 er Kolbrún Una Jóhannsdóttir
Símanúmer: 483 3844, netfang: kolbrun@olfus.is

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?