Bríet og Tómas Jónsson

Bríet og Tómas Jónsson

Miðasala hefst fimmtudaginn 4. nóv 

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem koma fram.

Föstudagskvöldið 26. nóvember kemur Bríet fram ásamt Tómasi. Tónlistarkonuna Bríeti þarf vart að kynna en platan hennar Kveðja kom út fyrir ári síðan og hafa svo gott sem öll lögin af þeirri plötu trónað á toppi spilunarlista síðan þá. Bríet hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum og þar á meðal söngkona ársins í flokki popptónlistar.

Þorlákskirkja er hlý og notaleg sem hæfir tilefninu einkar vel, þar sem stemningin verður heimilisleg, svolítið eins og að fá þetta hæfileikaríka fólk heim í stofu. Þorlákskirkja er í Þorlákshöfn sem er aðeins í 30 mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Miðaverði er 3500 kr.

Tónleikaröðin:
Bríet </div>
	</div>
</div>
</div>
								<!-- AddThis Button BEGIN -->
<div class= Prenta síðu Deila síðu
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?