Ferðamálafélag Ölfuss - ganga

23. júní föstudagur kl. 19.00 Jónsmessuganga Hafravatn – Reykjaborg – Skammidalur

Jónsmessuganga okkar þetta árið hefst við gömlu réttina við Hafravatn. Þar verður haldið upp á Hafrahlíð yfir á Reykjafell og niður að Skammadal. Þetta er um 10 km. Hækkun er ekki mikil ca. 200 – 300 m og gönguland þokkalegt. Reynum að hafa þetta þægilega göngu með stoppum og njóta umhverfisins eftir veðri.

Að venju söfnumst við saman í bíla á Selvogsbraut 41, þar sem apótekið er. Lagt verður af stað kl 19:00.

Göngustjóri Vigfús G. Gíslason

Muna að klæða sig eftir veðri.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?