Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní er boðið uppá fjölbreytta dagskrá í Skrúðgarðinum í Þorlákshöfn.

Ungmennafélagið Þór hefur umsjón með hátíðahöldum og skipuleggur dagskrá. Skrúðganga fer frá grunnskólanum og fer Lúðrasveit Þorlákshafnar fyrir göngunni.

Í Skrúðgarðinum er hátíðardagskrá þar sem útskriftarnemi flytur hátíðaræðu og fjallkona flytur ljóð. 
Eftir hefðbundna dagskrá hefst tónlistar- og skemmtidagskrá.

 

Sjá dagskrá 2025:

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?