Jólapeysa Ölfuss 2023 - hönnunarsamkeppni

Jólapeysa Ölfuss 2023

Nú er tilvalið að detta í föndurgírinn og taka þátt í hönnunarsamkeppni um jólapeysu Ölfuss 2023. Jólapeysurnar verða allar til sýnis á bókasafninu. Jólapeysan þarf að vera eigin hönnun og hugmyndaverk, prjónuð, hekluð, saumuð eða endurunnin og verður spennandi að sjá afraksturinn. Við valið á jólapeysu Ölfuss 2023 er tekið mið af frumleika, fegurð og listfengi.

Jólapeysunni þarf að skila á Bókasafnið fyrir 15. desember.

 

Gangi ykkur sem allra best

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?