Jólaskreytingar í Ölfusi 2025 - samkeppni

Í ár verða veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin í dreifbýli og þéttbýli Ölfuss og best skreytta fyrirtækið Ölfusi. Dómnefnd tilkynnir vinningshafa 19. desember.

Íbúar kjósa um vinsælasta jólahúsið á vefsíðu Ölfuss en það hús sem íbúum finnst best skreytt og fær flestar tilnefningar fær vinsældarverðlaun.

Íbúar eru hvattir til að ganga eða keyra um Ölfusið og skoða fallega skreytt íbúðahús og leggja inn tilnefningar. Opnað verður fyrir tilnefningar um vinsælasta jólahúsið 10. desember.

Njótið ljósanna og hátíðarinnar

Gleðileg jól !

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?