Rappnámskeið

Taktur og texti

Lærðu að semja lag!

Hefur þig alltaf langað til þess að semja og taka upp þitt eigið lag? Nú er tækifærið! Taktur og texti er fjögurra daga tónlistarnámskeið þar sem raftónlist mætir íslenskri textagerð. Þátttakendur semja saman takt í tölvuforriti og texta við með dyggri aðstoð leiðbeinenda. Lagið verður síðan tekið upp og sent á þátttakendur í lok námskeiðsins.

Ekki þarf að hafa neinn grunn í tónlist eða textagerð, bara brennandi áhuga á því að prófa sig áfram og vera tilbúin að leyfa sköpunarkraftinum að fá lausan tauminn.

Námskeiðið fer fram dagana 11. - 14. ágúst milli kl.13-15.30 og er hugsað fyrir börn í 4.-7.bekk.

Verð: 10.000 kr.

Leiðbeinendur eru Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco), Steinunn Jónsdóttir (Amabadama og Reykjavíkurdætur) og Þuríður Kristín Kristleifsdóttir (Reykjavíkurdætur). Öll hafa þau góða reynslu af því að vinna með börnum og hafa haldið smiðjur og námskeið út um allt land. Steinunn og Keli kenna einnig áfanga í takt- og textasmíðum í Fellaskóla í Reykjavík sem námskeiðið er byggt á.

Skráning og upplýsingar hjá arny@olfus.is 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?