Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 25

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
08.10.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir 1. varamaður,
Jón Páll Kristófersson 1. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2010007 - Íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að Ungmennaráði 2020 til 2021. Í ráðinu sitja. Haukur Castaldo Jóhannesson, Dagrún Inga Jónadóttir, Emilía Hugrún Lárusdóttir, Ingunn Guðnadóttir, Emma Hrönn Hákonardóttir og Einar Dan Róbertsson. Til vara: Falur Orri Benediktsson, Evar Rán Ottósdóttir, Ásdís Karen Jónsdóttir, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Þrúður Sóley Guðnadóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða
2. 2010006 - Íþrótta - og æskulýðsfulltrúi
Teknar fyrir umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð. Þrjár umsóknir bárust.
Umsókn frá körfuknattleiksdeild Þórs vegna stofnunar kvennaliðs í körfubolta í samstarfi við Hamar í Hveragerði. Liðið tekur þátt í fyrstu deild. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því sérstaklega að búið sé að stofna kvennalið í körfuknalttleik. Samþykkt að styrkja kvennaliðið um kr. 550.000,-
Tvær umsóknir bárust annarsvegar frá körfuknattleiksdeild Þórs v/ meistaraflokksliðs karla og hins vegar frá Knattspyrnufélaginu Ægi vegna meistaraflokksliðs karla. Bæði félögin hafa orðið fyrir töluverðum tekjumissi vegna covíd.
Samþykkt að styrkja hvort félag um sig um kr. 300.000,-
Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?