Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 256

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.06.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Gestur Þór Kristjánsson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Rakel Sveinsdóttir bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari
Aldursforseti Guðmundur Oddgeirsson setti þennan fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar Ölfuss kjörtímabilið 2018-2022.
Gekk hann síðan til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806008 - Kjör forseta bæjarstjórnar og varaforseta.
Lögð fram tillaga þess efnis að Gestur Þór Kristjánsson verði kjörinn forseti bæjarstjórnar Ölfuss til eins árs.

Samþykkt samhljóða.

Nýkjörinn forseti tók síðan við fundarstjórn og þakkaði fundarmönnum það traust sem honum er sýnt með kjöri í embætti forseta.

Þá var lögð fram tillaga þess efnis að Rakel Sveinsdóttir verði kjörin varaforseti bæjarstjórnar Ölfuss til eins árs.

Samþykkt samhljóða.

2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um kjör í fastanefndir,aðrar nefndir og stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. V og VI kafla samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss nr. 876/2013.

a. Til eins árs.

Bæjarráð.

Aðalmenn: Rakel Sveinsdóttir formaður, Steinar Lúðvíksson varaformaður, Guðmundur Oddgeirsson.

Varamenn: Grétar Ingi Erlendsson, Gestur Þór Kristjánsson, Þrúður Sigurðardóttir.


Kjörstjórn við sveitarstjórnar og alþingiskosningar.

Aðalmenn: Guðlaugur Óskar Jónsson formaður, Kolbrún Skúladóttir varaformaður, Sigurður Jónsson.
Varamenn: Alda Björg Kristjánsdóttir, Guðný Björg Óskarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir.

b. Til fjögurra ára.

Fræðslunefnd:

Aðalmenn: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður, Guðbergur Kristjánsson varaformaður, Halldór Björk Guðmundsdóttir, Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Hjörtur S. Ragnarsson.

Varamenn: Sessilía Dan Róbertsdóttir, Erla Sif Markúsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Sigurlaug B. Gröndal, Agústa Ragnarsdóttir.

Almannavarnarnefnd Árnessýslu.

Aðalmaður: Bæjarstjóri.
Til vara: Gestur Þór Krisjánsson.

Yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. (NOS)

Aðalmaður: Bæjarstjóri.
Til vara: Gestur Þór Kristjánsson.

Menningarmálanefnd:

Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson formaður, Rakel Sveinsdóttir varaformaður, Stefán Magnússon, Baldur Guðmundsson, Ágústa Ragnarsdóttir.

Varamenn: Kjartan Ólafsson, Sjöfn Sveinsdóttir, Þór Emilsson, Harpa Þ. Böðvarsdóttir, Hjörtur S. Ragnarsson.

Hafnarstjórn:

Aðalmenn: Kristín Magnúsdóttir formaður, Þorvaldur Garðarsson varaformaður, Sveinn Jónsson, Sveinn Steinarsson, Þrúður Sigurðardóttir.

Varamenn: Gestur Þór Kristjánsson, Ármann Einarsson, Rakel Sveinsdóttir, Guðmundur Oddgeirsson , Þórarinn Gylfason.

Héraðsnefnd Árnesinga:

Aðalmenn: Gestur Þór Kristjánsson, Jón Páll Kristófersson.
Varamenn: Rakel Sveinsdóttir, Þrúður Sigurðardóttir.

Fjallskilanefnd:

Aðalmenn: Valdimar Jónasson formaður, Charlotte Clausen varaformaður, Halldór Guðmundsson, Baldur Guðmundsson, Ragna Helgadóttir.

Varamenn: Hjörleifur Brynjólfsson, Snorri Þórarinsson.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd.

Aðalmenn: Sessilía Dan Róbertsdóttir formaður, Írena Björk Gestsdóttir varaformaður, Þór Emilsson, Sigþrúður Harðardóttir, Axel Örn Sæmundsson.

Varamenn: Hólmfríður F Zoega Smáradóttir, Hákon Svavarsson, Erla Sif Markúsdóttir, Ágústa Ragnarsdóttir, Hildur María H. Jónsdóttir.

Skólanefnd Hveragerðis og Ölfuss:

Aðalmenn Hlín Guðnadóttir,Ída Lön.
Varamenn: Baldur Guðmundsson, Björn Kjartansson.

Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings:

Aðalmaður: Elsa Jóna Stefánsdóttir.
Varamaður: Harpa Þuríður Böðvarsdóttir

Skipulags- bygginga- og umhverfisnefnd:

Aðalmenn: Eiríkur Vignir Pálsson formaður, Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður, Björn Kjartansson, Hildur María H. Jónsdóttir, Jón Páll Kristófersson.

Varamenn: Óskar Ragnarsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Finnur Andrésson, Baldur Guðmundsson, Anna Björg Níelsdóttir.

Starfskjaranefnd:

Aðalmenn: Bæjarstjóri, Rakel Sveinsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.


3. 1806009 - Starfsmannamál: Ráðning bæjarstjóra.
Forseti lagði fram tillögu þess efnis að starf bæjarstjóra verði auglýst laust til umsóknar.

Jón Páll Kristófersson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar á O-listanum harma að nýr meirihluti í Sveitarfélaginu Ölfusi skuli ekki vilja leita til fráfarandi bæjarstjóra Gunnsteins R. Ómarssonar varðandi áframhaldandi ráðningu. Gunnsteinn hefur starfað sem bæjarstjóri sveitarfélagsins undanfarin fimm ár og á þeim tíma skilað miklu og góðu starfi í þágu íbúa sveitarfélagsins. Hann hefur tekið fullan þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem átt hefur sér stað á hans starfstíma hjá sveitarfélaginu og er okkar mat að eðlilegt hefði verið að hann héldi áfram að leiða það starf í samstarfi við bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar á O-listanum vilja við þessi tímamót nota tækifærið og þakka Gunnsteini R. Ómarssyni fyrir hans störf í þágu sveitarfélagsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.
Að því sögðu samþykkjum við að staða bæjarstjóra verði auglýst formlega".

Tillaga forseta samþykkt samhljóða.

Þá lagði hann einnig fram tillögu þess efnis að Guðni Pétursson bæjarritari verði settur bæjarstjóri þar til ráðningu nýs bæjarstjóra er lokið.

Samþykkt samhljóða.
4. 1806012 - Starfsmannamál: Ráðning skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn.
Lagðar fram umsóknir um starf skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn.
Eftirtaldar umsóknir bárust:

Bergljót K. Ingvarsdóttir
Guðmundur Ingi Jónsson
Ólína Þorleifsdóttir

Samþykkt samhljóða að ráða Ólínu Þorleifsdóttur sem skólastjóra frá og með 1. júlí n.k.

Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
5. 1806013 - Samstarf sveitarfélaga: Aukaaðalfundur SASS 2018.
Boðað er til aukaaðalfundar SASS dagana 26. og 27. júní n.k. í Vestmannaeyjum.

Samþykkt samhljóða að eftirtaldir verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum:

Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson, Steinar Lúðvíksson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Oddgeirsson, Þrúður Sigurðardóttir.

Varamenn: Rakel Sveinsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson,Sessilía Dan Róbertsdóttir, Baldur Guðmundsson, Ágústa Ragnarsdóttir.
6. 1806010 - Aukaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands 2018,
Boðað er til aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 27. júní n.k. í Vestamnnaeyjum.

Samþykkt samhljóða að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði Steinar Lúðvíksson.
7. 1806011 - Aukaaðalfundur Bergrisans bs.
Boðað er til aukaaðalfundar Bergrisans bs. 2018 mánudaginnn 18. júní n.k.

Samþykkt samhljóða að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði Elsa Jóna Stefánsdóttir.
8. 1603035 - Leikskólinn Bergheimar: Viðbygging.
Lögð fram eftirfarandi tilboð í vinnu og leiktæki og búnað vegna endurgerðar á hluta lóðar leikskólans Bergheima.

Garpar ehf. 7.864.218. vegna jarðvinnu og frágangs lóðar.
Jóhannes Helgi & Co. ehf. 5.391.200 vegna leiktækja og búnaðar.

Samþykkt samhljóða.


9. 1806018 - Heilbrigðismál: Endurnýjun starfsleyfis Lýsis hf. v/fiskþurrkunar Unubakka 24-26 og pökkunar Óseyrarbraut 22 Þorlákshöfn
Lögð fram starfsleyfisskilyrði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir endurnýjun starfsleyfis Lýsis hf. v/fiskþurrkunar að Unubakka 24-26 og pökkunar að Óseyrarbraut 22 Þorlákshöfn en þar er lagt til að starfsleyfið verði endurnýjað til eins árs en núverandi starfsleyfi rennur út 30. júní n.k.
Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þann 27. júní n.k.

Guðmundur Oddgeirsson leggst gegn því að starfsleyfi fyrirtækisins verði endurnýjað til eins árs og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Lýsi hf hefur óskað eftir framlengingu starfsleyfis fiskþurrkunar um 12 mánuði eða fram á mitt ársins 2019.
Lýsi hf og bæjarstjórn Ölfuss í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerðu með sér samning um lokun verksmiðju fiskþurrkunar fyrir lok júní 2018, með fyrirvara um tafir skuli vera veittur sanngjarnur tímafrestur til að ljúka framkvæmdum.
Samningur þessi var samþykktur í bæjarstjórn 27/10/2016, á fundi nr. 237, með 6 atkvæðum en undirritaður greiddi atkvæði gegn samninginum og lagði fram bókun í því sambandi.
Framlenging um 12 mánuði er ekki ásættanleg að mínu mati".

Gestur Þór lagði til að fulltrúar sveitarfélagsins óskuðu eftir fundi með forsvarsmönnum Lýsis um endurnýjun leyfisins.

Tillaga Gests samþykkt með sex atkvæðum. Guðmundur Oddgeirsson sat hjá.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?