Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 375

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
05.05.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2204018 - Hamingjan við hafið 2022
Minnisblað frá verkefnisstjóra sem óskað var eftir á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir viðbótarframlag að fjárhæð 1.000.000 til hátíðarhalda í tengslum við hátíðina Hamingjan við hafið, þar með verður heildarfjármagn til hátíðarinnar tæpar 10 milljónir.

Samþykkt samhljóða.
2. 2204027 - Viðhald á Íþróttamiðstöð- málun þaks o.fl.
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs óskar eftir samþykkt á viðauka vegna viðhalds á íþróttahúsi. Um er að ræða málun á þaki eldri hluta íþróttahúss, málun á vesturgafli ásamt ýmsum lagfæringum og frágangur á steyptum veggjum viðbyggingar. Upphæð viðauka er 16.000.000.-
Bæjarráð samþykkir umrædda beiðni og felur starfsmönnum að vinna viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.
3. 2205001 - Beiðni um styrk til kaupa á sjúkrabúnaði
Beiðni frá Björgunarsveitinni Mannbjörgu um styrk til að endurnýja sjúkrabúnað sveitarinnar.

Bæjarráð samþykkir 250.000 kr. styrk til að mæta umbeðnum tækjakaupum.

Samþykkt samhljóða.
4. 2205007 - Hærra stöðugildi talmeinafræðings haust 2022
Beiðni frá Önnu Berglindi Svansdóttur talmeinafræðingi um aukið stöðugildi talmeinafræðings hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir talmeinafræðingi í viðbótar 50% stöðugildi frá og með 1.ágúst nk. og felur starfsmönnum að vinna viðauka vegna ráðningarinnar.

Samþykkt samhljóða.
5. 2203034 - Íþróttir og tómstundir fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir
Máli vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð fagnar framtakinu og felur starfsmönnum að koma á samstarfi við foreldra fatlaðra barna til að hefja tafarlaust undirbúning vegna verkefnisins og miða við að þjónusta því tengd hefjist haust 2022.

Samþykkt samhljóða.
6. 2205002 - Hækkun framlags vegna hagvaxtarauka
Kostnaðarskipting Tónlistarskóla Árnesinga fyrir árið 2022.
Uppfærðar tölur vegna hagvaxtarauka frá 1. apríl.

Bæjarráð samþykkir uppfærðar tölur vegna kostnaðarskiptingar Tónlistaskóla Árnesinga.

Samþykkt samhljóða.
7. 2205004 - Trúnaðarmál
Gögn lögð fram á fundinum.
8. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
482.mál - umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga(einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis)
582.mál - umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun)
530.mál - umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur)
593.mál - umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi.

Lagt fram.
Mál til kynningar
9. 2205003 - Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?