Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 30

Haldinn Fundarstaður er stofa 75 í turninum í Grunnskólanum,
11.04.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Vigdís Lea Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hildur María H. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
1. mars kom hópur frá leikskólanum á Hellu í heimsókn ca 30 manns. Síðar í mánuðnum kom hópur frá Undrlandi í Hveragerði í heimsókn. Allir gestir lýstu mikilli ánægju með allt það sem þau sáu hérna. Sama dag var röndóttur litadagur og þá kom yngri barnakórinn í heimsókn og söng fyrir nemendur og kennara er þetta eitt af samstarfsverkefnum skólanna en kórinn hefur komið og sungið sl. ár í leikskólanum.

Í byrjun mars var jafnframt haldið upp á bolludaginn, spengidaginn og öskudaginn á hefðbundinn hátt auk þess sem foreldrafélagið stóð fyrir deildarmyndatökum.

4-22. mars voru við með þrjá nema frá HÍ gekk það mjög vel og er alltaf gaman að fá svona nema. 6. og 8. mars komu einnig nemar úr uppeldisáfanga úr FSU voru það 6 nemar í það heila.

8. mars var Karellennámskeið fyrir allt starfsfólkið og var því skipt í hópa. Er þetta nýja innstimplikerfi að ganga mjög vel en það tekur tíma að læra að nota það.

3. apríl var nýjasti hluti leikskólans yfirfarinn af hönnuði, smiðnum, byggingarfulltrúum og fl. Farið var yfir ólokin verk með það að markmiði að ljúka öllum óloknum verkþáttum fyrir miðjan maí

8. apríl var leikskólastjórafundur hjá Skólaþjónustu Árnessþings hérna í Bergheimum.

Seinna í dag, þann 11. apríl er síðasti íþróttatíminn og er íþróttasýning þar sem foreldrum og öðrum ættingjum er boðið að sjá afraksturinn eftir veturinn.

Gaman er að segja frá því að það er mikið um heimsóknir til okkar, auk þessara heimsókna kom einnig smiður að vestan sem var að skoða innréttingarnar hjá okkur. Alla vega tveir leikskólar eru væntanlegir í heimsókn í maí og júní.

Niðurstöður starfsmannakönnunar og foreldrakönnunar skólapúlsins

Meðal starfsfólks var svörum 93.5 %. Sá sem stóð fyrir könnuninni sagði að vel mætti una við niðurstöðurnar en það er eitt og annað sem við þurfum að fara yfir. Þar sem niðurstöðurnar bárust skömmu fyrir fundinn verður niðurstaða beggja kannana kynnt nefndinni sérstaklega síðar.

Inntaka á nýjum börnum

Það eru nú 94 börn í Bergheimum og fleiri væntanleg um næstu mánaðarmót. 30. apríl er fundur hjá foreldrum elstu barnanna þá kemur í ljós hvenær við getum farið að taka ný börn inn í aðlögun. Það er mikið búið að flytja af eldri börnum til Þorlákshafnar núna undanfarið og fleiri væntanleg. En eins og staðan er núna ættu öll börn sem verða 18 mánaða í haust að komast inn.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 1805048 - Leikskólinn Bergheimar Skóladagatal.
Starfsfólk og foreldrafélagið er búið að samþykkja dagatalið fyrir næsta skólaár. Það eru hefðbundir dagar á því. Skólastigin eru búin að samræma þá daga sem þeir geta samræmt eins og dagana í janúar foreldradag og starfsdag. Stefnt er að því að fara í námsferð í apríl á næsta ári. Vegna þessa leggur leikskólastjóri til að færa starfsdaginn sem á að vera í ágúst þangað til í apríl og ef þarf er lagt til að loka einn til viðbótar vegna flugsins sem stefnt er að fara með. En það kemur því miður ekki í ljós fyrr en í september eða október hvernig það verður. Stefnt er að fara á Leikum og lærum námskeið í Alicante.

Skóladagatalið eins og það liggur fyrir er samþykkt af hálfu nefndarinnar. Þá er jafnframt óskað eftir því að tillögur um breytingar á dagatalinu verði bornar undir fræðslunefnd um leið og fyrir liggur hvort að fyrirhuguð ferðatilhögun sé ómöguleg án viðbótarlokana leikskólans.
3. 1602031 - Leikskólinn Bergheimar: Starfsmannahald.
Leikskólastjóri óskaði eftir því við bæjarráð að ráða 80 % verkefnisstjóra sem myndi sinna jógakennslu, núvitund og vinna með börnum sem eiga erfitt með hegðun sína. Því miður var ekki hægt að verða við þessu. Sjá umsóknina í fylgiskjali. Óskaði leikskólastjóri eftir stuðningi fræðslunefndar í því skyni að ýta þessu verkefni af stað.

Nefndin áréttar fyrra mat sitt frá síðasta fundi, að ráðningin hefði í för með sér jákvæð áhrif fyrir faglegt starf í leikskólanum. Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs er lagt til að hugað verði sérstaklega að þessari tillögu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
4. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Í mars fengum við góða heimsókn sem var samstarfsverkefni foreldrafélags og skólans. Til okkar kom Hildur Hólmfríður Pálsdóttir, en hún er móðir ungrar stúlku sem lést vegna ofneyslu lyfja fyrir nokkrum árum síðan og byggði hún fyrirlesturinn á þeirri reynslu. Um fimmtíu foreldrar komu á fræðsluerindið og allir unglingarnir okkar fengu fræðslu fyrr um morguninn. Erindi Hildar vakti sterk viðbrögð enda átakanleg saga sem hún segir frá.

Í mars komu einnig til okkar tvær leikkonur á vegum verkefnisins List fyrir alla sem er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Leikkonurnar fluttu leikverkið Sögur af nautum fyrir alla nemendur í 1. -5. bekk og vakti það mikla lukku.

Nemendum í 8. bekk var boðið í tveggja daga ferð á vegum Þorlákskirkju. Ferðin var hugsuð sem fræðslu- og skemmtiferð fyrir verðandi fermingabörn en öllum nemendum var boðið með hvort sem þeir kjósa að fermast eða ekki.

Þann 21. mars fögnuðum við því að umsókn skólans um fjórða Grænfánann var samþykkt. Boðið var upp á köku í hádeginu. Fjórða úthlutun Grænfánans var meðal annars veitt vegna matarsóunarverkefnis sem skólinn hefur sinnt undanfarin ár. En allir nemendur skammta sér sjálfir á disk í mötuneyti og reglulega er mælt hversu miklu magni af mat er hent í ruslið. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái sér hóflega á diskinn og fari frekar aðra ferð heldur en að henda mat.

Öskudagur var haldinn hátíðlegur eins og alltaf. Margir nemendur og starfsfólk mættu í búningum og farið var í öskudagsskrúðgöngu um skólann við trommuslátt og söng. Gangan endaði svo í matsalnum þar sem krakkar í dansvali sáum um hópdans allra viðstaddra og var það gríðarlegt fjör.

Miðvikudaginn 20. mars, kepptu nemendur af Suðurlandi í Skólahreysti. Okkar lið stóð sig mjög vel og var skólanum okkar til sóma.

Miðvikudaginn 27. mars tóku þrír nemendur í 7. bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Selfossi. Þeir stóðu sig með prýði og lásu fallega og höfðu greinilega fengið góða þjálfun. Keppnin var afar jöfn og sterkir lesarar sem tóku þátt frá fimm skólum á Suðurlandi.

Samræmd próf í 9. bekk eru nú orðinn fastur liður í mars og gekk framkvæmd þeirra vel þetta árið. Prófað var í íslensku, ensku og stærðfræði og báru nemendur sig vel að loknum prófum.
Nefndin þakkar upplýsingarnar.

Erla Sif yfirgaf fundinn að þessum dagskrárlið loknum.
5. 1904014 - Jafnréttisáætlun Grunnskólans
Skólastjóri kynnti ítarlega jafnréttisáætlun Grunnskólans í Þorlákshöfn sem hefur verið endurskoðuð og samþykkt af Jafnréttisstofu. Áætlunin fjallar annars vegar um nemendur og hins vegar um starfsfólk skólans og er hún kynnt fyrir öllum sem að starfi skólans koma, m.a. foreldrum nemenda auk þess sem nálgast má hana á heimasíðu skólans. Áætlunin er hefur að geyma skýra framkvæmdaáætlun, tímafresti og ábyrgðaraðila fyrir mismunandi þáttum áætlunarinnar.

Nefndin þakkar kynninguna og tekur undir mikilvægi þess að hugað sé vel að jafnréttismálum í víðum skilningi í öllu skólastarfi.
6. 1904015 - Umbótaáætlun Grunnskólans
Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats var send inn til Menntamálastofnunar í mars. Umbótaáætlunin var samþykkt og er til kynningar. Áætlunin er fjórþætt í samræmi við niðurstöðu ytra mats. Margir þættir í áætluninni eru þegar komnir til framkvæmda eða þeim lokið. Áætlunin ásamt skýrslunni um ytra mat eru nú komnar á heimasíðu skólans fyrir þá sem vilja kynna sér niðurstöðurnar.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og telur hina samþykktu áætlun hafa að geyma vandaða útfærslu á þeim þáttum sem bæta má í starfi skólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?