Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 316

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
10.10.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristín Magnúsdóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.
Fyrir bæjarráði lá afrit af rekstraryfirliti frá 01.01.2019 til 31.08.2019.


Samanburður við sama tímabil 2018 sýnir að skatttekjur hækka á milli ára um 9% eða rétt tæplega 114 milljónir.

Gjöld vegna félagsþjónustu hækka á milli ára um 16,2% og fara úr 169 milljónum í 196 milljónir, fræðslu- og uppeldismál hækka um 3,3% og fara úr 600 milljónum í 620 milljónir og æskulýðs- og íþróttamál hækka um 1.3% og fara úr 179 milljónum í 181 milljón.

Fyrir bæjarráði lá einnig afrit af fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss og yfirlit yfir fjárfestingar það sem af er árs. Áætlað var að framkvæma fyrir 314 milljónir á árinu en eftir endurskoðun áætlunar er nú stefnt að framkvæmdum upp á 345 milljónir. Útgjöld vegna fjárfestinga vegna verklegra framkvæmda það sem af er ári nema nú tæplega 205 milljónum.

Þrúður Sigurðardóttir O-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í Stefnu Sveitarfélagsins Ölfuss í menningarmálum 2017-2022 segir m.a:

"Markmið lista- og menningarsjóðs Ölfuss er:
- Að efla hverskonar menningarstarfsemi og list í sveitarfélaginu.
- Að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði menningarmála er tengjast sveitarfélaginu á einn eða annan hátt."

Þá kemur einnig fram í 4. gr. reglna um lista- og menningarsjóð:
"Árlegt framlag úr bæjarsjóði er samkvæmt fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins ár hvert auk frjálsra framlaga og vaxtatekja af frjálsum framlögum."
Í 5. gr. segir einnig:
"Menningarnefnd, að höfðu samráði við menningarfulltrúa, afgreiðir umsóknir um alla styrki til menningarmála fyrir hönd bæjarstjórnar. Styrkjum skal úthlutað einu sinni á ári. Auglýst skal í staðarblöðum í september ár hvert og skal umsóknarfrestur vera einn mánuður frá birtingu auglýsingarinnar."
Nú er september mánuður liðinn og ljóst að ekki hefur verið auglýst opið fyrir styrki í Lista- og menningarsjóð Ölfuss, ekki er starfandi menningarfulltrúi né hefur nýtt stjórnskipulag verið innleitt, ég spyr því hvort til standi að auglýsa þessa styrki í ár.


Kristín Magnúsdóttir og Steinar Lúðvíksson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Sú ákvörðun bæjarstjórnar að stór efla áherslu á menningarviðburði í sveitarfélaginu hefur ekki farið framhjá neinum. Vel lukkuð bæjarhátíð undir nýjum formerkjum er til marks um það. Áfram skal haldið í sömu átt og styrkir úr menninga- og listasjóði verða auglýstir núna í október og stefnt að úthlutun í kjölfarið á næsta fundi bæjarráðs.
2. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá.
Fyrir bæjarráði lá tilkynning Vegagerðarinnar um niðurfellingu héraðsvegar 3921-01 að bænum Sandhól af vegaskrá. Sú skýring er gefin að ekki sé lengur fyrir hendi föst búseta á bænum.


Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur til þess að hún verði dregin til baka.
Búseta á jörðum hefur verið í þróun á síðastliðnum árum. Sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxandi áhuga ungs fólks að taka upp búsetu í dreifbýlinu og stunda þar blöndu af búskap og annarri atvinnu. Í slíkri gerjun gerist það oft tímabundið að ekki verði um fasta búsetu að ræða á jörðum. Ákvarðanir Vegagerðarinnar og annarra ríkisstofnana mega ekki verða til þess að slíkt tímabundið ástand sé nýtt til að skerða möguleika fólks til að setjast þar að.
3. 1910004 - Hamingjan við hafið uppgjör
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar er tengjast uppgjöri vegna bæjarhátíðarinnar "Hamingjan við hafið". Þar kom meðal annars fram að kostnaður hafi verið tæpar 8 milljónir og að fengist hafi styrkir fyrir 2,7 milljónir.

Ennfremur lá fyrir minnisblað verkefnastjóra með upplýsingum um æskilega þróun hátíðarinnar auk ábendinga hennar um áhugaverð verkefni sem auðgað geta samfélagið.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og vill þakka íbúum, verkefnastjóra, starfsmönnum sveitarfélagsins, menningarnefnd og öllum þeim fjölmörgu sem gerðu hátíðina að veruleika fyrir þeirra ómetanlega framlag. Bæjarráð lýsir ennfremur ánægju með hversu vel tókst til með úrvinnslu á þeirri ákvörðun ráðsins að bæta við fjármagni vegna bæjarhátíðarinnar og efla hana þar með. Bæjarráð telur einsýnt að áfram verði haldið í sömu átt á komandi ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka uppgjöri vegna hátíðarinnar í samræmi við umræður á fundinum.

Mál til kynningar
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?