Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 20

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
24.10.2019 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Axel Örn Sæmundsson aðalmaður,
Valur Rafn Halldórsson aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910047 - Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Lagt fram minnisblað um starfsmannamál.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði starfsmaður í fullt starf forstöðumanns frístundastarfs í sveitafélaginu,sem hefði umsjón með frístundaheimili,félagsmiðstöð og sumarnámskeiðum. Það liggur fyrir að þar sem íbúum hefur fjölgað mikið í sveitarfélaginu verður þörf fyrir aukna þjónustu í málaflokknum. Með þessari breytingu verður mannauður nýttur betur og jafnframt verður fagleg þjónusta aukin. Lögð er áhersla á að gott samstarf verði við íþróttafélögin í sveitarfélaginu við nánari útfærslu sumarstarfs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?