Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 2

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.11.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910068 - Fjárhags og fjárfestingaráætlun 2020-2024
Framkvæmdaáætlun 2020 kynnt.

Fyrir nefndinni lágu drög að framkvæmdaáætlun Þorlákshafnar fyrir árið 2020 til og með 2024. Þar kemur fram að áætlaður heildarkostnaður Þorlákshafnar vegna framkvæmda verði 1.206.000.000 á tímabilinu og skiptist sem hér segir:

Árið 2020:
Endurbygging Svartaskersbryggju: 140.700.000-
Kaup á dráttarbát: 100.000.000-
Samtals: 240.700.000-

Árið 2021:
Endurbygging Svartaskersbryggju: 53.400.000-
Nýframkvæmdir við Svartaskersbryggju: 169.900.000-
Nýframkvæmdir við Suðurvaragarð: 181.350.000-
Dýpkun innsiglingar: 37.400.000-
Samtals: 442.050.000-

Árið 2022:
Endurbygging Svartaskersbryggju: 13.100.000-
Nýframkvæmdir við Svartaskersbryggju: 169.900.000-
Nýframkvæmdir við Suðurvaragarð: 181.350.000-
Dýpkun innsiglingar: 37.400.000-
Nýframkvæmd við sandfangara: 70.200.000-
Dýpkun snúningsrýmis: 33.000.000-
Samtals: 504.950.000-


Árið 2023:
Endurbygging Suðurvaragarðs: 34.800.000-
Skurðsprengingar fyrir þilskurð Suðurvarar: 42.300.000-
Nýframkvæmd við sandfangara: 70.200.000-
Dýpkun snúningsrýmis: 33.000.000-
Samtals: 180.300.000-

Árið 2024:
Endurbygging Suðurvaragarðs: 45.200.000-
Samtals: 45.200.000-


Afgreiðsla:
Nefndin samþykkir ofangreindar forsendur og vísar þeim til áframhaldandi gerðar fjárhagsáætlunar.
2. 1908040 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2020.
Tillaga að gjaldskrá Þorlákshafnarhafnar og minnisblað með athugasemdum hafnarstjóra.
Fyrir bæjarráði lá tillaga hafnarstjóra að gjaldskrá hafnarinnar fyrir árið 2020.

Afgreiðsla:
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir tillöguna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til áframahaldandi gerðar fjárhagsáætlunar.
3. 1911033 - Kaup á salt og sand dreifara
Sjá minnisblað.
Fyrir Framkvæmda- og hafnarnefnd lá tillaga sviðsstjóra um að Þorlákshöfn festi kaup á salt- og sanddreifara til hálkuvarnar. Í framhaldinu verði verkferlar hafnarinnar og þjónustumiðstöðvar samræmdir með tilliti til samnýtingar á búnaði og mannskap þegar hálkuvarnar er þörf.

Áætlaður kostnaður við kaup á saltdreifara er 1.325.000 með vsk.


Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar. Þá fagnar nefndin hugmyndum og fyrirætlan um aukið samstarf hafnarinnar og Þjónustumiðstöðvar hvað varðar hálkuvörn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?