Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 319

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.12.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911027 - Lista- og menningarsjóður úthlutun 2019
Á fundinn kom Hörður Skúlason, umsækjandi um styrk úr Lista- og menningarsjóði til að gera grein fyrir verkefni sínu. Í máli hans kom fram að hann sem nemandi í Kvikmyndaskóla Íslands hafi um skeið unnið að gerð stuttmyndar sem gerist í Þorlákshöfn. Hugmynd hans er m.a. að sýna myndina í Grunnskóla Þorlákshafnar og nýta tækifærið samhliða til að kynna Kvikmyndaskóla Íslands.

Hörður óskar eftir stuðningi Lista- og menningarsjóðs við gerð myndarinnar.

Bæjarráð telur verkefnið rúmast innan þeirra viðmiða sem Lista- og menningarsjóði eru sett og samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
 
Gestir
Hörður Skúlason - 08:15
2. 1912001 - Vaktafyrirkomulag í íþróttamiðstöð
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um breytingar á vaktafyrirkomulagi og mannahaldi í Íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að til skoðunar sé nýtt vaktakerfi sem kallar á viðbætur í starfsmannahaldi.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar en þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining á hinu nýja vaktafyrirkomulagi er ekki hægt að veita heimild fyrir tilgreindri breytingu.

Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kostnaðarreikna tilgreinda breytingu og leggja fyrir bæjarráð. Samhliða verði lögð fram hugmynd um hvernig mæta megi kostnaðaraukningu innan þess fjárhagsramma sem lagður var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
 
Gestir
Ragnar M Sigurðsson - 08:35
3. 1910047 - Minnisblað vegna frístundafræðings
Fyrir bæjarráði lá tillaga frá íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn þar sem lagt er til að ráðinn verði frístundafræðingur við Frístund og félagsmiðstöð sveitarfélagsins.

Í minnisblaðinu er sérstaklega kallað eftir aukinni samþættingu milli félagsmiðstöðvar, frístundar og sumarfrístundar.

Bæjarráð tekur undir þörfina fyrir aukna samþættingu á því starfi sem minnisblaðið nær til. Þá telur bæjarráð fulla ástæðu til að yfirfara mönnunarmál og skipurit starfseminnar með það að markmiði að bæta þjónustu við börn og ungmenni.

Bæjarráð felur því sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að vinna með íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra grunnskólans að þeim hugmyndum sem fram koma í minnisblaðinu innan þess fjárhagsramma sem fram kemur í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.
4. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning í ráðgjafahópa um menningarmál og atvinnumál. Vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í ráðgjafahópa um menningarmál og atvinnumál.

Ráðgjafahópur um menningarmál:

Róbert Dan Bergmundsson formaður
Magnþóra Kristjánsdóttir varaformaður
Unnur Edda Björnsdóttir
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
Þórarinn Gylfason

Til vara:
Anna Margrét Smáradóttir
Björn Kjartansson
Hildur María Hjaltalín Jónsdóttir

Ráðgjafahópur um atvinnumál:

Ólafur Hannesson formaður
Anna Margrét Smáradóttir varaformaður
Stefán Magnússon
Þráinn Jónsson
Ágústa Ragnarsdóttir

Til vara:

Stefán Jónsson
Lára Ásbergsdóttir
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson
5. 1911023 - Fjarskiptamál sveitarfélagsins
Fyrir bæjarráði lágu drög að áframhaldandi samningi vegna hýsingar- og rekstur tölvukerfis sveitarfélagsins við TRS.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
6. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá.
Enn sem fyrr gerir bæjarráð athugasemdir við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fella mikið notaða vegi af vegaskrá og hvetur til þess að ákvörðunin verði dregin til baka.
Búseta á jörðum í Ölfusi hefur verið í þróun á síðastliðnum árum. Sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxandi áhuga ungs fólks að taka upp búsetu í dreifbýlinu og stunda þar blöndu af búskap og annarri atvinnu. Í slíkri gerjun gerist það oft tímabundið að ekki verði um fasta búsetu að ræða á jörðum. Ákvarðanir Vegagerðarinnar og annarra ríkisstofnana mega ekki verða til þess að slíkt tímabundið ástand sé nýtt til að skerða möguleika fólks til að setjast þar að.

Bæjarráð ítrekar einnig fyrri bókun sína varðandi Sandhólsveg.
7. 1912027 - Umboð til áritunar lóðagagna-skipulags- og byggingarsvið
Fyrir bæjarráði lá afrit af umboði til áritunar lóðargagna til handa Kristni Pálssyni sérfræðingi á Umhverfis- og framkvæmdasviði.

Bæjarráð samþykkir umboðið og felur bæjarstjóra að undirrita það.
8. 1704002 - Lagafrumvörp beiðni Alþingis um umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?