Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 332

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.07.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020.
5 mánaða uppgjör til kynningar.
5 mánaða uppgjör sveitarfélagsins lagt fram. Rekstur sveitarfélagsins er að mestu á áætlun það sem af er ári þrátt fyrir lækkandi útsvarstekjur.
2. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar
Bæjarráð fjallaði um stöðu samninga við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima.
Fyrir liggja annars vegar afstaða fjölskyldu- og fræðslunefndar og hins vegar foreldraráðs vegna málsins. Í samræmi við þá afstöðu sem þar er lýst samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að ljúka samningi við Hjalla á þeim forsendum sem kynnt hafa verið fyrir bæjarráði og í samræmi við þau drög sem lágu fyrir fundinum. Þá hvetur bæjarráð til þess að stýrirhópur vegna innleiðingarinnar hefji störf sem fyrst og felur Söndru Dís Hafþórsdóttur sviðsstjóra að taka þar sæti sem fulltrúi stjórnsýslunnar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2006051 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda endurskoðuð
Tillaga að nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda lögð fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa tillögunni til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2007004F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 38
Fundargerð 38.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 15.júlí
1. 2007010 - Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima- niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Mál til kynningar
5. 2007013 - Úthlutanir jöfnunarsjóðs
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?