Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 12

Haldinn í fjarfundi,
12.11.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Vilhjálmsdóttir 2. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910068 - Fjárhags og fjárfestingaráætlun Hafnarsjóðs Þorlákshafnar 2020-2024
Lagt er fram til kynningar minnisblað á 3 ára framkvæmdaráætlun fyrir Þorlákshafnarhöfn ásamt þeiri stefnumörkun sem mótuð er með henni. Minnisblaðið er lagt fram sem hluti af fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 til 2024. Kostnaðartölur byggjast aðallega á minnisblaði Vegagerðarinnar dagsettu 24. september 2020, minnisblaði Portum frá júni 2020, samantekt Vegagerðarinnar frá 31.10. og samgönguáætlun 2020-24. Í minnisblaðinu er gerð ítarleg grein fyrir fjárfestingum næstu 3 ára og framtíðarsýn sett fram á skematískan máta.

Þar kemur ma. fram að stefnt er að gríðarlega miklum framkvæmdum á höfninni á næstu árum. Áætlaður kostnaður eru rúmlega 2800 milljónir.

Afgreiðsla:
Framkvæmda-og hafnarnefnd samþykkja minnisblaðið fyrir sitt leyti og þar með þann hluta þess sem snýr að fjárhagsáætlun 2021 til 2024 sem og þá stefnumótun sem þar kemur fram.
3. 2010018 - Endurnýjun girðingar í Selvogi
Vísað til nefndar úr bæjarráði 05.11.2020
Afgreiðsla:
Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir að fela sviðsstjóra að ljúka málinu í samræmi við skyldur sveitarfélagsins til kostnaðarþátttöku.

4. 2006005 - Aðgengi að lóð Hafnarskeið 10-12
Hafnarstjóri kynnir fyrir nefnd niðurstöður fundar með forsvarsmönnum SS um breytingar sem gerðar verða á innkeyrslu lóðar.
Afgreiðsla:
Framkvæmda-og hafnarnefnd þakkar fyrir upplýsingarnar. Samþykkt að heimila lóðarhafa að setja nýja innkeyrslu og hlið norðanmegin lóðar.
5. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkanir.
Hafnarstjóri fer yfir dýptarmælingar sem unnar voru í lok október 2020
Afgreiðsla:
Framkvæmda- og hafnarnefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
Mál til kynningar
2. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024.
Sviðstjóri fer yfir 3. ára fjárfestingaráætlun
Afgreiðsla:
Framkvæmda-og hafnarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti 3 ára fjárfestingaráætlun og þá stefnumótun sem þar kemur fram.
6. 2011004 - Viljayfirlýsing
Lögð er fram til kynningar viljayfirlýsing við Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. 450711-0980, Bíldshöfða 7, Reykjavík, og dótturfélög þess, Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf.
Afgreiðsla:
Framkvæmda- og hafnarnefnd fagnar þeim áformum sem þar er lýst. Nefndin felur hafnarstjóra að vinna með aðilum viljayfirlýsingarinnar hvað varðar samstarf við höfnina og þjónustu hennar.
7. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn
Lagt er fram minnisblað um verðmatt á eldri dráttarbátnum Ölver
Afgreiðsla:


8. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
Staðan á nokkrum verklegum framkvæmda kynnt.
1. Móttöku og flokkunarstöð
2. Viðbygging við íþróttahús/fimleikahús
3. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
4. Viðbygging við Bergheima.
5. Merking á sveitarfélagsmörkum
6. Stækkun kirkjugarðs

Afgreiðsla:

1. Móttöku og flokkunarstöð
Framkvæmdir hafnar, samið var við lægstbjóðanda Stórverk ehf. 15.4 millj(jarðvinna), Uppí mót ehf. 24.3 millj(uppsteypa á römpum)að undangengnum verðkönnunum, kostnaðaráætlun var 46.8 millj kr
2. Viðbygging við íþróttahús/fimleikahús
Framkvæmdum er lokið á þeim verkþáttum sem voru á áætlun 2020.
3. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
Búið er að loka húsinu að mestu og vinna við innanhúsfrágang er hafinn. Verktaki hefur staðfest að íbúðir verða tilbúnar til afhendingar 1. mars.
4. Viðbygging við Bergheima.
Vinna er hafin við að uppfæra þarfagreiningu þar sem það liggur fyrir að með breyttu rekstrarfyrirkomulagi er mögulegt að nýta húsnæði betur. Arkitekt mun fund ameð nýjum stjórnendum á næstu vikum.
5. Merking á sveitarfélagsmörkum.
Framkvæmdir hafnar, samið var við lægstbjóðanda Garpar ehf. um 2.0 millj(jarðvinna), Uppí mót ehf. 4.7 millj(uppsteypa á skilti)og Vélsmiðja Suðurlands 2.2 millj(smíði á stöfum) að undangengini verkönnun kostnaðaráætlun var 7.7 millj kr
6. Stækkun kirkjugarðs
Fyrirhugað er að funda með formanni sóknarnefndar og verktaka um möguleg kaup á mold.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?