Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 304

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.06.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson bæjarfulltrúi,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206001 - Kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar Ölfuss
Fyrir liggur tillaga um að Gestur Þór Kristjánsson verði forseti bæjarstjónar og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir varaforseti.
Lagt var til að Gestur Þór Kristjánsson verði kjörinn forseti bæjarstjórnar Ölfuss til eins árs og var það samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.

Nýkjörinn forseti tók þá við fundarstjórn og þakkaði fundarmönnum það traust sem honum er sýnt með kjöri í embætti forseta.

Þá var lögð fram tillaga þess efnis að Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir verði kjörinn varaforseti bæjarstjórnar Ölfuss til eins árs og var það samþykkt samhljóða með sjö greiddum atkvæðum.
2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. V. og VI kafla samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss nr. 935/2019.

Til eins árs:
Bæjarráð
Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson [formaður] (D), Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir [varaformaður] (D) og Hrönn Guðmundsdóttir (B).
Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H) verði áheyrnafulltrúi

Varamenn: Erla Sif Markúsdóttir (D), Gestur Þór Kristjánsson (D), Baldur Guðmundsson (B)

Til 4 ára:
Framkvæmda- og hafnarnefnd
Eiríkur V. Pálsson [formaður] (D), Grétar Ingi Erlendsson [varaformaður] (D), Erla Sif Markúsdóttir (D), Gunnsteinn Ómarsson (B), Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H).

Varamenn: Guðlaug Einarsdóttir (D), Margrét Pollý Hansen (D), Geir Höskuldsson (D), Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir (B), Sigfús Benoný Harðarson (H).


Íþrótta- og tómstundanefnd
Írena Gestsdóttir [formaður] (D), Davíð Arnar Ágústsson [varaformaður] (D), Óskar Rybinski (D), Emil Karel Einarsson (B), Guðlaug Arna Hannesdóttir (H).

Varamenn: Hjörtur Ragnarsson (D), Hólmfríður Smáradóttir (D), Bergrún Gestsdóttir (D), Helga Ósk Gunnsteinsdóttir (B), Arna Þórdís Árnadóttir (H).


Skipulags- og umhverfisnefnd
Geir Höskuldsson [formaður] (D), Hjörtur Ragnarsson [varaformaður] (D), Margrét Pollý Hansen (D), Baldur Guðmundsson (B), Hrönn Guðmundsdóttir (B).

Varamenn; Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D), Björn Kjartansson (D), Grétar Ingi Erlendsson (D), Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir (B), Gunnsteinn R. Ómarsson (B).


Fjölskyldu- og fræðslunefnd
Sigríður Vilhjálmsdóttir (D) [formaður], Guðbergur Kristjánsson [varaformaður] (D), Guðlaug Einarsdóttir (D), Hlynur Logi Erlingsson (B), Hrafnhildur Lilja Harðardóttir (H).

Varamenn: Bettý Grímsdóttir (D), Hjörtur Ragnarsson (D), Davíð Arnar Ágústsson (D), Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir (B), Sigfús Benóný Harðarson (H).


Skólanefnd Hveragerðis:
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D), Baldur Guðmundsson (B).

Varamenn: Margrét Pollý Hansen (D), Indíana Sólveig Marques (B).


Kjörstjórn
Sigurður Ósmann Jónsson, Katrín Ósk Hannesdóttir, Ásta Margrét Grétars Bjarnadóttir.

Varamenn: Guðmunda Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Steinar Ásgeirsson, Emma Dröfn Bjarnadóttir.


Fjallskilanefnd
Björn Kjartansson [formaður] (D), Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir [varaformaður] (D), Halldór Guðmundsson (D), Jónína Baldursdóttir (B), Páll Stefánsson (B).

Varamenn: Snorri Þórarinsson (D), Charlotte Clausen (D), Hjörleifur Brynjólfsson (D), Baldur Guðmundsson (B), Matthea Sigurðardóttir (B).


Öldungaráð
Bettý Grímsdóttir [formaður] (D), Sigurður Ósmann Jónsson (D) [varaformaður], og Sigrún Theodórsdóttir (B)
Varamenn: Ásta Halldórsdóttir (D), Jóhanna M. Ingimarsdóttir (D), Hjörtur Bergmann Jónsson (B)


Ráðgjafahópur um menningarmál
Guðlaug Einarsdóttir [formaður] (D), Óskar Rybinski [varaformaður] (D), Erla Sif Markúsdóttir (D), Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir (B), Þórarinn Gylfason (H).

Varamenn: Anna Margrét Smáradóttir (D), Margrét Pollý Hansen (D), Davíð Arnar Ágústsson (D), Hlynur Logi Erlingsson (B), Rumyana Björg Ivansdóttir (H).


Ráðgjafahópur um markaðsmál
Ólafur Hannesson [formaður] (D), Stefán Magnússon [varaformaður] (D), Anna Margrét Smáradóttir (D), Gunnsteinn R. Ómarsson (B), Berglind Friðriksdóttir (H).
Varamenn: Stefán Jónsson (D), Lára Ásbergsdóttir (D), Margrét Pollý Hansen (D), Katrín Ósk Hannesdóttir (B), Böðvar G. Jónsson (H).


Vatnsveita Ölfuss
Grétar Ingi Erlendsson [formaður] (D), Björn Kjartansson [varaformaður] (D), Arnar Árnason (B)

Varamenn: Geir Höskuldsson (D), Ingimar Rafn Ágústsson (D), Gunnsteinn R. Ómarsson (B)

Skrifarar bæjarstjórnar
Erla Sif Markúsdóttir (D) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H),
Varamenn: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D) og Hrönn Guðmundsdóttir (H)

NOS
Elliði Vignisson
Varamaður: Gestur Þór Kristjánsson (D)

Héraðsnefnd
Gestur Þór Kristjánsson (D), Erla Sif Markúsdóttir (D), Baldur Guðmundsson (B).
Varamenn: Grétar Ingi Erlendsson (D), Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D), Hrönn Guðmundsdóttir (B).


Almannavarnarnefnd
Elliði Vignisson
Varamaður: Gestur Þór Kristjánsson (D)


Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Grétar Ingi Erlendsson (D), Hrönn Guðmundsdóttir (B)
Varamenn: Gestur Þór Kristjánsson (D), Baldur Guðmundsson (B)


Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D)
varamaður: Guðlaug Einarsdóttir


Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
Guðlaug Einarsdóttir (D)
Varamaður: Sigurbjörg Jenný (D)


Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands
Grétar Ingi Erlendsson (D)
Varamaður: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D)


Velferðarnefnd: Elsa Stefánsdóttir (D)


Aðalfundur SASS
Grétar Ingi Erlendsson (D), Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D), Guðlaug Einarsdóttir (D), Hrönn Guðmundsdóttir (B), Böðvar G. Jónsson (H)
Varamenn: Gestur Þór Kristjánsson (D), Erla Sif Markúsdóttir (D), Geir Höskuldsson (D), Baldur Guðmundsson (B), Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H).


Tillagan var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum.
3. 2206005 - Aukaaðalfundur SASS, HSL og SOS
Auka aðalfundur SASS verður haldinn á Hótel Selfossi 15.-16.júní nk.
Einnig verða auka aðalfundir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) og Sorpstöð Suðurlands (SOS) haldnir 16.júní á sama stað.


Fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss á aðalfundi SASS og HSL verða Grétar Ingi Erlendsson (D), Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D), Guðlaug Einarsdóttir (D), Hrönn Guðmundsdóttir (B) og Böðvar G. Jónsson. Til vara:
Gestur Þór Kristjánsson (D), Erla Sif Markúsdóttir (D), Geir Höskuldsson (D), Baldur Guðmundsson (B) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H) sbr.kosningu í lið 2 þessa fundar.

Fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi SOS verður Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og til vara Guðlaug Einarsdóttir.

Tillagan var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum.
4. 2206002 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands
Fundarboð aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. miðvikudaginn 15. júní nk. kl. 16:00 á Hótel Selfossi
Fulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss á aðalfundinum verður Grétar Ingi Erlendsson (D) sbr.kosningu í lið 2 þessa fundar.

Tillagan var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum.
5. 2205011 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Akureyri dagana 28.-30.september nk.

Fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss á landsþinginu verða Grétar Ingi Erlendsson (D) og Hrönn Guðmundsdóttir (B) sbr.kosningu í lið 2 þessa fundar. Bæjarstjóri sveitarfélagins á einnig seturétt á þinginu.

Tillagan var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum.
6. 2206003 - Auka aðalfundur Bergrisans
Boð á aukaaðalfund Bergrisans bs.sem haldinn verður 30.júní 2022.

Lagt er til að Grétar Ingi Erlendsson (D), Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir (D), Guðlaug Einarsdóttir (D), Hrönn Guðmundsdóttir (B) og Böðvar G. Jónsson verði fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfuss á auka aðalfundi Bergrisans.

Varamenn verða: Gestur Þór Kristjánsson (D), Erla Sif Markúsdóttir (D), Geir Höskuldsson (D), Baldur Guðmundsson (B) og Ása Berglind Hjálmarsdóttir (H)

Tillagan var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum.
9. 2206006 - Ráðning bæjarstjóra Ölfuss 2022-2026
Fyrir bæjarstjórn lá tillaga meirihluta D lista um að ganga til samninga við núverandi bæjarstjóra Elliða Vignisson.

Fulltrúar B lista og H lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Víða tíðkast það hjá sveitarfélögum á Íslandi að ráða framkvæmdastjóra með faglegum hætti til þess að annast framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar og verkefni sveitarfélags. Þegar þannig háttar til er ekki um kjörinn fulltrúa að ræða og fá ef nokkur dæmi eru um það að framkvæmdastjóri sem ráðinn er með þessum hætti taki opinberlega þátt í kynningarherferð eins framboðs í aðdraganda kosninga. Almennt er litið svo á að faglega ráðinn framkvæmdastjóri eigi að vera hlutlaus í aðdraganda kosninga og beri að þjóna öllum starfsmönnum og íbúum sveitarfélagsins til jafns.

Í aðsendri grein á hafnarfrettir.is dags. 3. maí 2022 tilkynnti Elliði að hann myndi taka þátt í kosningabaráttunni þar sem m.a. frambjóðendur listanna hefðu kallað eftir því og gert hann að þungamiðju í ýmsum málum, án þess að útskýra það frekar. Í greininni kemur eftirfarandi fram:

Tilvitnun hefst með leyfi forseta!

„Í aðdraganda komandi kosninga leituðu fulltrúa D-lista til mín um að verða bæjarstjóraefni þeirra. Það var auðsótt enda samstarfið gengið afar vel og árangurinn góður. Meining mín var að halda mig að öðru leyti til hlés og eftirláta frambjóðendum allra framboða sviðið. Frambjóðendur hinna tveggja framboðana hafa nú ítrekað kallað eftir þátttöku minni með því að gera mig að þungamiðju í ýmsum málum, rétt eins og ég sé í framboði eða hafi verið kjörinn fulltrúi seinustu 4 ár. Mér er því ljúft að bregðast við með því að auka þátttökuna. Þykir í raun vænt um að fá tækifærið til slíks samtals, bæði í ræðu og riti.“

Tilvitnun lýkur

Ýmsar rangtúlkanir koma fram í grein Elliða sem aðeins virðast settar fram til að kasta rýrð á trúverðugleika mótframboða. Það að gera að því skóna að mótframboðin hafi gert persónulegar árásir og hafi haft ríka þörf fyrir því að tala allt niður eru stór og órökstudd orð, órafjarri raunveruleikanum.

Fulltrúar B og H lista kannast ekki við það að hafa kallað sérstaklega eftir þátttöku bæjartjóra, þó störf hans hafa mögulega borið á góma, enda eru þau ekki yfir gagnrýni hafin. Fulltrúar minnihluta vilja nota tækifærið til að gagnrýna harðlega að bæjarstjóri sem á að vera faglega ráðinn hafi tekið fullan þátt í kosningabaráttu eins lista, að því að við best vitum á fullum launum hjá Sveitarfélaginu Ölfusi á meðan.

Kjörnir fulltrúar minnihlutans vilja sjá faglega ráðinn bæjarstjóra og samþykkja því ekki þessa tillögu.

sign.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson
Hrönn Guðmundsdóttir


Fulltrúar D lista lögðu fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti D-lista harmar að sú framkoma sem minnihluti B og H lista sýndi bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga skuli eiga að teygja sig inn á kjörtímabilið. Í því samhengi er góðfúslega bent á að niðurstaða kosninga sýndi svo ekki verður um villst að í okkar góða samfélagi er hreinlega ekki nokkur eftirspurn eftir niðurrifum og persónulegum árásum. Það var enda meðal annars þessi framkoma minnihlutans sem skilaði því að D-listin vann stærsta kosningasigur nokkurs framboðs í sögu sveitarfélagsins á meðan H-listi, sem lengst gekk í niðurrifi og persónulegum árásum, fékk næst lökustu útkomu nokkurs framboðs frá upphafi.

D-listi lítur einnig á það sem fullkomna fjarstöðu að minnihlutinn skuli með einhverju móti vilja takmarka aðkomu íbúa samfélagsins að stjórnmálastarfi, sama hvort þar er um að ræða starfsmenn sveitarfélagsins eða aðra. Slík skoðanakúgun á ekki að þekkjast í siðuðu samfélagi og þeir sem slíkt reyna ættu að skammast sín. Lýðræðinu er ekki best sinnt með hástemmdum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum, því er best sinnt með virðingu fyrir þátttöku annarra.

Tilraunir minnihlutans eru í besta falli dómur yfir hversu lágt minnihluti B og H lista eru tilbúin til að leggjast í niðurrifi og persónulegum árásum. Í versta falli gengur þessi framkoma í berhögg við lög og sáttmála sem tryggja öllum aðkomu að þátttöku á lýðsræðislegum forsendum. Skal í því samhengi m.a. vísað til 25. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi þar sem skýrt kemur fram að sérhver borgari skuli eiga rétt á og hafa tækifæri til að taka þátt í opinberri starfsemi, á beinan hátt eða fyrir milligöngu fulltrúa sem eru kosnir á frjálsan hátt.

Meirihluti D lista vill nota þetta tækifæri til að þakka bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir árangur seinustu ára og hvetja þau til áframhaldandi víðtækrar þátttöku í samfélaginu og lýsa sig viljuga til samstarfs við þau, óháð hvort þau hafa tekið pólitíska afstöðu eða ekki.

sign.
Erla Sif Markúsdóttir
Gestur Þór Kristjánsson
Grétar Ingi Erlendsson
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir


Fulltrúar H og B lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við viljum byrja á að leiðrétta orð bæjarstjórans fyrir hlé. Það er alveg ljóst að við töluðum hvergi illa um starfsfólk sveitarfélagsins í kosningarbaráttunni, hvorki H né B listi, heldur þvert á móti var allstaðar tekið fram hve vel starfsfólk hefur staðið sig í erfiðum aðstæðum sem m.a. urðu til vegna skorts á stjórnunar í mikilvægum stofnunum, m.a. á 9-unni.

Í þessari bókun erum við á engan hátt að beina orðum okkar að starfsmönnum sveitarfélagsins eða bæjarfulltrúum eins og bæjarstjóri hélt fram, við erum einungis að rökstyðja okkar afstöðu gagngvart framgöngu bæjarstjórans í aðdraganda kosninga í samhengi við áframhaldandi kjör hans sem bæjarstjóra.

Það er sannarlega óvanalegt að faglega ráðin bæjarstjóri taki eins virkan þátt í kosningabaráttu eins framboðs, bæjarstjóri nefnir eitt dæmi um annan slíkan bæjarstjóra en dæmin um hið gagnstæða eru mun fleiri og algengari.

Með því að gagnrýna þetta erum við á engan hátt að koma í veg lýðræðislega þátttöku almennings eins og bæjarstjóri hélt fram. Það er munur á því að vera almennur starfsmaður sveitarfélagsins eða vera sá sem stýrir því. Það fylgir því aukið vægi og aukin ábyrgð, bæjarstjóri ætti að vera bæjarstjóri allra íbúa.

Við erum að sjálfsögðu fylgjandi góðu samstarfi og óskum eftir því og að það gangi í báðar áttir. Við munum standa með góðum málum.

Hér með viljum við setja punkt fyrir aftan þetta mál með velvilja um gott samstarf.Elliði Vignisson, bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður þakkar það traust sem honum er sýnt með tilboði um áframhaldandi störf fyrir samfélagið í Ölfusi. Seinustu fjögur ár hafa einkennst af sátt, samlyndi og uppgangi í samfélaginu og allar forsendur eru til að svo verði áfram. Forsenda áframhaldandi velgengni er ekki hvað síst fólgin í mannauði þeim sem býr í starfsmönnum sveitarfélagsins og öðrum íbúum. Þá skiptir framganga kjörinna fulltrúa miklu, ekki hvað síst fyrir tíðarandann í samfélaginu og möguleikum til samstarfs.

Eftir rúmlega tveggja áratuga þátttöku í stjórnmálum hefur undirritaður lært að í stjónmálastarfi verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður. Þeir sem að öllu jöfnu stíga fram af heilindum og virðingu fyrir samborgurum gera það einnig í stjórnmálastarfi. Því miður á hið gagnstæða einnig við. Ekkert fær þessu breytt, hvorki siðareglur, lög, samþykktir eða nokkuð annað.

Komi til áframhaldandi starfa undirritaðs fyrir samfélagið í Ölfusi mun hann hér eftir sem hingað til einsetja sér að vinna af heilindum með öllum þeim sem eftir slíku sækjast. Hann mun einnig virða þá afstöðu sem fram kemur í bókun minnihluta B og H lista en líta framhjá þeim lítt duldu ávirðingum sem þar er að finna. Framganga kjörinna fulltrúa og annarra sem að framboðum koma er á þeirra ábyrgð og eingöngu kjósendur eru bærir dómarar þegar þar að kemur.

sign.
Elliði Vignisson


Tillagan tekin fyrir og hún samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta.


10. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar
Lagt er til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði 25.ágúst nk.og að bæjarráði Sveitarfélagsins Ölfuss verði falin fullnaðarafgreiðsla mála og sömu heimildir og bæjarstjórn hefur á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Tillagan var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 39.fundar stjórnar Bergrisans ásamt minnisblaði frá 12.04.2022, 40.fundar frá 10.05.2022 og 41.fundar frá 23.05.2022 til kynningar.

Einnig eru til kynningar fundargerðir 152.fundar þjónusturáðs frá 21.03.2022, 153.fundar frá 20.04.2022, 154.fundar frá 02.05.2022, fundargerð matsnefndar frá 11.05.2022 og jafnaðartaxti NPA samninga fyrir árið 2022.

8. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?