Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 15

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
15.11.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1. varamaður,
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hjördís Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Íris Kristrún Kristmundsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir bárust. Formaður bauð nýjan nefndarmann, Davíð Arnar Ágústsson velkominn og þakkaði Guðbergi Kristjánssyni gott samstarf.

Formaður óskaði eftir að taka inn á afbrigðum minnisblað frá sviðsstjóra vegna sérstakra aðstæðna í Grindavík.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311019 - Innleiðing Barnasáttmálans í Ölfusi - staða mála
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta og tómstundafulltrúi var gestur fundarins og kynnti stöðu mála á innleiðingu Barnasáttmálans í Ölfusi.

Þann 28. maí 2020 samþykkti Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss einróma að hefja vinnu við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í allt starf sveitarfélagsins.

Að verða Barnvænt sveitarfélag þýðir að Ölfus ætlar að nota Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í öllu sínu starfi og auka fræðslu um réttindi barna. Markmiðið er að Sveitarfélagið Ölfus leiti meira til barna og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Sáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna.

Næstu skref:
- Halda áfram með fræðslu fyrir starfsmenn, kjörna fulltrúa og nefndir.
- Spurningalistar verða lagðir fyrir starfsfólk sveitarfélagsins í nóv. 2023.
- Spurningalistar verða lagir fyrir börn í sveitarfélaginu í jan.2024.
- Ungmennaþing verður haldið í samvinnu grunnskólans og ungmennaráðs í lok jan.2024.
- Vinnsla aðgerðaáætlunar hefst vorið 2024.
Nefndin þakkar kynningu á innleiðingu á barnasáttmálanum og stöðu mála í Ölfusi.
2. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri kynnti viðburðaríka dagskrá grunnskólans en þar má fyrst nefna Þollóween vikuna. Þorgrímur Þráinsson kom í sína árlegu heimsókn til 10.bekkjar með fyrirlesturinn, Vertu ástfangin/n af lífinu. Netumferðaskólinn var með fræðslu fyrir 4.-7.bekk. Einnig komu rithöfundar í heimsókn á vegum verkefnisins Skáld í skólum.

Elstu bekkir skólans fóru í ferðir; 9.bekkur í skólabúðir að Úlfljótsvatni og 10.bekkur í kynnisferð í Menntaskólann á Laugarvatni.

Viðtalsdagur var í síðustu viku og fara starfsmannasamtöl fram í nóvember.
Persónulegar vinakveðjur voru bornar í hús bæjarins í tilefni af degi gegn einelti.

Hæfileikakeppnin Skjálfti 2023 var haldin í íþróttahúsinu um liðna helgi og var gaman að sjá sunnlensk ungmenni blómstra í metnaðarfullum atriðum.

Bókasafnið í grunnskólanum hefur verið með öflugt starf á árinu og er gaman að segja frá því að bókaútlán hefur margfaldast á árinu.


Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra
Leikskólastjóri kynnti breytingar í aðalnámskrá leikskóla en helstu áherslubreytingar fjalla um sjálfsprottinn leik barna. Innleiðing er hafin.

Farið yfir helstu viðhaldsverkefni ársins 2024 með umsjónarmanni fasteigna sveitarfélagsins.

Aðalfundur foreldrafélags leikskólans var í lok september og voru margir áhugasamir um að koma í stjórn félagsins.

Foreldrafundum allra kjarna er lokið og gengu vel. Farið var yfir helstu áherslur skólans.

Einnig var farið yfir starfsmannamál.

Nefndin þakkar kynninguna.

Skólastjórnendur og áheyrnafulltrúar viku af fundi.
4. 2311018 - Menning og viðburðir í jólamánuðinum
Sviðsstjóri fór yfir helstu áherslur og viðburði í jólamánuðinum en fjölbreytt dagskrá verður í sveitarfélaginu sem verður kynnt á heimasíðu olfus.is eftir 20. nóvember.
Nefndin þakkar kynninguna.
5. 2311025 - Undanþága frá reglugerð vegna sérstakra aðstæðna í Grindavík
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs vegna sérstakra aðstæðna hjá nágrönnum okkar í Grindavík.
Tillaga um undanþágu frá reglum um félagslegt húsnæði borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Nefndin lýsir yfir einlægum stuðningi við Grindvíkinga á þessum umbrotatímum og verður leitast við að mæta öllum þeim óskum og áskorunum sem upp geta komið vegna atburðanna í Grindavík.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?