Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 66

Haldinn í fjarfundi,
29.04.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504011 - Nýr viðlegukanntur við landenda gömlu Suðurvararbryggju
Fram var lagt minnisblað dags. 16. apríl 2025 varðandi umsókn til Vegagerðarinnar um styrk vegna byggingar nýrrar bryggju, Flataskersbryggju, við rætur gömlu Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn.

Bryggjan er áætluð 55 metra löng, steypt staurabryggja með 9,5 metra hönnunardýpi, ætluð til uppskipunar á fóðri og áburði og útskipunar á seiðum og vikri. Áætlaður heildarkostnaður er 270 milljónir króna án virðisaukaskatts.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta aukinni umferð skipa, sérstaklega vegna nýrra áætlunarsiglinga Cargow Thorship (CT), sem hefur valið Þorlákshöfn sem meginhöfn sína. Útlit er fyrir að nýting á núverandi Suðurvararbryggju verði yfir 100% þegar CT bætir við fleiri skipum, sem kallar á nýja aðstöðu fyir aðra þjónustuþega hafnarinnar sem eru að auka verulega umsvif sín.

Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir að sækja um styrk til Vegagerðarinnar vegna byggingar Flataskersbryggju samkvæmt framlögðum gögnum.
2. 2504107 - Leigusamningur við Torcargo
Fram var lagður samningur milli Þorlákshafnarhafnar og Kuldabola ehf. og Torcargo ehf. um aðstöðu til áætlunarsiglinga og uppbyggingar fyrir flutningastarfsemi í Þorlákshöfn.

Samningurinn kveður á um útleigu 24.028 fermetra athafnasvæðis fyrir gámavöll, afgreiðslu, hafnar- og farmverndarsvæði, með möguleika á stækkun. Einnig eru í samningnum ákvæði um forgang við Suðurvararbryggju vegna reglulegra siglinga og fl.

Markmið samningsins er að tryggja að Torcargo ehf. geti hafið reglulegar áætlunarsiglingar með gáma og aðra þungavöru til Þorlákshafnar og þannig styrkt Þorlákshöfn sem meginvöruhöfn á suðvesturhorni landsins og aukið mjög þjónustuviðbragð hafnarinnar.

Afgreiðsla: Framkvæmda- og hafnarnefnd samþykkir samningana og felur bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins Ölfuss og Hafnarsjóðs Þorlákshafnar.

Jafnframt fagnar nefndin þessum stóra áfanga í þróun hafnarstarfsemi í Þorlákshöfn og telur hann marka næsta risaskref í áframhaldandi uppbyggingu Þorlákshafnar sem lykilhafnar fyrir vöruflutninga til og frá Íslandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?