Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 435

Haldinn í fjarfundi,
02.01.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2412032 - Viljayfirlýsing - samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis Carbfix
Fyrir bæjarráði lágu drög að viljayfirlýsingu um samstarf varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar og bindingar CO2. Málið hefur verið sérstaklega kynnt fyrir bæjarfulltrúm bæði með heimsókn í starfsstöðvar fyrirtækisins og aðgengi að sértækum upplýsingum. Viljayfirlýsingin er unnin í kjölfar þess.

Markmið viljayfirlýsingarinnar er að kanna forsendur uppbyggingar Coda stöðvar sem nýta Carbfix tækni til að binda CO2 varanlega í berg.

Sérstök áhersla er lögð á samráð við nærsamfélagið og að upplýsa það reglulega um framgang verkefnisins. Sérstaklega verður tryggt að starfsemi valdi ekki skaða fyrir byggð eða atvinnustarfsemi.

Samþykkt samhljóða að fresta málinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?