Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 389

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.01.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2211050 - Ósk um endurnýjun samstarfssamnings við Markaðsstofuna 2023
Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi vegna ársins 2023. Var áður á dagskrá 387.fundar bæjarráðs þann 1.desember sl.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja ekki samstarfssaming vegna ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.
2. 2301007 - Beiðni um styrk vegna kvikmyndagerðar
Erindi frá Gant Rouge Films ehf, dags. 26. desember, þar sem óskað er eftir stuðningi við gerð bíómyndarinnar Draumar, Konur, Brauð.

Bæjarráð hafnar erindinu enda rúmast það ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
3. 2301009 - Styrkbeiðni - utanlandsferð kórs ML til Ítalíu 2023
Erindi frá kór Menntaskólans á Laugarvatni þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleikaferðar og tónleikahalds á Ítalíu.
Bæjarráð hafnar erindinu enda rúmast það ekki innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
4. 2301023 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjöldum 2023
Fyrir bæjarráði lágu drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum árið 2023. Drögin byggja á gildandi reglum en með þeim breytingum þó að tekjuviðmið hækka um 10% milli ára.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum árið 2023.

Samþykkt samhljóða.
5. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
Fyrir bæjarráði lágu drög að samkomulagi vegna útgöngu úr byggðasamlagi Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag um útgöngu Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss úr Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings Bs.

Samþykkt samhljóða.
6. 2301034 - Stefnumótun - vinnufundur
Boð um skráningu á vinnufund með ráðgjafafyrirtækinu KPMG um stefnumótun Samtaka orkusveitarfélaga. Óskað er eftir því að aðildarsveitarfélögin sjái sér fært að senda fulltrúa á vinnufundinn sem verður 27.janúar nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?